Lífið

#fimmanmín: Íslendingar hvattir til að borða fimm ávexti og grænmeti á dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fjöldi Íslendinga taka þátt.
Fjöldi Íslendinga taka þátt. vísir/instagram
„Ég er í  meistaranámi í lýðheilsu og er að keyra í gang forvarnarverkefni. Hugmyndin er að pósta mynd af sér með ávexti eða grænmeti undir kassamerkinu #fimmanmín,“ segir Guðrún Magnúsdóttir, 26 ára hjúkrunarfræðingur.  

Markmið verkefnisins er að hvetja fólk til þess að vera duglegra að borða grænmeti og ávexti en ráðlagður dagskammtur eru fimm á dag.

„Ég hef mikinn áhuga á matarvenjum og mataræði. Þaðan er hugmyndin sprottin. Hugmyndin er hvatning til fólks til þess að vera duglegra að borða ávexti og grænmeti en Embætti landlæknis ráðleggur að borða fimm stykki á dag til þess að uppfylla ráðlagðan dagskammt þeirra næringarefna.“

Guðrún Magnúsdóttir byrjaði þetta skemmtilega átak.vísir
Guðrún segir að viðbrögðin hafi verið frábær og hrannast inn myndir á samfélagsmiðla undir kassamerkinu #fimmanmín

Hér að neðan má sjá myndir undir þessu kassamerki á Instagram. Þar má sjá að Íslendingar virðast vera solgnir í ávexti og grænmeti. Átakið fer því vel af stað og spurning hvort átakið eigi eftir að skila tilsettum árangri. Guðrún er bjartsýn á framhaldið og vonar að fleiri komi til með að taka þátt. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×