Lífið

Unnu The Hunger Games Tribute keppnina

Stefán Árni Pálsson skrifar
Flottar stelpur hér á ferð.
Flottar stelpur hér á ferð. vísir/stefán
Kvikmyndafyrirtækið Extura Production, sem samanstendur af fimm menntskælingum úr Menntaskólanum í Reykjavík og Menntaskólanum við Hamrahlíð, vann á dögunum The Hunger Games Tribute keppnina.

Stelpurnar í fyrirtækinu eru þær Anastazju S. Glog­owska, Elín C.H. Ramette, Jana Katrín Magnúsdóttir, Melkork Gunborg Briansdóttir og Stefanía Stefánsdóttir.

Sjá einnig: Hafa nú þegar sigrað í netkosningu kvikmyndarisans Lionsgate

Lionsgate, hið risavaxna kanadíska framleiðslufyrirtæki, sem meðal annars framleiðir Hunger Games-seríurnar, stendur fyrir keppninni og keppti hópurinn í flokknum Best original video content.

Stelpurnar sendu inn myndina 'The 26th Hunger Games'  sem stelpurnar gerðu árið 2013 þegar allar voru enn í grunnskóla, og er í grunninn byggð á hinum geysi­vinsælu kvikmyndum Hunger Games, og hafa stelpurnar svo skapað sínar eigin persónur og aðstæður. Þær sjá alfarið um allt sem kemur kvikmyndagerðinni við, svo sem tökur, klippingar, leikaraval og þar fram eftir götunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×