Ledfoot spilar á tónleikum í kvöld: Skapaði sína eigin tegund tónlistar Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. nóvember 2015 11:00 Hér má sjá Ledfoot. Hann heldur tónleika á Gamla Gauknum í kvöld. Mynd/Janette Beckman Hinn bandaríski Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot, er staddur hér á landinu í þeim tilgangi að halda tónleika. Þetta er í þriðja sinn sem þessi færi tónlistarmaður leikur hér á landi, síðast lék hann á Secret Solstice. Ledfoot hefur verið lengi í bransanum, er þaulreyndur tónlistarmaður. Hann er alinn upp víða Bandaríkin. „Við þurftum að flytja mikið þegar ég var yngri. Ég held að ég hafi farið í um 25 grunnskóla og búið í alltof mörgum fylkjum. Ég á eiginlega engan stað í Bandaríkjunum sem ég kalla „heima“, nema kannski Tampa í Flórída, þar sem amma mín og afi bjuggu.“ Ledfoot hefur verið í tónlistarbransanum í áraraðir.Hann byrjaði á því að læra á banjó og notar tæknina þaðan til þess að bæta gítarleik sinn. Hann leikur á sérsmíðaða gítara, tólfstrengja með sérstökum strengjum. Hér má sjá umfjöllun um Ledfoot í Rolling Stone. „Ég hef verið í þessum bransa lengi og einsetti mér það að skapa mína eigin tónlistartegund,“ útskýrir Ledfoot. Tónlistin sem hann leikur er kölluð Gothic Blues. Tónlist hans er magnþrungin og stundum svolítið ögrandi, kannski í stíl við hann sjálfan. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem ljósmyndarinn Janette Beckman tók er Ledfoot frekar óhefðbundinn í útlit. Hann gerir sér grein fyrir þessu. „Þegar ég fer með börnin mín á leikskólann eða skólann er ég stundum með svart naglalakk og málningu framan í mér, frá kvöldinu áður. En fólkið þar þekkir mig og veit að þetta er bara svipað og ef verkamaður mætti með hjálminn sinn,“ segir hann og hlær. Sjá einnig: Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Ledfoot er búsettur í Noregi og á fjögur börn. „Það er kalt í Noregi, en annars er lífið gott. Ég bý þar fyrir börnin mín,“ útskýrir hann. Ítarlegra viðtal við hann birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.00 og fara fram á Gamla Gauknum. Hægt er að fá miða á Midi.is. Tengdar fréttir Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot kemur fram á tónleikum í kvöld. Hann samdi titillagið á nýjustu plötu Bruce Springsteen, High Hopes. 25. janúar 2014 09:30 Telur Secret Solstice geta orðið risastóra Hátíðin fær góða umfjöllun í The Huffington Post. GusGus og Mána Orrasyni er sérstaklega hrósað. 15. júlí 2015 09:30 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hinn bandaríski Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot, er staddur hér á landinu í þeim tilgangi að halda tónleika. Þetta er í þriðja sinn sem þessi færi tónlistarmaður leikur hér á landi, síðast lék hann á Secret Solstice. Ledfoot hefur verið lengi í bransanum, er þaulreyndur tónlistarmaður. Hann er alinn upp víða Bandaríkin. „Við þurftum að flytja mikið þegar ég var yngri. Ég held að ég hafi farið í um 25 grunnskóla og búið í alltof mörgum fylkjum. Ég á eiginlega engan stað í Bandaríkjunum sem ég kalla „heima“, nema kannski Tampa í Flórída, þar sem amma mín og afi bjuggu.“ Ledfoot hefur verið í tónlistarbransanum í áraraðir.Hann byrjaði á því að læra á banjó og notar tæknina þaðan til þess að bæta gítarleik sinn. Hann leikur á sérsmíðaða gítara, tólfstrengja með sérstökum strengjum. Hér má sjá umfjöllun um Ledfoot í Rolling Stone. „Ég hef verið í þessum bransa lengi og einsetti mér það að skapa mína eigin tónlistartegund,“ útskýrir Ledfoot. Tónlistin sem hann leikur er kölluð Gothic Blues. Tónlist hans er magnþrungin og stundum svolítið ögrandi, kannski í stíl við hann sjálfan. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, sem ljósmyndarinn Janette Beckman tók er Ledfoot frekar óhefðbundinn í útlit. Hann gerir sér grein fyrir þessu. „Þegar ég fer með börnin mín á leikskólann eða skólann er ég stundum með svart naglalakk og málningu framan í mér, frá kvöldinu áður. En fólkið þar þekkir mig og veit að þetta er bara svipað og ef verkamaður mætti með hjálminn sinn,“ segir hann og hlær. Sjá einnig: Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Ledfoot er búsettur í Noregi og á fjögur börn. „Það er kalt í Noregi, en annars er lífið gott. Ég bý þar fyrir börnin mín,“ útskýrir hann. Ítarlegra viðtal við hann birtist í Fréttablaðinu í vikunni. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 21.00 og fara fram á Gamla Gauknum. Hægt er að fá miða á Midi.is.
Tengdar fréttir Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot kemur fram á tónleikum í kvöld. Hann samdi titillagið á nýjustu plötu Bruce Springsteen, High Hopes. 25. janúar 2014 09:30 Telur Secret Solstice geta orðið risastóra Hátíðin fær góða umfjöllun í The Huffington Post. GusGus og Mána Orrasyni er sérstaklega hrósað. 15. júlí 2015 09:30 Mest lesið Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Svaraði kallinu frá Ben Stiller Bíó og sjónvarp Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Lífið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Lífið Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Lífið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Lífið Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Lífið Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Vinsælastur í Bandaríkjunum án þess að hafa hugmynd um það Tim Scott McConnell, betur þekktur sem Ledfoot kemur fram á tónleikum í kvöld. Hann samdi titillagið á nýjustu plötu Bruce Springsteen, High Hopes. 25. janúar 2014 09:30
Telur Secret Solstice geta orðið risastóra Hátíðin fær góða umfjöllun í The Huffington Post. GusGus og Mána Orrasyni er sérstaklega hrósað. 15. júlí 2015 09:30