Lífið

Tveggja og hálfs árs barn tekur ástfóstri við Svarthöfðastefið

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Logi geimgengill og Svarthöfði.
Logi geimgengill og Svarthöfði.
Rúmlega half milljón manns hefur nú horft á myndband á netinu sem höfðar sérstaklega til aðdáenda Star Wars. Þar má heyra tveggja og hálfs árs gamalt barn syngja fyrir svefninn og er lagið af óvenjulegri gerð, í það minnsta fyrir aldurshópinn.

Lagið, Imperical March eftir John Williams, má hlusta á hér að neðan.

Faðir barnsins, Jonathan H. Liu, hefur birt myndband af barninu á YouTube þar sem hann upplýsir að fjölskyldan hafi horft saman á Star Wars. Eitt af uppáhaldsaugnablikum barnsins hafi verið þegar Svarthöfði birtist í mynd og hið fræga Imperial March stef hljómar.

Í myndbandinu að neðan má hlusta á barnið syngja stefið sem John Williams samdi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.