Hraðatakmörkunum létt af Nürburgring Finnur Thorlacius skrifar 13. nóvember 2015 09:18 Nürburgring brautin í Þýskalandi. Autoblog Margir kætast við það nú að hraðatakmörkunum hefur verið létt frá og með næstu áramótum af kappakstursbrautinni Nürburgring í Þýskalandi. Þær voru settar vegna tíðra slysa, meðal annars banaslysa á brautinni. Í kjölfarið var eigendum brautarinnar gert að bæta öryggi á henni og hefur verið bætt við vegriðum, fletja út miklar hækkanir hennar á ýmsum stöðum og banna áhorfendur á öðrum hættulegum stöðum. Það er akstursíþróttasambandið FIA sem samþykkt hefur þessar breytingar og með henni má aka eins hratt á henni og hver kýs. Með því er áfram hægt að keppa að metbætingum á henni og búast má við að ýmsir bílaframleiðendur nýti sér það á næstunni en þessi braut hefur verið viðmið fyrir getu bestu bíla heims og þar hefur farið fram mikil samkeppni í ýmsum flokkum bíla og tímar þeirra reglulega bættir. Í mars síðastliðnum varð banaslys á brautinni í VLN Endurance Championship keppni og í kjölfar þess voru hraðatakmarkanir settar á hluta brautarinnar og það fyrir alla bíla. Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent
Margir kætast við það nú að hraðatakmörkunum hefur verið létt frá og með næstu áramótum af kappakstursbrautinni Nürburgring í Þýskalandi. Þær voru settar vegna tíðra slysa, meðal annars banaslysa á brautinni. Í kjölfarið var eigendum brautarinnar gert að bæta öryggi á henni og hefur verið bætt við vegriðum, fletja út miklar hækkanir hennar á ýmsum stöðum og banna áhorfendur á öðrum hættulegum stöðum. Það er akstursíþróttasambandið FIA sem samþykkt hefur þessar breytingar og með henni má aka eins hratt á henni og hver kýs. Með því er áfram hægt að keppa að metbætingum á henni og búast má við að ýmsir bílaframleiðendur nýti sér það á næstunni en þessi braut hefur verið viðmið fyrir getu bestu bíla heims og þar hefur farið fram mikil samkeppni í ýmsum flokkum bíla og tímar þeirra reglulega bættir. Í mars síðastliðnum varð banaslys á brautinni í VLN Endurance Championship keppni og í kjölfar þess voru hraðatakmarkanir settar á hluta brautarinnar og það fyrir alla bíla.
Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent