Lífið

Madonna brotnaði niður á sviðinu: „Við megum ekki leyfa þeim að þagga niður í okkur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Madonna átti mjög erfitt í Stokkhólmi.
Madonna átti mjög erfitt í Stokkhólmi. vísir
Söngkonan Madonna brotnaði niður á tónleikum í Stokkhólmi á laugardagskvöldið vegna atburðanna í París á föstudagskvöldið þegar 129 voru myrtir víða um borgina.

Hljómsveitirnar U2Foo FightersColdplay og fleiri hættu við tónleika sína um helgina vegna atburðanna og Madonna ætlaði sér einnig að fresta sínum tónleikum.

Hún sagði á laugardagskvöldið að það hafi verið mjög erfitt að komast í gegnum tónleikana en ef hún hefði frestað þeim, þá væru þessir hryðjuverkamenn að vinna, það væri nákvæmlega það sem þeir vildu.

„Af hverju er ég hér upp á sviði að dansa og að skemmta mér?," sagði hún á sviðinu.

„Á sama tíma er fólk að gráta og syrgja ástvini sína. Ég gat ekki hætt við, því það er það sem þetta fólk vill, þau vilja þagga niður í okkur og við getum ekki leyft því að gerast, við megum aldrei leyfa því að gerast.“

Hér að neðan má sjá þessa tilfinningaþrungu ræðu Madonnu og eftir hana tók hún lagið Like a Prayer






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.