Elsku feðraveldi Magnús Guðmundsson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Elsku feðraveldi, veistu, þegar þú segir mér að róa mig og halda bara kjafti, hveturu mig áfram til að öskra af öllu afli þú getur ekki stoppað það sem þú veist að er að koma þú skilur ekki erfiðið, þú ert ekki kona. Það var kraftur í stelpunum úr Hagaskóla sem unnu Skrekk á mánudagskvöldið og hér fyrir ofan er eitt af erindunum sem þær fluttu á sviði Borgarleikhússins. Og það er rétt hjá þeim að við, þessir miðaldra karlar, skiljum hvorki hvernig það er að vera kona né það afl sem er að koma. En við getum hlustað og við getum reynt. Í gegnum aldirnar hafa konur þurft að þola ofbeldi, kúgun og mismunun af hálfu ráðandi afla, s.s. karla. Og þó svo breytingar hafi orðið til batnaðar á íslensku samfélagi, fyrir tilstilli kröftugra og baráttuglaðra kvenna, vantar enn mikið upp á að konur búi við jafnrétti. Um það ber ótalmargt vitni svo sem staða kvenna í íslenskri pólitík, testósterónmagnið í hæstarétti, launamunur kynjanna og svo mætti áfram telja. Því miður. Vald feðraveldisins í gegnum aldirnar byggist ekki síst á líkamlegum styrk, líkamlegri valdbeitingu og viðhorfi valdsins til líkama kvenna, hlutverks hans og hlutgervingar. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er óneitanlega umhugsunarefni í þessu samhengi. Með frumvarpinu gefst þess kostur að konur láni viljugar líkama sinn til meðgöngu og fæðingar barns með öllu sem því fylgir, líkamlega og andlega. En slíkt ku vera umtalsvert erfiði sem aðeins sú sem reynt hefur getur skilið til fulls. Barnleysi er efalítið ákaflega erfitt og ekki ætla ég mér að skilja það til fulls frekar en meðgönguna. En það kemur þó ekki að óvart að Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum skuli gagnrýna frumvarpið harðlega eins og kom fram í frétt RÚV síðastliðinn mánudag. Rannsóknarstofnunin vísar til hinnar lífseigu hugmyndar um hina góðu og fórnfúsu konu sem er reiðubúin til þess að láta eigin hamingju og hag víkja fyrir lífshamingju annarra og gagnrýnir einnig ýmsa fleti frumvarpsins. En tími slíkra hugmynda er liðinn. Tími nýrrar kynslóðar kvenna er runninn upp og okkur sem eldri erum ber að hlusta og læra. Staðgöngumæðrun er einfalt dæmi um flókið og erfitt mál þar sem hugmyndir okkar um líkama kvenna, stöðu þeirra í samfélaginu, réttindi og möguleika eru að veði. Valdið yfir líkama sínum þarf að vera kvenna og aðeins kvenna, ekki samfélagslegs þrýstings eða úreltra hugmynda. Eða eins og stelpurnar í Hagaskóla sögðu sjálfar: Stelpur, krefjumst jafnréttis, látum ekkert stoppa okkur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Skrekkur Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Elsku feðraveldi, veistu, þegar þú segir mér að róa mig og halda bara kjafti, hveturu mig áfram til að öskra af öllu afli þú getur ekki stoppað það sem þú veist að er að koma þú skilur ekki erfiðið, þú ert ekki kona. Það var kraftur í stelpunum úr Hagaskóla sem unnu Skrekk á mánudagskvöldið og hér fyrir ofan er eitt af erindunum sem þær fluttu á sviði Borgarleikhússins. Og það er rétt hjá þeim að við, þessir miðaldra karlar, skiljum hvorki hvernig það er að vera kona né það afl sem er að koma. En við getum hlustað og við getum reynt. Í gegnum aldirnar hafa konur þurft að þola ofbeldi, kúgun og mismunun af hálfu ráðandi afla, s.s. karla. Og þó svo breytingar hafi orðið til batnaðar á íslensku samfélagi, fyrir tilstilli kröftugra og baráttuglaðra kvenna, vantar enn mikið upp á að konur búi við jafnrétti. Um það ber ótalmargt vitni svo sem staða kvenna í íslenskri pólitík, testósterónmagnið í hæstarétti, launamunur kynjanna og svo mætti áfram telja. Því miður. Vald feðraveldisins í gegnum aldirnar byggist ekki síst á líkamlegum styrk, líkamlegri valdbeitingu og viðhorfi valdsins til líkama kvenna, hlutverks hans og hlutgervingar. Frumvarp Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra um staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni er óneitanlega umhugsunarefni í þessu samhengi. Með frumvarpinu gefst þess kostur að konur láni viljugar líkama sinn til meðgöngu og fæðingar barns með öllu sem því fylgir, líkamlega og andlega. En slíkt ku vera umtalsvert erfiði sem aðeins sú sem reynt hefur getur skilið til fulls. Barnleysi er efalítið ákaflega erfitt og ekki ætla ég mér að skilja það til fulls frekar en meðgönguna. En það kemur þó ekki að óvart að Rannsóknarstofnun í jafnréttisfræðum skuli gagnrýna frumvarpið harðlega eins og kom fram í frétt RÚV síðastliðinn mánudag. Rannsóknarstofnunin vísar til hinnar lífseigu hugmyndar um hina góðu og fórnfúsu konu sem er reiðubúin til þess að láta eigin hamingju og hag víkja fyrir lífshamingju annarra og gagnrýnir einnig ýmsa fleti frumvarpsins. En tími slíkra hugmynda er liðinn. Tími nýrrar kynslóðar kvenna er runninn upp og okkur sem eldri erum ber að hlusta og læra. Staðgöngumæðrun er einfalt dæmi um flókið og erfitt mál þar sem hugmyndir okkar um líkama kvenna, stöðu þeirra í samfélaginu, réttindi og möguleika eru að veði. Valdið yfir líkama sínum þarf að vera kvenna og aðeins kvenna, ekki samfélagslegs þrýstings eða úreltra hugmynda. Eða eins og stelpurnar í Hagaskóla sögðu sjálfar: Stelpur, krefjumst jafnréttis, látum ekkert stoppa okkur!
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun