Björgvin Karl og Katrín Tanja Íslandsmeistarar í Crossfit | Myndir Anton Ingi Leifsson skrifar 15. nóvember 2015 15:01 Björgvin Karl er Íslandsmeistari í karlaflokki og Katrín Tanja í kvennaflokki. vísir/daníel Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru Íslandsmeistarar í Crossfit 2015, en Reebok Throwdown 2015, fór fram um helgina. Spennan var mikil fyrir lokadaginn, en lokagreinarnar fóru fram í Digranesinu í dag. Björgvin Karl Guðmundsson, úr Crossfit Hengli, hafði tólf stiga forystu fyrir lokadaginn í dag. Hann hélt forystunni í dag og vann samanlagða stigakeppnina þrátt fyrir að hafa ekki unnið neina grein í dag. Björgvin, sem fékk brons á síðustu heimsmeistaraleikum, vann með 818 stig, en næstur kom Jakob Daníel Magnússon, Crossfit Hafnarfirði, með 805 stig. Þriðja sætið hreppti Árni Björn Kristjánssonar úr Crossfit XY með 725 stig.Sjá einnig: Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Spennan var líka mikil kvennamegin. Heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir, Reebok Crossfit Reykjavík, leiddi fyrir lokadaginn í dag og hélt hún forystunni. Hún vann með fimmtán stiga mun, en hún vann eina grein í dag. Samtals hlaut Katrín Tanja 895 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir úr Crossfit Suðurnes, þriðja sætið frá síðustu heimsmeistaraleikum, lenti í öðru sæti með 880 stig og Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Þuríður Erla Helgadóttir úr Crossfit Sport, lenti í þriðja sæti með 842 stig.Katrín Tanja, til vinstri, stóð uppi sem sigurvegari, en Ragnheiður Sara, til hægri, lenti í öðru sæti.vísir/daníelÍ flokki 35-39 ára varð Arnar Elíasson úr Crossfit Hamri hlutskarpastur með 476 stig, en í kvennaflokki var það Ingunn Lúðvíksdóttir sem vann með 482 stig. Hún kemur úr Crossfit Sport. Harpa Melsteð úr Crossfit Hafnarfirði vann í flokki 40-44 í kvennaflokki með 482 stig, en hjá körlunum í flokki 40-44 vann Evert Víglundsson með 494 stig. Hann keppir fyrir Reebok Crossfit Reykjavík. Í flokki 45-49 fékk Guðjón Arinbjörnsson 382 stig og stóð uppi sem meistari, en hann keppir fyrir Crossfit XY. Í kvennaflokki var það Þórdís Ingvadóttir úr Crossfit Akureyri sem vann með 394 stig. Í 50+ voru þrír keppendur karlamegin og þrír kvenanmegin, en Benedikt Hálfdanarson vann karlakeppnina með 388 stig. Hann keppir fyrir Crossfit Sport, en Ingibjörg Gunnarsdóttir vann hjá konunum með 400 stig. Hún keppir einnig fyrir Crossfit Sport. Myndaveislu frá mótinu í boði Daníels Rúnarssonar má sjá hér efst í greinni og einnig verður innslag frá mótinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/Daníel CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Mikil spenna er fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í Crossfit, Reebok Throwdown 2015, en fyrstu tveir dagarnir hafa verið fjörugir. Björgvin Karl Guðmundsson leiðir karlamegin, en hjá konunum er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. 14. nóvember 2015 21:27 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Björgvin Karl Guðmundsson og Katrín Tanja Davíðsdóttir eru Íslandsmeistarar í Crossfit 2015, en Reebok Throwdown 2015, fór fram um helgina. Spennan var mikil fyrir lokadaginn, en lokagreinarnar fóru fram í Digranesinu í dag. Björgvin Karl Guðmundsson, úr Crossfit Hengli, hafði tólf stiga forystu fyrir lokadaginn í dag. Hann hélt forystunni í dag og vann samanlagða stigakeppnina þrátt fyrir að hafa ekki unnið neina grein í dag. Björgvin, sem fékk brons á síðustu heimsmeistaraleikum, vann með 818 stig, en næstur kom Jakob Daníel Magnússon, Crossfit Hafnarfirði, með 805 stig. Þriðja sætið hreppti Árni Björn Kristjánssonar úr Crossfit XY með 725 stig.Sjá einnig: Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Spennan var líka mikil kvennamegin. Heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir, Reebok Crossfit Reykjavík, leiddi fyrir lokadaginn í dag og hélt hún forystunni. Hún vann með fimmtán stiga mun, en hún vann eina grein í dag. Samtals hlaut Katrín Tanja 895 stig. Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir úr Crossfit Suðurnes, þriðja sætið frá síðustu heimsmeistaraleikum, lenti í öðru sæti með 880 stig og Íslandsmeistarinn frá því í fyrra, Þuríður Erla Helgadóttir úr Crossfit Sport, lenti í þriðja sæti með 842 stig.Katrín Tanja, til vinstri, stóð uppi sem sigurvegari, en Ragnheiður Sara, til hægri, lenti í öðru sæti.vísir/daníelÍ flokki 35-39 ára varð Arnar Elíasson úr Crossfit Hamri hlutskarpastur með 476 stig, en í kvennaflokki var það Ingunn Lúðvíksdóttir sem vann með 482 stig. Hún kemur úr Crossfit Sport. Harpa Melsteð úr Crossfit Hafnarfirði vann í flokki 40-44 í kvennaflokki með 482 stig, en hjá körlunum í flokki 40-44 vann Evert Víglundsson með 494 stig. Hann keppir fyrir Reebok Crossfit Reykjavík. Í flokki 45-49 fékk Guðjón Arinbjörnsson 382 stig og stóð uppi sem meistari, en hann keppir fyrir Crossfit XY. Í kvennaflokki var það Þórdís Ingvadóttir úr Crossfit Akureyri sem vann með 394 stig. Í 50+ voru þrír keppendur karlamegin og þrír kvenanmegin, en Benedikt Hálfdanarson vann karlakeppnina með 388 stig. Hann keppir fyrir Crossfit Sport, en Ingibjörg Gunnarsdóttir vann hjá konunum með 400 stig. Hún keppir einnig fyrir Crossfit Sport. Myndaveislu frá mótinu í boði Daníels Rúnarssonar má sjá hér efst í greinni og einnig verður innslag frá mótinu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.Vísir/Daníel
CrossFit Tengdar fréttir Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Mikil spenna er fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í Crossfit, Reebok Throwdown 2015, en fyrstu tveir dagarnir hafa verið fjörugir. Björgvin Karl Guðmundsson leiðir karlamegin, en hjá konunum er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. 14. nóvember 2015 21:27 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Fótbolti Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Handbolti Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Fótbolti Fleiri fréttir Gefur Los Angeles Lakers A í einkunn en Dallas fær falleinkunn Salah orðinn sá sjötti markahæsti í sögunni: „Erum á réttri leið“ „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ United sækir annað ungstirni frá Arsenal Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Dagskráin í dag: Lokaþáttur Grindavíkur Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Hákon lagði upp og Lille stökk upp um tvö sæti Grátlegt tap í framlengdum leik Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Madrídingar misstigu sig gegn fallbaráttuliði Espanyol Úlfarnir héldu út og fjarlægjast fallsvæðið Tólf stig Elvars dugðu ekki til í botnslagnum Botnliðið vann mikilvægan sigur og Everton fór illa með Refina Kane með tvö mörk þegar Bæjarar sluppu með skrekkinn Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Grein Morgunblaðsins til skammar Hafdís Nína með þrennu í stórsigri á Færeyjum Salah sá um sjóðheita Bournemouth-menn Elanga og Wood með þrennur þegar Forest skoraði sjö mörk Ísak Bergmann með mark að hætti pabba síns Cecilía Rán hélt markinu hreinu í áttunda sinn Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika „Ég trúi því ekki að þetta sé að fara að gerast“ Gaf sautján stoðsendingar og Ármannsstelpur áfram einar taplausar Neymar fær að spila í treyjunni hans Pele Sjá meira
Björgvin Karl og Katrín Tanja leiða á Íslandsmótinu í Crossfit fyrir lokadaginn | Myndir Mikil spenna er fyrir lokadaginn á Íslandsmótinu í Crossfit, Reebok Throwdown 2015, en fyrstu tveir dagarnir hafa verið fjörugir. Björgvin Karl Guðmundsson leiðir karlamegin, en hjá konunum er heimsmeistarinn Katrín Tanja Davíðsdóttir. 14. nóvember 2015 21:27