Lífið

Brennó ekki bara sport fyrir skólakrakka: „Þetta er alvöru“

Lilja katrín gunnarsdóttir skrifar
Margir Íslendingar kannast við brennó af skólalóðinni en færri vita að konur á öllum aldri hittast tvisvar sinnum í viku til að spila boltaíþróttina í Kórnum í Kópavogi.

Ísland í dag kíkti á eina æfingu hjá brennóbombunum og komst að því að brennó er ekki eingöngu saklaust sport fyrir skólakrakka heldur keppnisíþrótt sem spiluð er af miklum móð.

Allar konur eru velkomnar að spila brennó í Kórnum klukkan 21 á mánudags- og miðvikudagskvöldum en hægt er að hafa samband við brennóbomburnar á Facebook-síðu hópsins.

Eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði eru konurnar sammála um að í brennó fái þær mikla útrás enda hægt að dúndra konu og aðra niður aftur og aftur og aftur. Umfram allt sé þetta þó skemmtileg hreyfing en brennóhópurinn gerir ýmislegt annað saman en að spila brennó og halda til dæmis afar hressandi bjórkvöld saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.