Brandarakallar morgundagsins Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2015 06:00 Fyrir Alþingi liggur enn eitt frumvarpið um að afnema einkarétt ríkisins á áfengisverslun. Þar er lagt til að sala sterks áfengis, léttvíns og bjórs verði gerði heimil í verslunum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er snúa til dæmis að frágangi vörunnar, aldri afgreiðslufólks og viðskiptavina og öðru. Frumvörp af þessu tagi hafa verið lögð fram reglulega undanfarin ár. Ekkert þeirra hefur hlotið brautargengi og þrátt fyrir að svo virðist sem meirihluti þingmanna sé hlynntur málinu er ekkert sem bendir til að það verði sett í þann forgang að afgreiðslu þess verði lokið. Landlæknir birti í gær Talnabrunn sinn þar sem skoðuð var breyting á áfengisneyslu Íslendinga á árunum 2007 til 2012. Þar kemur fram að litlar breytingar hafa orðið á áfengisneyslu landans á þessum tíma. Þó megi sjá örlitla niðursveiflu árið 2009 sem embættið ætlar að séu áhrif efnahagshrunsins. Málflutningur þeirra sem mest setja sig upp á móti frjálsri verslun með áfengi eru áhyggjur af aukinni neyslu. Mýtan að aðgengi auki áganginn og þar með vandræðin sem flestir þekkja af eigin raun eða frá einhverjum í þeirra nánasta umhverfi. Því öl getur vissulega verið böl. Hins vegar er þessi staðhæfing ósönnuð og margir sem setja mikinn fyrirvara við þá staðhæfingu. Raunar er það svo að neyslunni virðist samkvæmt þessum athugunum landlæknis fremur stýrt af buddunni en aðgengi. Umræðan um áfengisfrumvarpið í dag minnir um margt á þingveturinn 1987 til 1988 þegar tekist var á um lögleiðingu bjórsins. Rökin um að tilslakanir muni leiða til aukinnar heildarneyslu, aukið aðgengi ungmenna og almennt heilsutjón samfélagsins voru þá margtuggnar ofan í landann. Að sama skapi ætti ekki að koma neinum á óvart að andstæðingar aukins frjálsræðis voru nokkurn veginn hinir sömu. Í því samhengi verður að hafa í huga að eftir að bjórinn var leyfður þögnuðu þessar úrtöluraddir fljótt og reyndar er það svo að andstaða við bjórinn hefur í seinni tíð verið notuð ákveðnum stjórnmálamönnum til háðungar. Forræðishyggja er nefnilega alltaf auðveldari ef þjóðin þekkir ekki á eigin skinni þau réttindi eða þægindi sem stjórnmálamenn hafa ákveðið – af sinni miklu visku – að halda frá þeim. En eftir að bjórinn var leyfður 1. mars 1989 og dómsdagsspár andstæðinga bjórsins gengu ekki eftir sáu hins vegar flestir hversu fáránlegt bannið hafði raunverulega verið og nú dettur ekki nokkrum heilvita manni í hug að stinga upp á því að bjór verði aftur bannaður hér á landi. Það sama mun verða uppi á teningnum varðandi áfengisfrumvarpið. Þegar það fer í gegn – sama hvenær það verður – og þjóðin mun kynnast þeim sjálfsögðu þægindum að þurfa ekki að kaupa áfengi úr ríkisreknum smásöluverslunum, munum við hugsa til baka og ekki skilja hvernig við gátum leyft stjórnmálamönnunum okkar slíka forræðishyggju. Og gott ef þetta verður ekki – á sama hátt og með bjórinn – notað andstæðingum þess til ævarandi háðungar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Fyrir Alþingi liggur enn eitt frumvarpið um að afnema einkarétt ríkisins á áfengisverslun. Þar er lagt til að sala sterks áfengis, léttvíns og bjórs verði gerði heimil í verslunum, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum er snúa til dæmis að frágangi vörunnar, aldri afgreiðslufólks og viðskiptavina og öðru. Frumvörp af þessu tagi hafa verið lögð fram reglulega undanfarin ár. Ekkert þeirra hefur hlotið brautargengi og þrátt fyrir að svo virðist sem meirihluti þingmanna sé hlynntur málinu er ekkert sem bendir til að það verði sett í þann forgang að afgreiðslu þess verði lokið. Landlæknir birti í gær Talnabrunn sinn þar sem skoðuð var breyting á áfengisneyslu Íslendinga á árunum 2007 til 2012. Þar kemur fram að litlar breytingar hafa orðið á áfengisneyslu landans á þessum tíma. Þó megi sjá örlitla niðursveiflu árið 2009 sem embættið ætlar að séu áhrif efnahagshrunsins. Málflutningur þeirra sem mest setja sig upp á móti frjálsri verslun með áfengi eru áhyggjur af aukinni neyslu. Mýtan að aðgengi auki áganginn og þar með vandræðin sem flestir þekkja af eigin raun eða frá einhverjum í þeirra nánasta umhverfi. Því öl getur vissulega verið böl. Hins vegar er þessi staðhæfing ósönnuð og margir sem setja mikinn fyrirvara við þá staðhæfingu. Raunar er það svo að neyslunni virðist samkvæmt þessum athugunum landlæknis fremur stýrt af buddunni en aðgengi. Umræðan um áfengisfrumvarpið í dag minnir um margt á þingveturinn 1987 til 1988 þegar tekist var á um lögleiðingu bjórsins. Rökin um að tilslakanir muni leiða til aukinnar heildarneyslu, aukið aðgengi ungmenna og almennt heilsutjón samfélagsins voru þá margtuggnar ofan í landann. Að sama skapi ætti ekki að koma neinum á óvart að andstæðingar aukins frjálsræðis voru nokkurn veginn hinir sömu. Í því samhengi verður að hafa í huga að eftir að bjórinn var leyfður þögnuðu þessar úrtöluraddir fljótt og reyndar er það svo að andstaða við bjórinn hefur í seinni tíð verið notuð ákveðnum stjórnmálamönnum til háðungar. Forræðishyggja er nefnilega alltaf auðveldari ef þjóðin þekkir ekki á eigin skinni þau réttindi eða þægindi sem stjórnmálamenn hafa ákveðið – af sinni miklu visku – að halda frá þeim. En eftir að bjórinn var leyfður 1. mars 1989 og dómsdagsspár andstæðinga bjórsins gengu ekki eftir sáu hins vegar flestir hversu fáránlegt bannið hafði raunverulega verið og nú dettur ekki nokkrum heilvita manni í hug að stinga upp á því að bjór verði aftur bannaður hér á landi. Það sama mun verða uppi á teningnum varðandi áfengisfrumvarpið. Þegar það fer í gegn – sama hvenær það verður – og þjóðin mun kynnast þeim sjálfsögðu þægindum að þurfa ekki að kaupa áfengi úr ríkisreknum smásöluverslunum, munum við hugsa til baka og ekki skilja hvernig við gátum leyft stjórnmálamönnunum okkar slíka forræðishyggju. Og gott ef þetta verður ekki – á sama hátt og með bjórinn – notað andstæðingum þess til ævarandi háðungar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun