Eltist ekki við tísku í skreytingum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 29. nóvember 2015 10:00 Vigdís segir jólin koma með eplum, greni og könglum. Fréttablaðið/GVA Fyrsti í aðventu er í dag og margir huga að því að búa til sinn eigin aðventukrans sem er vinsælt jólaskraut hér á landi. Flestir sem útbúa sína aðventukransa sjálfir setja fram eitthvert form af fjórum kertum. Möguleikarnir eru ótæmandi og takmarkast aðeins við ímyndunaraflið.Aðventukransatískan fer í hringi „Ég hef mjög einfaldan smekk, ef ég hef íslenska furu, köngla og rauð epli þá geta jólin komið fyrir mér,“ segir þingkonan og fyrsti Íslandsmeistarinn í blómaskreytingum, Vigdís Hauksdóttir. Aðventukransinn hennar í ár samanstendur einmitt af þessum hráefnum sem hún nefnir. Vigdís er alltaf með aðventukrans fyrir jólin en það er mismunandi eftir árum hvernig hún útfærir skreytinguna. „Ég fann þessa flottu skál í Góða hirðinum í september á spottprís,“ segir Vigdís sem er afar hagsýn að eigin sögn. Skálina sér hún svo fyrir sér að nota allan ársins hring. „Þó að þessi fjögur kerti séu bundin við aðventuna þá er bara rosalega flott að hafa svona afgerandi kertaskreytingar þegar sólin er sem lægst á lofti. Gott að hafa bara kertaljós meðan vonda veðrið gengur yfir. Ég hafði haustskreytingu í skálinni í haust, setti litla lauka í hana, nota hana núna undir jólaskreytingu og sé svo fyrir mér að vera með páskaskraut í henni um páskana, egg og fjaðrir.“ Vigdís er vel að sér í blómaskreytingum enda á hún að baki margra ára feril í þeim bransa áður en hún skellti sér í lögfræði og þaðan á þing. Hún hefur því fylgst með straumum og stefnum í aðventukransatískunni í gegnum árin „Tískan í aðventukrönsum gengum í hringi eins og öll önnur tíska,“ segir Vigdís sem segist þó sjálf ekki elta tískustrauma þegar kemur að þessu. Hún segir tískuna aðallega litatengda og minnist þess fyrir að um 25 árum hafi aðaltískulitirnir í aðventukrönsunum verið svartur, grár og hvítur. „Litatíska í blómaskreytingum er oft svona tveimur árum á undan fatatískunni.“ Vigdís fékk hráefni í kransinn í blómabúð og matvörubúð. Hún segir mikilvægt að passa upp á hlutföllin í skreytingunni. „Það þurfti að vera tiltölulega stórt efni í þessum stjaka því hann er svo stór. Þetta snýst svolítið mikið um litablöndun. Rautt, grænt og brúnt fer mjög vel saman og svo eru það hlutföllin. Þetta hefði orðið mjög ankannalegt hefði ég haft lítil kerti í stjakanum því hann er svo voldugur sjálfur. Hlutföllin og litasjatteringarnar þurfa að vera alveg í takt.“ Vigdís er aðeins byrjuð að undirbúa jólin. Hún segist þó ekki eiga sér margar fastar aðventuhefðir. „Ég kveiki á fyrsta kertinu hinn fyrsta í aðventu, svo er ég aðeins byrjuð að skreyta. Búin að setja krans á hurðina og smá jólaskraut, síðan bæti ég smá á þegar líða fer á mánuðinn.“Alda með kransinn.Nýtir fallega hluti í kransinn Alda B. Guðjónsdóttir stílisti hefur gert aðventukrans síðan hún byrjaði að halda heimili um tvítugt. „Undanfarin ár hefur það meira verið í því formi að setja eitthvað í bakka. Það tekur minni tíma og er ekki eins fast í hefðinni.“ Alda hendir sjaldnast því sem hún hefur sankað að sér og notar það sem hún á til. Hún segir nauðsynlegt að hafa smá greni með til að fá ilminn af því og leikur sér að því að setja það sem henni finnst fallegt eða skemmtilegt í bakkann. „Það er ekkert sérstakt þema en Jack Schelington fékk að vera með þetta árið og allir hausarnir hans. Enda er hefð hjá okkur krökkunum á jólin eftir sturtuna að horfa á Tim Burton´s Nightmare before Christmas. Það er nú svo mismunandi hvað okkur finnst fallegt en það þurfa finnst mér að vera í honum kerti og greni. Það er líka svo næs að fá jólailminn frá greninu. Svo breytist hvað manni finnst fallegt það sem mér fannst flott fyrir 10 árum er kannski ekki svo töff núna.“ Aðventan hjá Öldu fer í að njóta undirbúnings jólanna. „Ekkert stress samt. Fara á tónleika, rölt í búðir og finna eitthvað fallegt að gefa og baka piparkökuhús í einhverju formi. Í fyrra var það í formi Star Wars fighter. Svo er jólamyndatakan sem við krakkarnir gerum á hverju ári ómissandi á aðventunni.“Ómissandi hluti af aðventunni „Það er ómissandi hluti af aðventunni að vera með aðventukrans þó þeir séu vissulega mis metnaðarfullir hjá mér. Helsta verkefnið hjá mér að láta kertin endast aðventuna því ég vil helst hafa kveikt á honum alla daga og allan daginn,“ segir Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka. „Þetta er í rauninni ekki eiginlegur krans hjá mér því ég vil hafa þetta mjög einfalt. Ég nota oftast bakka eða jafnvel kökubakka og raða kertum ofan á. Síðustu ár hef ég notað leirbakka eftir Margréti Jóns en í ár langaði mig að nota fallegan hvítan trébakka undir kertin. Síðan skreyti ég með greni, könglum og öðru skrauti sem ég hef fallið fyrir.“ Eddu finnst fallegt að hafa skreytinguna frekar grófa. Hún vill hafa kransinn einfaldan og alls ekki mikið skreyttan eða glansandi. „Og könglarnir eru ómissandi með greninu. Síðan fer það eftir jólaskapinu hvort ég vilji hafa litríkt skraut og lituð kerti.“ Edda nýtur aðventunnar og á sér nokkrar fastar hefðir sem koma henni í jólaskap. „Bakstursilmurinn er algjörlega ómissandi á aðventunni og að hlusta á danska jólatónlist. Með bakstrinum drekk ég óhemju mikið af appelsíni og smakka kökudeigið aðeins of oft. Ef börnin spyrja hins vegar þá er ég að borða rúsínur. Svo eru það hinir árlega jólatónleikar hjá Baggalút sem færa manni jólin.“ Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Gyðingakökur Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hálfmánar Jól Svona gerirðu graflax Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gömul jólasveinanöfn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Mömmukökur bestar Jólin
Fyrsti í aðventu er í dag og margir huga að því að búa til sinn eigin aðventukrans sem er vinsælt jólaskraut hér á landi. Flestir sem útbúa sína aðventukransa sjálfir setja fram eitthvert form af fjórum kertum. Möguleikarnir eru ótæmandi og takmarkast aðeins við ímyndunaraflið.Aðventukransatískan fer í hringi „Ég hef mjög einfaldan smekk, ef ég hef íslenska furu, köngla og rauð epli þá geta jólin komið fyrir mér,“ segir þingkonan og fyrsti Íslandsmeistarinn í blómaskreytingum, Vigdís Hauksdóttir. Aðventukransinn hennar í ár samanstendur einmitt af þessum hráefnum sem hún nefnir. Vigdís er alltaf með aðventukrans fyrir jólin en það er mismunandi eftir árum hvernig hún útfærir skreytinguna. „Ég fann þessa flottu skál í Góða hirðinum í september á spottprís,“ segir Vigdís sem er afar hagsýn að eigin sögn. Skálina sér hún svo fyrir sér að nota allan ársins hring. „Þó að þessi fjögur kerti séu bundin við aðventuna þá er bara rosalega flott að hafa svona afgerandi kertaskreytingar þegar sólin er sem lægst á lofti. Gott að hafa bara kertaljós meðan vonda veðrið gengur yfir. Ég hafði haustskreytingu í skálinni í haust, setti litla lauka í hana, nota hana núna undir jólaskreytingu og sé svo fyrir mér að vera með páskaskraut í henni um páskana, egg og fjaðrir.“ Vigdís er vel að sér í blómaskreytingum enda á hún að baki margra ára feril í þeim bransa áður en hún skellti sér í lögfræði og þaðan á þing. Hún hefur því fylgst með straumum og stefnum í aðventukransatískunni í gegnum árin „Tískan í aðventukrönsum gengum í hringi eins og öll önnur tíska,“ segir Vigdís sem segist þó sjálf ekki elta tískustrauma þegar kemur að þessu. Hún segir tískuna aðallega litatengda og minnist þess fyrir að um 25 árum hafi aðaltískulitirnir í aðventukrönsunum verið svartur, grár og hvítur. „Litatíska í blómaskreytingum er oft svona tveimur árum á undan fatatískunni.“ Vigdís fékk hráefni í kransinn í blómabúð og matvörubúð. Hún segir mikilvægt að passa upp á hlutföllin í skreytingunni. „Það þurfti að vera tiltölulega stórt efni í þessum stjaka því hann er svo stór. Þetta snýst svolítið mikið um litablöndun. Rautt, grænt og brúnt fer mjög vel saman og svo eru það hlutföllin. Þetta hefði orðið mjög ankannalegt hefði ég haft lítil kerti í stjakanum því hann er svo voldugur sjálfur. Hlutföllin og litasjatteringarnar þurfa að vera alveg í takt.“ Vigdís er aðeins byrjuð að undirbúa jólin. Hún segist þó ekki eiga sér margar fastar aðventuhefðir. „Ég kveiki á fyrsta kertinu hinn fyrsta í aðventu, svo er ég aðeins byrjuð að skreyta. Búin að setja krans á hurðina og smá jólaskraut, síðan bæti ég smá á þegar líða fer á mánuðinn.“Alda með kransinn.Nýtir fallega hluti í kransinn Alda B. Guðjónsdóttir stílisti hefur gert aðventukrans síðan hún byrjaði að halda heimili um tvítugt. „Undanfarin ár hefur það meira verið í því formi að setja eitthvað í bakka. Það tekur minni tíma og er ekki eins fast í hefðinni.“ Alda hendir sjaldnast því sem hún hefur sankað að sér og notar það sem hún á til. Hún segir nauðsynlegt að hafa smá greni með til að fá ilminn af því og leikur sér að því að setja það sem henni finnst fallegt eða skemmtilegt í bakkann. „Það er ekkert sérstakt þema en Jack Schelington fékk að vera með þetta árið og allir hausarnir hans. Enda er hefð hjá okkur krökkunum á jólin eftir sturtuna að horfa á Tim Burton´s Nightmare before Christmas. Það er nú svo mismunandi hvað okkur finnst fallegt en það þurfa finnst mér að vera í honum kerti og greni. Það er líka svo næs að fá jólailminn frá greninu. Svo breytist hvað manni finnst fallegt það sem mér fannst flott fyrir 10 árum er kannski ekki svo töff núna.“ Aðventan hjá Öldu fer í að njóta undirbúnings jólanna. „Ekkert stress samt. Fara á tónleika, rölt í búðir og finna eitthvað fallegt að gefa og baka piparkökuhús í einhverju formi. Í fyrra var það í formi Star Wars fighter. Svo er jólamyndatakan sem við krakkarnir gerum á hverju ári ómissandi á aðventunni.“Ómissandi hluti af aðventunni „Það er ómissandi hluti af aðventunni að vera með aðventukrans þó þeir séu vissulega mis metnaðarfullir hjá mér. Helsta verkefnið hjá mér að láta kertin endast aðventuna því ég vil helst hafa kveikt á honum alla daga og allan daginn,“ segir Edda Hermannsdóttir, upplýsingafulltrúi Íslandsbanka. „Þetta er í rauninni ekki eiginlegur krans hjá mér því ég vil hafa þetta mjög einfalt. Ég nota oftast bakka eða jafnvel kökubakka og raða kertum ofan á. Síðustu ár hef ég notað leirbakka eftir Margréti Jóns en í ár langaði mig að nota fallegan hvítan trébakka undir kertin. Síðan skreyti ég með greni, könglum og öðru skrauti sem ég hef fallið fyrir.“ Eddu finnst fallegt að hafa skreytinguna frekar grófa. Hún vill hafa kransinn einfaldan og alls ekki mikið skreyttan eða glansandi. „Og könglarnir eru ómissandi með greninu. Síðan fer það eftir jólaskapinu hvort ég vilji hafa litríkt skraut og lituð kerti.“ Edda nýtur aðventunnar og á sér nokkrar fastar hefðir sem koma henni í jólaskap. „Bakstursilmurinn er algjörlega ómissandi á aðventunni og að hlusta á danska jólatónlist. Með bakstrinum drekk ég óhemju mikið af appelsíni og smakka kökudeigið aðeins of oft. Ef börnin spyrja hins vegar þá er ég að borða rúsínur. Svo eru það hinir árlega jólatónleikar hjá Baggalút sem færa manni jólin.“
Jólafréttir Jólaskraut Mest lesið Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Gyðingakökur Jól Saltpækill gerir kalkúna safaríkari Jól Hálfmánar Jól Svona gerirðu graflax Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Gömul jólasveinanöfn Jól Fylltar kalkúnabringur Jólin Innbökuð nautalund á hátíðarborðið Jólin Mömmukökur bestar Jólin