Illvirkin í París Guðmundur Andri Thorsson skrifar 16. nóvember 2015 07:00 Sumar borgir eru ekki bara aðsetur milljóna manna og vettvangur fyrir daglegt líf þess heldur verða táknmyndir tiltekinna hugmynda og hugsjóna vegna sögu sinnar og hefða sem þar hafa myndast. París er þannig borg. Við hugsum um París og óðara spretta upp ótal nafnorð með ákveðnum greini sem við tengjum við þessa borg: Ástin, fegurðin, tískan, matargerðarlistin, skynsemin, rökræðan, já og listin. Allir ismarnir sem þar hafa dafnað. París er höfuðborg.Verðmæti sekúlarismans Ekki síst er borgin vagga Upplýsingarinnar og sekúlarismans, sem er meðal helstu menningarverðmæta Evrópu. Það táknar að við megum leita sannleikans sjálf en þurfum ekki að taka við honum auðsveip með oblátunni úr lófa klerka eða fallast umyrðalaust á sýnir manna sem segir frá í gömlum bókum. Það táknar að við eigum að nota sjálf á okkur hausinn, okkur ber að efast, prófa, rökræða, rugla og raða. Þessu nátengd eru gildin sem franska byltingin færði okkur þrátt fyrir allt: frelsi, jafnrétti og bræðralag. Það táknar að enginn er okkur æðri og enginn er okkur lægri: um göturnar ganga bræður mínir og systur sem njóta sömu réttinda og ég, og geta á hverjum degi um frjálst höfuð strokið. París hefur gegnum aldirnar verið griðastaður fyrir ótal ólíka hugsuði og frumkvöðla, listamenn og landflótta baráttumenn: þar héldu spænsku málararnir sig á tímum fasismans, þar fengu skáld og hugsuðir á flótta undan alræðisríkjum sovétkommúnismans hæli; og þar fékk sjálfur Khomeini skjól undan írönskum yfirvöldum um árabil uns hann sneri aftur til að færa þjóð sinni bókstafstrú og kúgun. París er tákn fjölmenningar og fjölbreytni, og illvirkin um helgina eru árás á allt það sem við tengjum við hið opna þjóðfélag og hugsjónir þess. En samt. Gleymum því ekki að morð snúast ekki um hugsjónir – ekki í rauninni; morð beinast að einstaklingum; það eru manneskjur með sína sögu og sína kosti sem eru myrtar og saga þeirra stöðvuð í miðjum klíðum. Illvirkjarnir í París réðust inn í líf ókunnugs og óviðkomandi fólks og tóku sér þar vald. Það er höfuðsynd. Og sjálfsmorðsárás er hin ýtrasta synd gegn lífinu, og erfitt að hugsa sér nokkra iðju sem vitnar um aðra eins ónáttúru og öfughneigð, því að það er í eðli þess sem lifir að vilja lifa – og lifa eins vel og því er unnt. Illvirkjarnir í París réðust inn í líf fjölda manns, drápu fólk og særðu af handahófi, til þess að vekja hatur á sér og öllum þeim sem gætu verið þeir.Árás á evrópska múslima Því þetta er auðvitað árás á múslima – í nafni íslam. Það hvarflar að manni að markmið illvirkjanna sé að gera múslimum lífið óbærilegt í Evrópu, magna upp ofsóknir á hendur þeim og láta þá finna enn sterkar en áður fyrir höfnun og andúð samfélagsins, svo að hljómgrunnur aukist í þeirra röðum fyrir hugmyndafræði samtakanna. Markmiðið er þetta: Að í hvert sinn sem ungur arabískur karlmaður komi inn á kaffihús eða matsölustað verði allir hræddir um líf sitt. Að sérhver múslimi sé hugsanlegur terroristi. Nú sé stríð. Víða um miðausturlönd er fólk á flótta undan þeim hroðalega mannsöfnuði sem kennir sig nokkuð digurbarkalega við íslamskt ríki. Mannvonsku þeirra manna sem þarna vaða áfram eru engin takmörk sett, engu líkara en að hér séu ungir karlmenn í nokkurs konar mannjöfnuði, þar sem keppt er í fólsku og grimmd. Við höfum ótal dæmi um slíka hópa í sögu mannkynsins, í öllum álfum, á öllum tímum, innan allra trúarbragða og hugmyndakerfa – í nafni allra hugsjóna. Svona lýður voru þeir „víkingar“ sem sumir Íslendingar hafa furðu mikla löngun til að tengja sig við. Evrópa geymir mörg dæmi um svipaða hópa, þau nýjustu eru frá fyrrum Júgóslavíu fyrir síðustu aldamót þar sem viðurstyggileg óhæfuverk á borð við fjöldamorð og skipulegar nauðganir voru unnin af kristnum mönnum á múslimskum samborgunum sínum, og til allrar hamingju báru Íslendingar gæfu til að taka á móti hópi flóttafólks undan því fáránlega stríði. Oft eru þetta flokkar karla sem flosnað hafa upp úr félagslegu umhverfi sínu eða standa höllum fæti, finnst litið niður á sig, þeir niðurlægðir, tilgangslausir, iðjulausir, sögulausir og umkomulausir, en sækja svo sjálfsvirðingu í einhverja misjafnlega afbakaða hugmynd um menningararf sem gefur þeim eitthvað til að berjast fyrir – tilfinningu fyrir eigin virði og trú og því að vera hluti af alheimsafli, baráttu fyrir því sem þeim er sagt úr öllum áttum að þeir standi fyrir. Hér á Norðurlöndum höfum við einkum orðið fyrir barðinu á þessum mönnum í mynd hvítra rasista sem framið hafa sín tilviljanakenndu hryðjuverk á mjög líkan hátt og illvirkjarnir gerðu í París. Þetta er allt sama liðið. Sé á annað borð eitthvert stríð í gangi þá eru þeir allir í sama hernum í þessu stríði. Þeir herja á okkur hin; fólk sem vill lifa sínu fremur ósögulega lífi í sátt við aðra og erum kristin, trúlaus, búddistar, múslimar, heiðin eða trúarleg viðrini. Við tökum á móti með okkar vopnum: upplýsingu, samræðu, skynsemi, kærleika, frelsi, jafnrétti og bræðralagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun
Sumar borgir eru ekki bara aðsetur milljóna manna og vettvangur fyrir daglegt líf þess heldur verða táknmyndir tiltekinna hugmynda og hugsjóna vegna sögu sinnar og hefða sem þar hafa myndast. París er þannig borg. Við hugsum um París og óðara spretta upp ótal nafnorð með ákveðnum greini sem við tengjum við þessa borg: Ástin, fegurðin, tískan, matargerðarlistin, skynsemin, rökræðan, já og listin. Allir ismarnir sem þar hafa dafnað. París er höfuðborg.Verðmæti sekúlarismans Ekki síst er borgin vagga Upplýsingarinnar og sekúlarismans, sem er meðal helstu menningarverðmæta Evrópu. Það táknar að við megum leita sannleikans sjálf en þurfum ekki að taka við honum auðsveip með oblátunni úr lófa klerka eða fallast umyrðalaust á sýnir manna sem segir frá í gömlum bókum. Það táknar að við eigum að nota sjálf á okkur hausinn, okkur ber að efast, prófa, rökræða, rugla og raða. Þessu nátengd eru gildin sem franska byltingin færði okkur þrátt fyrir allt: frelsi, jafnrétti og bræðralag. Það táknar að enginn er okkur æðri og enginn er okkur lægri: um göturnar ganga bræður mínir og systur sem njóta sömu réttinda og ég, og geta á hverjum degi um frjálst höfuð strokið. París hefur gegnum aldirnar verið griðastaður fyrir ótal ólíka hugsuði og frumkvöðla, listamenn og landflótta baráttumenn: þar héldu spænsku málararnir sig á tímum fasismans, þar fengu skáld og hugsuðir á flótta undan alræðisríkjum sovétkommúnismans hæli; og þar fékk sjálfur Khomeini skjól undan írönskum yfirvöldum um árabil uns hann sneri aftur til að færa þjóð sinni bókstafstrú og kúgun. París er tákn fjölmenningar og fjölbreytni, og illvirkin um helgina eru árás á allt það sem við tengjum við hið opna þjóðfélag og hugsjónir þess. En samt. Gleymum því ekki að morð snúast ekki um hugsjónir – ekki í rauninni; morð beinast að einstaklingum; það eru manneskjur með sína sögu og sína kosti sem eru myrtar og saga þeirra stöðvuð í miðjum klíðum. Illvirkjarnir í París réðust inn í líf ókunnugs og óviðkomandi fólks og tóku sér þar vald. Það er höfuðsynd. Og sjálfsmorðsárás er hin ýtrasta synd gegn lífinu, og erfitt að hugsa sér nokkra iðju sem vitnar um aðra eins ónáttúru og öfughneigð, því að það er í eðli þess sem lifir að vilja lifa – og lifa eins vel og því er unnt. Illvirkjarnir í París réðust inn í líf fjölda manns, drápu fólk og særðu af handahófi, til þess að vekja hatur á sér og öllum þeim sem gætu verið þeir.Árás á evrópska múslima Því þetta er auðvitað árás á múslima – í nafni íslam. Það hvarflar að manni að markmið illvirkjanna sé að gera múslimum lífið óbærilegt í Evrópu, magna upp ofsóknir á hendur þeim og láta þá finna enn sterkar en áður fyrir höfnun og andúð samfélagsins, svo að hljómgrunnur aukist í þeirra röðum fyrir hugmyndafræði samtakanna. Markmiðið er þetta: Að í hvert sinn sem ungur arabískur karlmaður komi inn á kaffihús eða matsölustað verði allir hræddir um líf sitt. Að sérhver múslimi sé hugsanlegur terroristi. Nú sé stríð. Víða um miðausturlönd er fólk á flótta undan þeim hroðalega mannsöfnuði sem kennir sig nokkuð digurbarkalega við íslamskt ríki. Mannvonsku þeirra manna sem þarna vaða áfram eru engin takmörk sett, engu líkara en að hér séu ungir karlmenn í nokkurs konar mannjöfnuði, þar sem keppt er í fólsku og grimmd. Við höfum ótal dæmi um slíka hópa í sögu mannkynsins, í öllum álfum, á öllum tímum, innan allra trúarbragða og hugmyndakerfa – í nafni allra hugsjóna. Svona lýður voru þeir „víkingar“ sem sumir Íslendingar hafa furðu mikla löngun til að tengja sig við. Evrópa geymir mörg dæmi um svipaða hópa, þau nýjustu eru frá fyrrum Júgóslavíu fyrir síðustu aldamót þar sem viðurstyggileg óhæfuverk á borð við fjöldamorð og skipulegar nauðganir voru unnin af kristnum mönnum á múslimskum samborgunum sínum, og til allrar hamingju báru Íslendingar gæfu til að taka á móti hópi flóttafólks undan því fáránlega stríði. Oft eru þetta flokkar karla sem flosnað hafa upp úr félagslegu umhverfi sínu eða standa höllum fæti, finnst litið niður á sig, þeir niðurlægðir, tilgangslausir, iðjulausir, sögulausir og umkomulausir, en sækja svo sjálfsvirðingu í einhverja misjafnlega afbakaða hugmynd um menningararf sem gefur þeim eitthvað til að berjast fyrir – tilfinningu fyrir eigin virði og trú og því að vera hluti af alheimsafli, baráttu fyrir því sem þeim er sagt úr öllum áttum að þeir standi fyrir. Hér á Norðurlöndum höfum við einkum orðið fyrir barðinu á þessum mönnum í mynd hvítra rasista sem framið hafa sín tilviljanakenndu hryðjuverk á mjög líkan hátt og illvirkjarnir gerðu í París. Þetta er allt sama liðið. Sé á annað borð eitthvert stríð í gangi þá eru þeir allir í sama hernum í þessu stríði. Þeir herja á okkur hin; fólk sem vill lifa sínu fremur ósögulega lífi í sátt við aðra og erum kristin, trúlaus, búddistar, múslimar, heiðin eða trúarleg viðrini. Við tökum á móti með okkar vopnum: upplýsingu, samræðu, skynsemi, kærleika, frelsi, jafnrétti og bræðralagi.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun