Högni með tvo þrista á 33 sekúndum og Valur eina taplausa liðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2015 09:30 Högni Egilsson, söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, er að spila með toppliði 1. deildar karla í körfubolta. Vísir/Getty Sigurganga Valsmanna hélt áfram í 1. deild karla í körfubolta í gær og er liðið nú það eina í deildinni sem hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu. Valsmenn unnu 111-69 sigur á Ármanni í gærkvöldi og eru eina ósigraða liðið eftir að Þórsarar töpuðu á móti Fjölni í Grafarvogi á sama tíma. Það var fyrsta tap Þórsara í deildinni í vetur. Högni Egilsson, söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, komst á blað í 1. deildinni, í leiknum í gær en hann var þá 6 stig, 2 stolna bolta og 4 villur á tæpum tólf mínútum. Högni hitti úr báðum þriggja stiga skotum sínum í leiknum en hann skoraði tvo þrista á 33 sekúndum í seinni hálfleiknum.Sjá einnig:Skoraði þriggjastiga körfu á móti Íslandsmeisturunum Högni er eins og er með fullkoma þriggja stiga skotnýtingu í 1. deildinni því þetta eru fyrstu tvö þriggja stiga skot hans í deildinni á tímabilinu. Jamie Jamil Stewart skoraði 27 stig fyrir Val og fyrirliðinn Benedikt Blöndal var með 18 stig. Leifur Steinn Arnason skoraði 12 stig og Illugi Auðunsson bætti við 11 stigum, 13 fráköstum og 7 stoðsendingum. Collin Anthony Pryor var með 27 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar fyrir Fjölni í 80-72 sigri á Þór og Egill Egilsson bætti við 24 stigum og 11 fráköstum. Danero Thomas var með 24 stig og 12 fráköst fyrir Þórsliðið og hin ungi 216 sentímetra leikmaður Þórs, Tryggvi Snær Hlinason, var með 17 stig, 10 fráköst og 4 varin skot.Úrslit og stigaskor úr leikjum gærkvöldsins í 1. deild karla í körfubolta:Valur-Ármann 111-69 (23-9, 27-17, 22-23, 39-20)Valur: Jamie Jamil Stewart Jr. 27/5 stoðsendingar, Benedikt Blöndal 18/5 fráköst, Leifur Steinn Arnason 12/7 fráköst, Illugi Auðunsson 11/13 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Rúnar Sigurðsson 9/8 fráköst, Elías Orri Gíslason 9/6 stoðsendingar, Sigurður Dagur Sturluson 7, Högni Egilsson 6, Þorgeir Kristinn Blöndal 6/8 fráköst, Friðrik Þjálfi Stefánsson 4.Ármann: Dagur Hrafn Pálsson 21/10 fráköst, Elvar Steinn Traustason 14, Pétur Þór Jakobsson 12, Sigurbjörn Jónsson 6/8 fráköst, Magnús Ingi Hjálmarsson 6, Guðni Sumarliðason 3, Snorri Páll Sigurðsson 2/6 stoðsendingar, Guðni Páll Guðnason 2, Andrés Kristjánsson 2, Þorsteinn Hjörleifsson 1.Fjölnir-Þór Ak. 80-72 (21-15, 15-24, 24-20, 20-13)Fjölnir: Collin Anthony Pryor 27/13 fráköst/5 stoðsendingar, Egill Egilsson 24/11 fráköst, Róbert Sigurðsson 16/6 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 9/4 fráköst, Þorgeir Freyr Gíslason 2, Árni Elmar Hrafnsson 2.Þór Ak.: Danero Thomas 24/12 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 17/10 fráköst/4 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Andrew Jay Lehman 10/6 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 9/4 fráköst, Sindri Davíðsson 2. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Högni í Hjaltalín sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær Högni Egilsson, söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær í leik Vals og KR í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta. 23. september 2015 14:45 Sjáðu þristinn hjá Högna í Hjaltalín | Myndband Högni Egilsson dró fram körfuboltaskóna þegar Valur og KR mættust í Fyrirtækjabikarnum í gær. 23. september 2015 19:22 Högni kemur fram einn í fyrsta skipti "Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður. 19. september 2015 10:00 Skoraði þriggjastiga körfu á móti Íslandsmeisturunum Högni Egilsson tónlistarmaður og meðlimur Hjaltalín og Gus Gus lék með meistaraflokki Vals gegn Íslandsmeisturum KR í deildarbikarkeppni KKÍ. Hann hyggur á frekari afrek á körfuboltavellinum. 24. september 2015 07:00 Ísland í dag: Högni í Hjaltalín kennir Margréti Maack körfubolta Margrét hitti Högna og spilaði körfu í hælaskóm. 26. september 2015 12:11 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Sigurganga Valsmanna hélt áfram í 1. deild karla í körfubolta í gær og er liðið nú það eina í deildinni sem hefur unnið alla leiki sína á tímabilinu. Valsmenn unnu 111-69 sigur á Ármanni í gærkvöldi og eru eina ósigraða liðið eftir að Þórsarar töpuðu á móti Fjölni í Grafarvogi á sama tíma. Það var fyrsta tap Þórsara í deildinni í vetur. Högni Egilsson, söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, komst á blað í 1. deildinni, í leiknum í gær en hann var þá 6 stig, 2 stolna bolta og 4 villur á tæpum tólf mínútum. Högni hitti úr báðum þriggja stiga skotum sínum í leiknum en hann skoraði tvo þrista á 33 sekúndum í seinni hálfleiknum.Sjá einnig:Skoraði þriggjastiga körfu á móti Íslandsmeisturunum Högni er eins og er með fullkoma þriggja stiga skotnýtingu í 1. deildinni því þetta eru fyrstu tvö þriggja stiga skot hans í deildinni á tímabilinu. Jamie Jamil Stewart skoraði 27 stig fyrir Val og fyrirliðinn Benedikt Blöndal var með 18 stig. Leifur Steinn Arnason skoraði 12 stig og Illugi Auðunsson bætti við 11 stigum, 13 fráköstum og 7 stoðsendingum. Collin Anthony Pryor var með 27 stig, 13 fráköst og 5 stoðsendingar fyrir Fjölni í 80-72 sigri á Þór og Egill Egilsson bætti við 24 stigum og 11 fráköstum. Danero Thomas var með 24 stig og 12 fráköst fyrir Þórsliðið og hin ungi 216 sentímetra leikmaður Þórs, Tryggvi Snær Hlinason, var með 17 stig, 10 fráköst og 4 varin skot.Úrslit og stigaskor úr leikjum gærkvöldsins í 1. deild karla í körfubolta:Valur-Ármann 111-69 (23-9, 27-17, 22-23, 39-20)Valur: Jamie Jamil Stewart Jr. 27/5 stoðsendingar, Benedikt Blöndal 18/5 fráköst, Leifur Steinn Arnason 12/7 fráköst, Illugi Auðunsson 11/13 fráköst/7 stoðsendingar, Sigurður Rúnar Sigurðsson 9/8 fráköst, Elías Orri Gíslason 9/6 stoðsendingar, Sigurður Dagur Sturluson 7, Högni Egilsson 6, Þorgeir Kristinn Blöndal 6/8 fráköst, Friðrik Þjálfi Stefánsson 4.Ármann: Dagur Hrafn Pálsson 21/10 fráköst, Elvar Steinn Traustason 14, Pétur Þór Jakobsson 12, Sigurbjörn Jónsson 6/8 fráköst, Magnús Ingi Hjálmarsson 6, Guðni Sumarliðason 3, Snorri Páll Sigurðsson 2/6 stoðsendingar, Guðni Páll Guðnason 2, Andrés Kristjánsson 2, Þorsteinn Hjörleifsson 1.Fjölnir-Þór Ak. 80-72 (21-15, 15-24, 24-20, 20-13)Fjölnir: Collin Anthony Pryor 27/13 fráköst/5 stoðsendingar, Egill Egilsson 24/11 fráköst, Róbert Sigurðsson 16/6 fráköst, Garðar Sveinbjörnsson 9/4 fráköst, Þorgeir Freyr Gíslason 2, Árni Elmar Hrafnsson 2.Þór Ak.: Danero Thomas 24/12 fráköst, Tryggvi Snær Hlinason 17/10 fráköst/4 varin skot, Þröstur Leó Jóhannsson 10/4 fráköst/5 stoðsendingar, Andrew Jay Lehman 10/6 fráköst, Ragnar Helgi Friðriksson 9/4 fráköst, Sindri Davíðsson 2.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Högni í Hjaltalín sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær Högni Egilsson, söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær í leik Vals og KR í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta. 23. september 2015 14:45 Sjáðu þristinn hjá Högna í Hjaltalín | Myndband Högni Egilsson dró fram körfuboltaskóna þegar Valur og KR mættust í Fyrirtækjabikarnum í gær. 23. september 2015 19:22 Högni kemur fram einn í fyrsta skipti "Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður. 19. september 2015 10:00 Skoraði þriggjastiga körfu á móti Íslandsmeisturunum Högni Egilsson tónlistarmaður og meðlimur Hjaltalín og Gus Gus lék með meistaraflokki Vals gegn Íslandsmeisturum KR í deildarbikarkeppni KKÍ. Hann hyggur á frekari afrek á körfuboltavellinum. 24. september 2015 07:00 Ísland í dag: Högni í Hjaltalín kennir Margréti Maack körfubolta Margrét hitti Högna og spilaði körfu í hælaskóm. 26. september 2015 12:11 Mest lesið Einkunnir Íslands: Vafasöm varnarlína Fótbolti Neymar getur tekið bílinn með sér upp í nýju þakíbúðina Fótbolti X eftir landsleikinn: Skiptar skoðanir um Hareide og hettan hans Bellamy Fótbolti Liðin sem fóru upp í A-deild og liðin í umspilinu með Íslandi Fótbolti „Leikplan sem við vorum ekki alveg tilbúnir í“ Fótbolti „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Handbolti „Það er hundleiðinlegt að tapa svona stórt“ Fótbolti Hareide: „Verður að spyrja KSÍ“ Fótbolti „Bara svona skítatilfinning“ Handbolti Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Sjá meira
Högni í Hjaltalín sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær Högni Egilsson, söngvari hljómsveitarinnar Hjaltalín, sneri aftur á körfuboltavöllinn í gær í leik Vals og KR í Fyrirtækjabikar karla í körfubolta. 23. september 2015 14:45
Sjáðu þristinn hjá Högna í Hjaltalín | Myndband Högni Egilsson dró fram körfuboltaskóna þegar Valur og KR mættust í Fyrirtækjabikarnum í gær. 23. september 2015 19:22
Högni kemur fram einn í fyrsta skipti "Þetta er eitthvað sem mig hefur langað að gera lengi,“ segir Högni Egilsson tónlistarmaður. 19. september 2015 10:00
Skoraði þriggjastiga körfu á móti Íslandsmeisturunum Högni Egilsson tónlistarmaður og meðlimur Hjaltalín og Gus Gus lék með meistaraflokki Vals gegn Íslandsmeisturum KR í deildarbikarkeppni KKÍ. Hann hyggur á frekari afrek á körfuboltavellinum. 24. september 2015 07:00
Ísland í dag: Högni í Hjaltalín kennir Margréti Maack körfubolta Margrét hitti Högna og spilaði körfu í hælaskóm. 26. september 2015 12:11