Lífið

Neitaði að yfirgefa dauðan vin sinn

Samúel Karl Ólason skrifar
Mynd af hundi standa vörð um hræ vinar síns hefur farið víða um internetið á síðustu dögum. Myndin var tekin í Texas í Bandaríkjunum og er óhætt að segja að hjörtu hafi brostið við að sjá hana. Sjálfboðaliðar dýraathvarfs komu hundinum til aðstoðar eftir að hafa séð myndina og leituðu þeir eiganda hans.

Hundurinn var ómerktur og ekki með ól.

Sjálfboðaliðarnir sem komu honum til bjargar segja að hann hafi syrgt vin sinn og að líklega hafi hann dregið hinn hundinn af veginum eftir að ekið var á hann.

„Hann var eins og stytta og stóð vörð yfir hræi vinar síns,“ sagði Julie Fennell.

Good morning everyone, if you haven't seen the wonderful story of the Great Pyrnees who was found by rescuers over the...

Posted by Dallas Animal Services and Adoption Center on Tuesday, November 10, 2015
Enginn vissi hver ætti hundinn og var sögu hans dreift víða á samfélagsmiðlum og í fréttamiðlum.

Nú hefur komið í ljós að hundurinn heitir Brian og vinur hans hét Marley. Brian hafði strokið af heimili sínu á sunnudaginn eftir að eigendur hans gleymdu að loka bílskurðshurð. Hann er nú kominn aftur til eigenda sinna.

Hér að neðan má sjá frétt NBC frá því áður en eigendur Brian fundust.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×