Tempura grænmeti með heimalöguðu beikonmajónesi 20. nóvember 2015 09:00 Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar og auðveldar uppskriftir í þætti sínum Eldhúsið hans Eyþórs, á Stöð 2 fram að jólum. Tempura grænmeti með heimalöguðu beikonmajónesi Beikonmajónes 1 bréf beikon 3 eggjarauður 300 ml olía bragðlaus 1 stk. sítrónasjávarsalt ½ hvítlauksrif 1 tsk. Dijon sinnep Hnífsoddur af cayanna piparSkerið beikonið smátt niður og steikið á pönnu þar til það er stökkt og fallegt. Setjið þrefalt lag af eldhúspappír á disk og hellið beikoninu yfir á hann og þerrið. Setjið eggjarauðurnar í hrærivél og þeytið saman. Hellið olíunni smám saman út í eggjarauðurnar þar til olían er búin. Takið majónesið úr skálinni og smakkið það til með sítrónusafanum og kryddunum. Bætið í lokin fínt skorna beikoninu út í majónesið Tempura deig100 g hveiti1 msk. maizena1/2 tsk. salt200 ml sódavatn4 ísmolarSetjið þurrefnin saman í stóra skál og bætið svo sódavatninu smám saman út í. Setjið ísmolana útí í lokin svo að deigið haldist kalt á meðan þið eruð að nota það. Veltið grænmetinu upp úr deiginu og steikið það við 190 gráður í potti eða djúpsteikingarpotti í 2 mín. Berið grænmetið fram með beikonmajónesinu og sítrónu þetta er frábær réttur til að byrja gott matarboð. Eyþór Rúnarsson Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Sjónvarpskokkurinn Eyþór Rúnarsson gefur gómsætar og auðveldar uppskriftir í þætti sínum Eldhúsið hans Eyþórs, á Stöð 2 fram að jólum. Tempura grænmeti með heimalöguðu beikonmajónesi Beikonmajónes 1 bréf beikon 3 eggjarauður 300 ml olía bragðlaus 1 stk. sítrónasjávarsalt ½ hvítlauksrif 1 tsk. Dijon sinnep Hnífsoddur af cayanna piparSkerið beikonið smátt niður og steikið á pönnu þar til það er stökkt og fallegt. Setjið þrefalt lag af eldhúspappír á disk og hellið beikoninu yfir á hann og þerrið. Setjið eggjarauðurnar í hrærivél og þeytið saman. Hellið olíunni smám saman út í eggjarauðurnar þar til olían er búin. Takið majónesið úr skálinni og smakkið það til með sítrónusafanum og kryddunum. Bætið í lokin fínt skorna beikoninu út í majónesið Tempura deig100 g hveiti1 msk. maizena1/2 tsk. salt200 ml sódavatn4 ísmolarSetjið þurrefnin saman í stóra skál og bætið svo sódavatninu smám saman út í. Setjið ísmolana útí í lokin svo að deigið haldist kalt á meðan þið eruð að nota það. Veltið grænmetinu upp úr deiginu og steikið það við 190 gráður í potti eða djúpsteikingarpotti í 2 mín. Berið grænmetið fram með beikonmajónesinu og sítrónu þetta er frábær réttur til að byrja gott matarboð.
Eyþór Rúnarsson Grænmetisréttir Uppskriftir Mest lesið Vildi milljón pund, bauðst hálf og afþakkaði boðið Lífið Búa í einstakri þakíbúð í miðborginni en Halli keypti líka æskuheimilið sitt á móti Lífið „Er þetta kannski eitthvað sem þú vilt senda okkur í tölvupósti“ Lífið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Ungfrú Danmörk fegurst allra Lífið Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Bíó og sjónvarp Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Edrú í eitt ár Lífið Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ Tónlist Lára og Jens verða mamma og pabbi Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira