Andri Freyr rauk út úr stúdíóinu og skellti á eftir sér Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2015 11:52 Guðrún Sóley hrærði svo upp í reynsluboltanum Andra að hann missti sig í beinni útsendingu. Þeim Andra Frey Viðarssyni og Guðrúnu Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarmönnum á Rás 2, lenti harkalega saman í beinni útsendingu í gær. Fastur liður í morgunþætti Rásar 2 er sá að Andri Freyr komi undir lok þáttar og kynni það sem er í Virkum morgnum, þætti hans sem tekur við. Útvarpshlustendum brá nokkuð í brún, enda ekki vanir átökum af þessu tagi í sjálfu ríkisútvarpinu en afar grunnt virtist á því góða milli hans og svo Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur sem hafði umsjá með morgunþættinum ásamt Jóni Þór Helgasyni. Þeim samskiptum lauk með því að Andri Freyr rauk út úr útsendingu í fússi. Rígurinn snerist um tónlistarsmekk og svo lífsstílsblogg Andra Freys, en hann furðaði sig á því að Guðrúnu Sóley þætti það svona fyndið. Þegar svo kom að því að ræða hvað væri á dagskrá hjá Andra Frey, spurði Guðrún Sóley hvort ætti að breyta eitthvað til, hafa eitthvað skemmtilegt, tók Andri Freyr því óstinnt upp: „Þú ert svo leiðinleg að ég nenni ekki að koma hérna lengur.“ Og við svo búið rauk hann út eftir skammvinnar orðahnippingar. Samkvæmt heimildum Vísis var haldinn hálfgildings neyðarfundur um samstarfsörðugleika milli dagskrárgerðarmanna á Rás 2 en Guðrún Sóley vísar því alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Neinei, þetta var svo agnarsmátt að engin ástæða var til að funda um þetta,“ segir Guðrún Sóley og segir þetta storm í vatnsglasi. „Þetta var allt á ljúfu nótunum.“ En, það getur nú fokið í Austfirðinginn? „Já er það? Nei, hann Andri er svo ljúfur,“ segir Guðrún Sóley og vill meina að þeirra samskipti hafi verið í hinu mesta gríni, í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Hún segir að þetta hafi verið til þess eins fallið að skerpa á kærleikanum þeirra á milli.Hér má hlusta á umrædda rimmuna sem er undir lok þáttar, 1:28:00, og ef þetta er grín verður að segjast að þau Guðrún Sóley og Andri Freyr sýna þarna leikhæfileika svo af ber. Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Þeim Andra Frey Viðarssyni og Guðrúnu Sóley Gestsdóttir, dagskrárgerðarmönnum á Rás 2, lenti harkalega saman í beinni útsendingu í gær. Fastur liður í morgunþætti Rásar 2 er sá að Andri Freyr komi undir lok þáttar og kynni það sem er í Virkum morgnum, þætti hans sem tekur við. Útvarpshlustendum brá nokkuð í brún, enda ekki vanir átökum af þessu tagi í sjálfu ríkisútvarpinu en afar grunnt virtist á því góða milli hans og svo Guðrúnar Sóleyjar Gestsdóttur sem hafði umsjá með morgunþættinum ásamt Jóni Þór Helgasyni. Þeim samskiptum lauk með því að Andri Freyr rauk út úr útsendingu í fússi. Rígurinn snerist um tónlistarsmekk og svo lífsstílsblogg Andra Freys, en hann furðaði sig á því að Guðrúnu Sóley þætti það svona fyndið. Þegar svo kom að því að ræða hvað væri á dagskrá hjá Andra Frey, spurði Guðrún Sóley hvort ætti að breyta eitthvað til, hafa eitthvað skemmtilegt, tók Andri Freyr því óstinnt upp: „Þú ert svo leiðinleg að ég nenni ekki að koma hérna lengur.“ Og við svo búið rauk hann út eftir skammvinnar orðahnippingar. Samkvæmt heimildum Vísis var haldinn hálfgildings neyðarfundur um samstarfsörðugleika milli dagskrárgerðarmanna á Rás 2 en Guðrún Sóley vísar því alfarið á bug, í samtali við Vísi. „Neinei, þetta var svo agnarsmátt að engin ástæða var til að funda um þetta,“ segir Guðrún Sóley og segir þetta storm í vatnsglasi. „Þetta var allt á ljúfu nótunum.“ En, það getur nú fokið í Austfirðinginn? „Já er það? Nei, hann Andri er svo ljúfur,“ segir Guðrún Sóley og vill meina að þeirra samskipti hafi verið í hinu mesta gríni, í tilefni af Degi íslenskrar tungu. Hún segir að þetta hafi verið til þess eins fallið að skerpa á kærleikanum þeirra á milli.Hér má hlusta á umrædda rimmuna sem er undir lok þáttar, 1:28:00, og ef þetta er grín verður að segjast að þau Guðrún Sóley og Andri Freyr sýna þarna leikhæfileika svo af ber.
Mest lesið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Lífið Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Matargleði Evu: Dýrindis páskalamb Matur Veikindafríi Páls Óskars lokið Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Sjá meira
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp