Viðvörun úr fortíðinni: Pólitík haturs og lýðskrums Lars Christensen skrifar 11. nóvember 2015 09:30 Þegar ég sé það sem er sagt um nýjan leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, Jeremy Corbyn, er ég hræddur um að við vanmetum breytingarnar á vilja kjósenda í Evrópu. Sagt er að Corbyn muni valda því að Verkamannaflokkurinn falli saman innan frá. Það má vel vera, en spyrjið ykkur að því hvers vegna hann var kosinn til að byrja með. Og spyrjið ykkur síðan af hverju Donald Trump gangi svona vel í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum, og að Syriza hafi stjórnað Grikklandi í hálft ár og muni líklega halda áfram að stjórna landinu um einhvern tíma. Það sem við sjáum er stjórnmál í stíl fjórða áratugarins. Þetta er pólitík fasista og kommúnista. Öfgarnar eru kannski miklu minni, en munið að svona hlutir gerast ekki á einni nóttu. Þetta er hægfara ferli þar sem menn í nasistabúningum fara í jakkaföt – eins og Svíþjóðardemókratarnir gera í Svíþjóð. Eða klæðast enn einkennisbúningum eins og Jobbik í Ungverjalandi. Þetta endurspeglar þá staðreynd að við erum nú komin átta ár inn í efnahagskreppu – sem ég tel aðallega afleiðingu misheppnaðrar peningamálastefnu – eins og var tilfellið á fjórða áratugnum. Hefðbundnum lýðræðislegum stjórnmálamönnum mistókst að koma okkur út úr þessari kreppu. Reyndar gerðu þeir illt verra og þess vegna er fólk, sem annars hefði aldrei kosið Corbyn, Trump, Jobbik eða Syriza, nú reiðubúið að hlusta á þá. Og þar sem hefðbundin lýðræðisleg stjórnmál eru nú orðin veikari í Bandaríkjunum og Evrópu eru nú menn með einræðistilburði, eins og Pútín, Erdogan, Orban og Assad, í auknum mæli farnir að stjórna umræðunni í Evrópu og heiminum. Við erum kannski á leið út úr kreppunni efnahagslega, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, en munið að það var líka tilfellið 1936. Bandaríkin höfðu gefið gullfótinn upp á bátinn eins og mörg Evrópuríki, en efnahagslegi viðsnúningurinn kom of seint til að breyta hinum pólitísku viðhorfum. Afleiðingarnar voru hörmulegar. Og nú þegar andúð á innflytjendum eykst bæði í Evrópu og Bandaríkjunum höfum við ástæðu til að óttast hið versta. Það er því miður margt líkt með Samdrættinum mikla og Kreppunni miklu. Það á einnig við um stjórnmál og alþjóðasamskipti þessara tíma: Lýðskrum, ofstæki, útlendingahatur, verndarstefna og stríð. Það sem við þurfum í staðinn er boðskapur vonar og bjartsýni. Það er kominn tími á gagnbyltingu gegn pólitík ótta og haturs. Það er kominn tími til að frjálslyndir vinstri- og hægrimenn tali opinskátt gegn þeim sem vilja loka landamærum fyrir vörum, fjármagni og fólki. Ef við mótmælum ekki rasisma og verndarstefnu Donalds Trump og efnahagslegum hugarórum Jeremys Corbyn munum við tapa frelsi okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Donald Trump Lars Christensen Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Þegar ég sé það sem er sagt um nýjan leiðtoga Verkamannaflokksins í Bretlandi, Jeremy Corbyn, er ég hræddur um að við vanmetum breytingarnar á vilja kjósenda í Evrópu. Sagt er að Corbyn muni valda því að Verkamannaflokkurinn falli saman innan frá. Það má vel vera, en spyrjið ykkur að því hvers vegna hann var kosinn til að byrja með. Og spyrjið ykkur síðan af hverju Donald Trump gangi svona vel í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum, og að Syriza hafi stjórnað Grikklandi í hálft ár og muni líklega halda áfram að stjórna landinu um einhvern tíma. Það sem við sjáum er stjórnmál í stíl fjórða áratugarins. Þetta er pólitík fasista og kommúnista. Öfgarnar eru kannski miklu minni, en munið að svona hlutir gerast ekki á einni nóttu. Þetta er hægfara ferli þar sem menn í nasistabúningum fara í jakkaföt – eins og Svíþjóðardemókratarnir gera í Svíþjóð. Eða klæðast enn einkennisbúningum eins og Jobbik í Ungverjalandi. Þetta endurspeglar þá staðreynd að við erum nú komin átta ár inn í efnahagskreppu – sem ég tel aðallega afleiðingu misheppnaðrar peningamálastefnu – eins og var tilfellið á fjórða áratugnum. Hefðbundnum lýðræðislegum stjórnmálamönnum mistókst að koma okkur út úr þessari kreppu. Reyndar gerðu þeir illt verra og þess vegna er fólk, sem annars hefði aldrei kosið Corbyn, Trump, Jobbik eða Syriza, nú reiðubúið að hlusta á þá. Og þar sem hefðbundin lýðræðisleg stjórnmál eru nú orðin veikari í Bandaríkjunum og Evrópu eru nú menn með einræðistilburði, eins og Pútín, Erdogan, Orban og Assad, í auknum mæli farnir að stjórna umræðunni í Evrópu og heiminum. Við erum kannski á leið út úr kreppunni efnahagslega, bæði í Bandaríkjunum og Evrópu, en munið að það var líka tilfellið 1936. Bandaríkin höfðu gefið gullfótinn upp á bátinn eins og mörg Evrópuríki, en efnahagslegi viðsnúningurinn kom of seint til að breyta hinum pólitísku viðhorfum. Afleiðingarnar voru hörmulegar. Og nú þegar andúð á innflytjendum eykst bæði í Evrópu og Bandaríkjunum höfum við ástæðu til að óttast hið versta. Það er því miður margt líkt með Samdrættinum mikla og Kreppunni miklu. Það á einnig við um stjórnmál og alþjóðasamskipti þessara tíma: Lýðskrum, ofstæki, útlendingahatur, verndarstefna og stríð. Það sem við þurfum í staðinn er boðskapur vonar og bjartsýni. Það er kominn tími á gagnbyltingu gegn pólitík ótta og haturs. Það er kominn tími til að frjálslyndir vinstri- og hægrimenn tali opinskátt gegn þeim sem vilja loka landamærum fyrir vörum, fjármagni og fólki. Ef við mótmælum ekki rasisma og verndarstefnu Donalds Trump og efnahagslegum hugarórum Jeremys Corbyn munum við tapa frelsi okkar.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun