Lífið

Remini í tilfinningaþrungnu viðtali um Vísindakirkjuna: Eins árs Suri skilin hágrátandi eftir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Leah Remini opnar sig í nýrri bók.
Leah Remini opnar sig í nýrri bók. vísir
Leikkonan Leah Remini fer ófögrum orðum um Vísindakirkjuna í nýrri bók, Troublemaker: Surviving Hollywood and Scientology, sem kemur bráðlega út.

Þar gagnrýnir hún kirkjuna í heild sinni og meðal annars stórleikarann Tom Cruise sem er einskonar andlit kirkjunnar.

Hún segir meðal annars frá því þegar Suri Cruise, dóttir Tom og Katie Holmes, var skilinn eftir hágrátandi inni á baðherbergi í brúðkaupi þeirra hjóna. Þá, aðeins eins árs gömul. Tom Crusie og Katie Holmes eru í dag skilin.

„Ég sá þarna hvað var að innan kirkjunnar,“ segir Leah í þættinum Nightline á bandarísku sjónvarpsstöðinni NBC en þá vísar hún til nokkurra atvika sem áttu sér stað í brúðkaupi Crusie og Holmes. Hún var þá staðráðin í að bjarga kirkjunni.

Ætlaði að bjarga kirkjunni

„David Miscavige [forstjóri Vísindakirkjunnar] og Tom Cruise voru að eyðileggja fyrir kirkjunni og ég vildi koma þeirri skoðun á framfæri,“ segir Remini. Brúðkaupið var haldið í Róm á Ítalíu og þegar hún kom heim úr ferðalaginu höfðu aftur á móti margir innan kirkjunnar komið fram og sagt að hún væri í raun vandamálið.  Remini hefur nú yfirgefið kirkjuna og hefur það vakið upp mikla reiði innan hennar.

„Ég var beðin um að biðjast opinberlega afsökunar á því að hafa eyðilagt brúðkaup aldarinnar. Þetta tók á, en þarna var ég samt sem áður ekki tilbúin til þess að yfirgefa kirkjuna.“

Þegar hún var reiðubúin að yfirgefa söfnuðinn varð hún að vera tilbúin til að slíta samskiptum við fjölskylduna sína. Þegar Remini ákvað að fara stóð fjölskyldan aftur á móti með henni.

„Það var ótrúlega mikilvægt fyrir mig, það að þau væru tilbúin að standa með mér og yfirgefa kirkjuna var mikill léttir,“ segir hún. Hún sagði skilið við Vísindakirkjuna fyrir tveimur árum og segir að lífið hafi aldrei verið betra.

Hér að neðan má sjá viðtalið við leikkonuna. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×