RÚV fær 800 milljón króna greiðslu vegna byggingarréttar Sæunn Gísladóttir skrifar 13. nóvember 2015 16:09 Magnús Geir Þórðarson er útvarpsstjóri RÚV, hann hefur lagt áherslu á hagræðingar í sínu starfi. Vísir/Stefán Í dag barst Ríkisútvarpinu ohf. innborgun vegna sölu byggingarréttar á hluta lóðar félagsins við Efstaleiti að upphæð 800 milljónir króna. Fjármunirnir eru nýttir til niðurgreiðslu skulda félagsins, segir í tilkynningu. Sala byggingarréttar er mikilvægur áfangi í fjárhagslegri endurskipulagningu Ríkisútvarpsins ohf. Áætlað er að ávinningur sölunnar í heild verði a.m.k. 1,5 milljarðar króna en hann ræðst af endanlega samþykktu deiliskipulagi. Nú er unnið að deiliskipulagi lóðarinnar á grundvelli vinningstillögu Arkþings um skipulag svæðisins. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um að ráðstöfunarheimild Ríkisútvarpsins yfir öllum lóðarréttindunum verði staðfest í samræmi við ákvæði þar um í fjáraukalögum fyrir árið 2015. Meðal hagræðingaaðgerða síðustu mánaða er endurskipulagning húsnæðismála RÚV, sem hefur minnkað við sig húsnæði í Útvarpshúsinu og leigt frá sér 2.750 fm til annarrar starfsemi. Þar kom einnig fram að nýlegt árshlutauppgjör félagsins sýnir jákvæðan viðsnúning í rekstri og að hagræðingaraðgerðir félagsins hafa skilað sér. Afkoma á tímabilinu 1.9.2014-31.8.2015 skilaði félagið hagnaði upp á 30,5 milljónir króna en tap ársins á undan (2013-2014) var 271 milljón króna eftir skatta. Rekstrarkostnaður lækkaði um 4,3% að raunvirði milli rekstrarára þrátt fyrir að kostnaður við dreifingu hækki á milli ára á grundvelli samnings um stafræna dreifingu frá árinu 2013. Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Sjá meira
Í dag barst Ríkisútvarpinu ohf. innborgun vegna sölu byggingarréttar á hluta lóðar félagsins við Efstaleiti að upphæð 800 milljónir króna. Fjármunirnir eru nýttir til niðurgreiðslu skulda félagsins, segir í tilkynningu. Sala byggingarréttar er mikilvægur áfangi í fjárhagslegri endurskipulagningu Ríkisútvarpsins ohf. Áætlað er að ávinningur sölunnar í heild verði a.m.k. 1,5 milljarðar króna en hann ræðst af endanlega samþykktu deiliskipulagi. Nú er unnið að deiliskipulagi lóðarinnar á grundvelli vinningstillögu Arkþings um skipulag svæðisins. Kaupsamningurinn er gerður með fyrirvara um að ráðstöfunarheimild Ríkisútvarpsins yfir öllum lóðarréttindunum verði staðfest í samræmi við ákvæði þar um í fjáraukalögum fyrir árið 2015. Meðal hagræðingaaðgerða síðustu mánaða er endurskipulagning húsnæðismála RÚV, sem hefur minnkað við sig húsnæði í Útvarpshúsinu og leigt frá sér 2.750 fm til annarrar starfsemi. Þar kom einnig fram að nýlegt árshlutauppgjör félagsins sýnir jákvæðan viðsnúning í rekstri og að hagræðingaraðgerðir félagsins hafa skilað sér. Afkoma á tímabilinu 1.9.2014-31.8.2015 skilaði félagið hagnaði upp á 30,5 milljónir króna en tap ársins á undan (2013-2014) var 271 milljón króna eftir skatta. Rekstrarkostnaður lækkaði um 4,3% að raunvirði milli rekstrarára þrátt fyrir að kostnaður við dreifingu hækki á milli ára á grundvelli samnings um stafræna dreifingu frá árinu 2013.
Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Fleiri fréttir Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Sjá meira