Handbolti

Áttunda tap ÍR í röð

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sturla Ásgeirsson var markahæstur hjá ÍR í kvöld.
Sturla Ásgeirsson var markahæstur hjá ÍR í kvöld. Vísir
Ekkert gengur hjá ÍR sem tapaði í kvöld sínum áttunda leik í röð í Olísdeild karla í handbolta. Í þetta sinn fyrir FH, 31-24.

FH-ingar höfðu fjögurra marka forystu í hálfleik, 17-13, og unnu að lokum þægilegan sigur.

Einar Rafn Eiðsson skoraði sjö mörk fyrir FH og Ásbjörn Friðriksson sex. Hjá ÍR var Sturla Ásgeirsson markahæstur með fimm mörk.

Með sigrinum komst FH upp í tíu stig og er liðið í sjötta sætinu. ÍR er nú dottið niður í níunda og næstneðsta sætið en liðið er með átta stig, rétt eins og Grótta og Akureyri.

ÍR - FH 24-31 (13-17)

Mörk ÍR: Sturla Ásgeirsson 7, Arnar Birkir Hálfdánsson 5, Davíð Georgsson 5, Sigurður Óli Rúnarsson 2, Ingi Rafn Róbertsson 2, Ingvar Heiðmann Birgisson 2, Máni Gestsson 1.

Mörk FH: Einar Rafn Eiðsson 7, Ásbjörn Friðriksson 6, Benedikt Reynir Kristjánsson 5, Jóhann Birgir Ingvarsson 4, Halldór Ingi Jónasson 4, Theodór Ingi Pálmason 2, Hlynur Bjarnason 1, Andri Berg Haraldsson 1, Daníel Matthíasson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×