Lífið

Íslenskt Bollywood-myndband vekur stormandi lukku

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Skógafoss lætur ljós sitt skína í myndbandinu
Skógafoss lætur ljós sitt skína í myndbandinu Vísir/Skjáskot
Það ætlaði allt um koll að keyra á Indlandi í gær þegar myndbandið við lagið Gerua sem verður í kvikmyndinni Dilwale var frumsýnt á YouTube. Indversku Bollywood-kvikmyndastjörurnar Shah Rukh Khan og Kajol leika í myndbandinu sem var að öllu leyti tekið upp á Íslandi.

Þegar þetta er skrifað hafa rúmlega ein og hálf milljón manna horft á myndbandið sem er ægifagurt en Sólheimasandur, Seljalandsfoss, Skógafoss og Fjallsárlón eru m.a. í stórum hlutverkum ásamt leikurunum tveimur.

Sjá einnig: Kóngur Bollywood búinn að læra íslenskt orð

Eins og glöggir lesendur Vísis muna birti Shah Rukh Khan myndir af sér fyrr í sumar þegar hann var staddur á Íslandi við tökur myndbandsins. Fengu framleiðendur myndarinnar m.a. lánað appelsínugult Kawasaki-mótorhjól Kópavogsbúans Krystian Sikora en rétt glittir í það í upphafi myndbandsins.

Shak Rukh Khan er gjarnan kallaður kóngurinn af Bollywood og er einn tekjuhæsti leikari heims. Beðið er myndarinnar Dilwale með mikilli eftirvæntingu en indverski fjölmiðilinn Times of India var með beina útsendingu frá frumsýningu myndarinnar.

Sjá einnig: Ríkasti leikari Indlands fékk lánað mótorhjól Kópavogsbúa

Að sögn utanríkisráðuneytisins var myndbandið tekið upp hér á landi með aðstoð sendiráðs Íslands á Indlandi og Íslandsstofu en sendiráðið hefir unnið að því undanfarin ár að vekja athygli Bollywood og annara kvikmyndavera á Indlandi á Íslandi sem tökustað fyrir kvikmyndir.

Myndbandið má sjá hér að neðan og ljóst að landkynning Íslands vindur bara ofan á sig en ekki er langt síðan Justin Bieber birti Íslandsmyndband sitt.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.