Sótsvört Jöræfi frá JÖR og 66°Norður Ritstjórn skrifar 27. nóvember 2015 09:00 Myndir/Magnús Unnar „Helsta áskorunin sem við glímdum við var að gera úlpu sem var í senn tæknileg og sem rímaði við okkar áherslu og fagurfræði. Eitthvað sem var nær því að vera tískuvara heldur en hreinn útivistarfatnaður án þess að fórna tæknilegum eiginleikum og tengingunni við sögu og arfleifð 66°NORÐUR. Ég tel okkur hafa náð mjög góðu jafnvægi í Jöræfi,“ segir Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður hjá JÖR um samstarf hans við útivistarmerkið 66°Norður sem lítur dagsins ljós í dag. Um er ræða úlpuna Jöræfi Parka, í kvenmannsútgáfu og karla, þar sem engu var til sparað í efnisvali en Gummi Jör, eins og einn vinsælasti hönnuður landsins gjarna er kallaður, hannaði úlpuna í nánu samstarfi við hönnunarteymi 66°Norður þar sem takmarkið var að sameina sérstöðu JÖR OG 66°Norður í eina flík. Hönnuðurinn Guðmundur Jörundsson í lok sýningar sinnar í fyrra.vísir/andri marinó Jöræfi er kolvört, vatnheld úlpa einangruð með Primaloft örtrefjafyllingu og til að toppa þetta er dýralæknavottað refaskinn á hettunni sem einnig er búið að lita svart. Auk úlpunnar kemur sérstök JÖR útgáfa af húfukollunum vinsælu frá 66°Norður sem og vatnsheldur poki. „JÖR er búið að vera að gera mjög spennandi hluti undanfarin ár og við teljum líka mjög mikilvægt, verandi fyrirtæki með um 90 ára reynslu af hönnun og eigin framleiðslu, að miðla áfram þeirri reynslu sem býr í fyrirtækinu og vinna með íslenskum hönnuðum. Einnig er það virkilega spennandi hvað fyrirtækin eru ólík og því skemmtileg áskorun að búa til vöru sem endurspeglar sérstöðu beggja vörumerkjanna,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður. Jöræfi mun aðeins koma í takmörkuðu upplagi til að byrja með og verður samstarfið frumsýnt á eftir kl. 17 í verslun 66°Norður við Bankastræti. Spennandi samstarf sem lofar góðu af myndunum að dæma, en teymið á bakvið auglýsingaherferðina voru Magnús Unnar, ljósmyndari og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, listrænn stjórnandi JÖR. #JÖR66NORTH A photo posted by JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON (@jor_by_gudmundurjorundsson) on Nov 16, 2015 at 6:04am PST #JÖR66NORTH A photo posted by JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON (@jor_by_gudmundurjorundsson) on Nov 25, 2015 at 2:49am PST Glamour Tíska Mest lesið Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Aprílgabb sem gekk of langt Glamour Kjóll Kate Middleton selst enn og aftur upp á örskotstundu Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Nordstrom hættir að selja vörur Ivanka Trump Glamour
„Helsta áskorunin sem við glímdum við var að gera úlpu sem var í senn tæknileg og sem rímaði við okkar áherslu og fagurfræði. Eitthvað sem var nær því að vera tískuvara heldur en hreinn útivistarfatnaður án þess að fórna tæknilegum eiginleikum og tengingunni við sögu og arfleifð 66°NORÐUR. Ég tel okkur hafa náð mjög góðu jafnvægi í Jöræfi,“ segir Guðmundur Jörundsson, yfirhönnuður hjá JÖR um samstarf hans við útivistarmerkið 66°Norður sem lítur dagsins ljós í dag. Um er ræða úlpuna Jöræfi Parka, í kvenmannsútgáfu og karla, þar sem engu var til sparað í efnisvali en Gummi Jör, eins og einn vinsælasti hönnuður landsins gjarna er kallaður, hannaði úlpuna í nánu samstarfi við hönnunarteymi 66°Norður þar sem takmarkið var að sameina sérstöðu JÖR OG 66°Norður í eina flík. Hönnuðurinn Guðmundur Jörundsson í lok sýningar sinnar í fyrra.vísir/andri marinó Jöræfi er kolvört, vatnheld úlpa einangruð með Primaloft örtrefjafyllingu og til að toppa þetta er dýralæknavottað refaskinn á hettunni sem einnig er búið að lita svart. Auk úlpunnar kemur sérstök JÖR útgáfa af húfukollunum vinsælu frá 66°Norður sem og vatnsheldur poki. „JÖR er búið að vera að gera mjög spennandi hluti undanfarin ár og við teljum líka mjög mikilvægt, verandi fyrirtæki með um 90 ára reynslu af hönnun og eigin framleiðslu, að miðla áfram þeirri reynslu sem býr í fyrirtækinu og vinna með íslenskum hönnuðum. Einnig er það virkilega spennandi hvað fyrirtækin eru ólík og því skemmtileg áskorun að búa til vöru sem endurspeglar sérstöðu beggja vörumerkjanna,“ segir Fannar Páll Aðalsteinsson, markaðsstjóri 66°Norður. Jöræfi mun aðeins koma í takmörkuðu upplagi til að byrja með og verður samstarfið frumsýnt á eftir kl. 17 í verslun 66°Norður við Bankastræti. Spennandi samstarf sem lofar góðu af myndunum að dæma, en teymið á bakvið auglýsingaherferðina voru Magnús Unnar, ljósmyndari og Hrafnhildur Hólmgeirsdóttir, listrænn stjórnandi JÖR. #JÖR66NORTH A photo posted by JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON (@jor_by_gudmundurjorundsson) on Nov 16, 2015 at 6:04am PST #JÖR66NORTH A photo posted by JÖR by GUÐMUNDUR JÖRUNDSSON (@jor_by_gudmundurjorundsson) on Nov 25, 2015 at 2:49am PST
Glamour Tíska Mest lesið Óþekkjanleg Blake Lively í nýju hlutverki Glamour Solange Knowles er tískudrottning tónlistarsenunnar Glamour Lena Dunham og America Ferrera gerðu grín að Trump Glamour Sjónvarpsmynd um líf Britney Spears í vinnslu Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour Aprílgabb sem gekk of langt Glamour Kjóll Kate Middleton selst enn og aftur upp á örskotstundu Glamour Flottar yfirhafnir fyrir næsta vetur hjá Burberry Glamour Bella Hadid er mætt til Cannes Glamour Nordstrom hættir að selja vörur Ivanka Trump Glamour