Adele gaf frá sér lagið Hello á dögunum og það var allt gjörsamlega vitlaust. Sjaldan hefur lag frá henni fengið eins góðar viðtökur og þegar þessi frétt er skrifuð hafa yfir 320 milljónir manns horft á myndbandið við lagið.
Á dögunum kom hún fram á NRJ-tónlistarverðlaununum í Cannes sem franska útvarpsstöðin NRJ stendur fyrir á ári hverju. Þar tók hún lagið Hello og má sjá ótrúlegan flutning á laginu hér að neðan.