Facebook auðveldar ástarsorg Sæunn Gísladóttir skrifar 19. nóvember 2015 20:59 Gwen Stefani og Gavin Rossdale þyrftu lítið að sjá af hvort öðru með nýjungum Facebook. Vísir/Getty Facebook er um þessar mundir að prufukeyra nýjung sem leyfir þeim sem hafa nýlega lent í sambandsslitum að minnka það sem þeir sjá frá fyrrverandi, án þess að þurfa að hætta að vera vinur viðkomandi á samfélagsmiðlinum. Nýjungin „Take a Break" kemur upp eftir að sambandsslit eru gerð opinber á Facebook. Með henni er hægt að takmarka hvað maður sér frá fyrrverandi og hvað fyrrverandi sér frá manni á fréttaveitunni (e. News Feed). Ef valið er að „sjá minna" þá mun fyrrverandi hverfa af fréttaveitunni, auk þess verður manni ekki boðið að setja hann inn á myndir. Hins vegar getur maður áfram séð heimasíðu viðkomandi. Maður getur líka valið að takmarka hvað fyrrverandi sér frá manni sjálfum. Með þeirri stillingu sér fyrrverandi ekki nýjar stöðuuppfærslur eða myndir hjá manni. Forsvarsmenn Facebook hafa uppgötvað að mörgum þyki minningar á samfélagsmiðlinum óþægilegar og því má koma í veg fyrir að þær birtist. Það má afturkalla allar þessar breytingar þegar sárin af sambandsslitunum eru búin að gróa. Fyrrverandi verður ekki látinn vita að maður hafi sett á þessar stillingar. Í augnablikinu er verið að prufukeyra þetta í Bandaríkjunum en búist er við að notendur víða fái þennan möguleika innan skamms. Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Facebook er um þessar mundir að prufukeyra nýjung sem leyfir þeim sem hafa nýlega lent í sambandsslitum að minnka það sem þeir sjá frá fyrrverandi, án þess að þurfa að hætta að vera vinur viðkomandi á samfélagsmiðlinum. Nýjungin „Take a Break" kemur upp eftir að sambandsslit eru gerð opinber á Facebook. Með henni er hægt að takmarka hvað maður sér frá fyrrverandi og hvað fyrrverandi sér frá manni á fréttaveitunni (e. News Feed). Ef valið er að „sjá minna" þá mun fyrrverandi hverfa af fréttaveitunni, auk þess verður manni ekki boðið að setja hann inn á myndir. Hins vegar getur maður áfram séð heimasíðu viðkomandi. Maður getur líka valið að takmarka hvað fyrrverandi sér frá manni sjálfum. Með þeirri stillingu sér fyrrverandi ekki nýjar stöðuuppfærslur eða myndir hjá manni. Forsvarsmenn Facebook hafa uppgötvað að mörgum þyki minningar á samfélagsmiðlinum óþægilegar og því má koma í veg fyrir að þær birtist. Það má afturkalla allar þessar breytingar þegar sárin af sambandsslitunum eru búin að gróa. Fyrrverandi verður ekki látinn vita að maður hafi sett á þessar stillingar. Í augnablikinu er verið að prufukeyra þetta í Bandaríkjunum en búist er við að notendur víða fái þennan möguleika innan skamms.
Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira