Viðhorf og vanlíðan steinunn anna sigurjónsdóttir skrifar 27. nóvember 2015 14:00 Vísir/Getty Bíddu!! Ertu ekki sálfræðingur? Þessari setningu er oft góðlátlega kastað fram þegar ég segist vera kvíðin eða döpur. Enda koma margir til mín til þess að losna við kvíða eða aðrar neikvæðar tilfinningar. Er óhamingjusamur sálfræðingur sem kvíðir tannlæknaheimsóknum og frestar því að fara í heimabankann kannski eins og feitur Herbalife-sali eða drykkjusjúkur áfengisráðgjafi? Ég held nú að flestir átti sig á því að sálfræðingar eru manneskjur eins og aðrir. En samt virðist umræðan í samfélaginu oft snúast um að vanlíðan sé óeðlilegt ástand og ég hitti marga sem hræðast neikvæðar tilfinningar. Þetta viðhorf okkar til neikvæðra tilfinninga er gagnlegt. Staðreyndin er sú að lífið er bara drulluerfitt! Það er öllum erfitt, börnum, unglingum og fullorðnum. Að sjálfsögðu viljum við öll að börnunum okkar líði sem best, en við viljum heldur ekki hlífa þeim svo mikið við vanlíðan að þau fríki út þegar þau verða fullorðin og lenda í raunverulegum atburðum sem vekja hjá þeim reiði, sorg, vanmátt, kvíða, depurð, einmanaleika, skömm o.s.frv. Mun mikilvægara er að þau læri að greina vanlíðan og bregðast við henni á hjálplegan hátt. Einnig skiptir máli að læra að þola vanlíðan, án þess að baka sér meiri vandræði með eigin viðbrögðum, því svo líður hún hjá. Ertu að segja að vanlíðan sé bara aumingjaskapur og að við séum búin að sjúkdómsvæða samfélagið? Vó!!! Nei, við getum alls ekki fullyrt að allir þeir sem finni fyrir þunglyndi eða kvíða séu með nákvæmlega sama styrkleika á tilfinningum. Það er einnig gríðarlegur munur á bakgrunni og baklandi fólks sem auðvitað getur bæði hjálpað eða verið hindrun. En heilt á litið held ég að það sé mikilvægt fyrir okkur foreldra að tala um neikvæðar tilfinningar sem eðlilegan part af lífinu. Kannski ættum við að tala um erfiðar tilfinningar frekar en neikvæðar tilfinningar. Sum börn og sumir fullorðnir eru hreinlega með stærri tilfinningar en aðrir, það þarf minna til að ræsa tilfinningakerfið og það er lengur að ná sér niður aftur. En öll eigum við það sameiginlegt að geta lært að þola tilfinningar okkar.Dæmisaga Stefán og Björg eru bæði 16 ára. Gefum okkur að það séu 100 dagar á ári þar sem þau vakna í vanlíðan, 100 dagar á ári þar sem þau vakna í vellíðan og um 165 dagar á ári þar mitt á milli. Þau eru hins vegar með ólík viðhorf til þess hversu vel manni á að líða og hvernig beri að bregðast við vanlíðan. Stefán telur að hann verði að vera vel stemmdur til að takast á við daginn. Honum finnst mikilvægt að geta verið 100% í starfi og leik. Honum finnst óeðlilegt að líða illa svona marga daga á ári og veltir því fyrir sér hvað sé eiginlega að honum. Hann vill ekki að vinir hans viti hvernig honum líður og sér ekki tilgang með því að fara út ef hann heldur að það verði ekki gaman eða hann verði lélegur félagsskapur. Björg hefur alltaf talið að vanlíðan væri eðlilegt ástand sem allir upplifa. Hún gerir ekki ráð fyrir að lífið eigi að vera sérstaklega auðvelt eða skemmtilegt. Hún lítur á góða frammistöðu sem 70-100% eftir efnum og aðstæðum. Henni finnst einnig í lagi að vera stundum lélegur félagsskapur og meira máli skipta að mæta samt. Hún hefur almennt ekki áhyggjur af því að það sé óeðlilegt að líða illa. Bæði Stefán og Björg eiga erfitt með að fóta sig í menntaskóla. Þegar Stefán vaknar dapur er honum sama um allt og hann langar ekki fram úr rúminu. Hann sér fyrir sér að vera gagnslaus í vinnu eða skóla og lélegur félagsskapur. Hann meldar sig yfirleitt veikan eða skrópar í skólanum og liggur uppi í rúmi eða hangir í tölvunni þegar hann treystir sér ekki í skólann vegna vanlíðanar. Afleiðingin af þessu er að Stefán lendir reglulega í kvíða-depurðarvítahring þar sem nokkrir dagar af skrópi vegna þreytu eða áhugaleysis búa til kvíða við að mæta kennurum, yfirmönnum og samstarfsfólki en þá vill hann enn síður mæta þar sem hann upplifir sig þá orðinn of kvíðinn til að fara í skóla eða vinnu. Björg finnur fyrir sömu tilfinningum og Stefán á fyrsta ári í menntaskóla en hún heldur samt áfram að mæta í skólann og reynir að sinna náminu. Björg bregst við vanlíðan með tvenns konar hætti. Fyrstu viðbrögð hennar eru bara að leyfa sér að líða illa, ekki ofhugsa það og halda sínu striki, þ.e. mæta í skóla eða vinnu, fara í ræktina o.s.frv. þrátt fyrir að líða illa. Reynslan kennir henni að tilfinningar koma og fara og stundum er nætursvefn allt sem þarf. Hún reynir ekki að stjórna tilfinningum eða losna við þær. Þegar þessi aðferð dugar ekki til reynir hún að hugsa um vandann með langtímalausn í huga.Ólíkar lausnir á vanlíðan Skammtímalausn er eitthvað sem við grípum til og slekkur sem fyrst á vanlíðan og framkallar jafnvel skammtíma vellíðan í staðinn. Hér eru nokkur dæmi um skammtímalausnir:- Áfengi og fíkniefni- Sjónvarpsgláp- Tölva og sími- Ekki mæta í skóla eða vinnu- Ekki svara tölvupósti eða í síma- Hætta í tómstundum- Sjálfsskaði- Óhóflegur svefn- Matur eða svelti Skammtímalausnir auka vandann því þær fela ekki í sér að takast á við erfiðleika eða vanlíðan til lengri tíma litið. Langtímalausn snýst um að greina vandann og finna varanlegar lausnir. Ef þú ert að glíma við kvíða eða depurðarvanda er næstum bókað mál að langtímalausnin felur í sér aukna vanlíðan áður en þér fer að líða betur.- Gefðu tilfinningunni nafn.- Reyndu að greina hugsanir eða merkingu á bak við hana.- Finndu langtímalausn og settu hana í gang.- Sættu þig við að langtímalausnin tekur tíma og að á meðan getur vanlíðan aukist. Vanlíðan Bjargar í menntaskóla hefur að gera með það að hún er einmana og feimin. Af því að hún er feimin á hún fáa vini, af því hún á fáa vini er hún einmana og vegna þessa hvors tveggja skammast hún sín fyrir sjálfa sig og upplifir sig skrítna og óáhugaverða. Hún óttast einnig að detta úr framhaldsskóla því henni finnst erfitt að mæta í skólann sökum kvíða og vanmáttar gagnvart náminu. Langtímalausn Bjargar felur í sér að mæta áfram í skólann þrátt fyrir þessa vanlíðan vegna þess að það er erfitt að eignast fleiri vini innilokuð í herberginu eða ná tökum á náminu ef hún liggur sofandi heima. Til þess að líða vel á næsta ári þarf hún að stíga skref í átt að því að kynnast krökkunum og byrja að læra sem verða erfið til að byrja með. Ef þú veist ekki hvaða tilfinningu þú ert að upplifa þá ertu líklegri til að bregðast við vanlíðan með skammtímalausn sem eykur á vandann til lengri tíma litið. Stefán bregst við sömu vanlíðan og Björg er að upplifa með því að forðast allt sem eykur á vanlíðan, þ.e. skólann og krakkana. Í staðinn gerir hann frekar eitthvað sem slekkur á henni sem fyrst. Hann fer að mæta sjaldnar í skólann og er meira heima að hanga í tölvunni. Til að byrja með léttir þetta á kvíða en hægt og rólega fer vanlíðan hans aftur vaxandi þegar hann byrjar að missa tökin á náminu. Á næstu önn gerir hann aðra tilraun en fer fljótt í sama vítahring, þá fer að bætast við skömm gagnvart jafnöldrum og kennurum og hann gefst næstum strax upp á þriðju önn (á sama tíma og Björgu byrjar að líða betur). Eru Stefán og Björg ennþá að glíma við sama tilfinningavanda tíu árum seinna? Á 10 ára endurfundum mæta Stefán og Björg. Þau eiga bæði fjölskyldur en Stefán hefur verið að glíma við þunglyndi undanfarin tíu ár. Hann notar þunglyndis- og kvíðalyf að staðaldri og telur þau hafa hjálpað sér mikið. Hann hefur einnig verið að hitta sálfræðing sem hefur verið að kenna honum hugræna atferlismeðferð. Björgu líður almennt vel, hún er menntuð í því sem hana langaði til að læra og vinnur við það dagsdaglega. Hún á enn þá daga þar sem hún er lélegur vinnukraftur eða félagsskapur en í 85% tilvika mætir hún samt í vinnu eða drífur sig út að hitta fólk frekar en að einangra sig heima þegar henni líður illa. Það merkilega er að það virðist ekki trufla neinn í kringum hana. Hún hefur upplifað vaxandi þakklæti og sátt við líf sitt undanfarin ár. Heilsa Tengdar fréttir Að setja sér markmið eða ekki? Steinunn skrifar um markmið og gildi og mikilvægi þess að setja stefnuna hátt og hafa draumana litla sem smáa 2. júní 2015 16:00 Stöðvar fullkomnunaráráttan þig? Hér fjallar Steinunn Anna sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni um hversu hamlandi fullkomnunarárátta getur verið 13. apríl 2015 16:00 Depurð er eðlileg tilfinning Þrátt fyrir að við íslendingar erum ein hamingjusamasta þjóðin í heiminum í dag eigum við á sama tíma þann heiður að nota þunglyndislyf mest allra þjóða. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni ræðir við okkur á Heilsuvísi um muninn á þunglyndi og depurð og gefur okkur ráð um hvernig sé best að vinna með þessar tilfinningar. 20. maí 2015 14:00 Ertu það sem þú hugsar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og fjallar hér um ósjálfráðar hugsanir. 13. febrúar 2015 09:00 Vanlíðan Steinunn sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni lýsir kvíðatengdum vanlíðan og hvernig hann birtist sálfræðingum 18. maí 2015 16:00 Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Bíddu!! Ertu ekki sálfræðingur? Þessari setningu er oft góðlátlega kastað fram þegar ég segist vera kvíðin eða döpur. Enda koma margir til mín til þess að losna við kvíða eða aðrar neikvæðar tilfinningar. Er óhamingjusamur sálfræðingur sem kvíðir tannlæknaheimsóknum og frestar því að fara í heimabankann kannski eins og feitur Herbalife-sali eða drykkjusjúkur áfengisráðgjafi? Ég held nú að flestir átti sig á því að sálfræðingar eru manneskjur eins og aðrir. En samt virðist umræðan í samfélaginu oft snúast um að vanlíðan sé óeðlilegt ástand og ég hitti marga sem hræðast neikvæðar tilfinningar. Þetta viðhorf okkar til neikvæðra tilfinninga er gagnlegt. Staðreyndin er sú að lífið er bara drulluerfitt! Það er öllum erfitt, börnum, unglingum og fullorðnum. Að sjálfsögðu viljum við öll að börnunum okkar líði sem best, en við viljum heldur ekki hlífa þeim svo mikið við vanlíðan að þau fríki út þegar þau verða fullorðin og lenda í raunverulegum atburðum sem vekja hjá þeim reiði, sorg, vanmátt, kvíða, depurð, einmanaleika, skömm o.s.frv. Mun mikilvægara er að þau læri að greina vanlíðan og bregðast við henni á hjálplegan hátt. Einnig skiptir máli að læra að þola vanlíðan, án þess að baka sér meiri vandræði með eigin viðbrögðum, því svo líður hún hjá. Ertu að segja að vanlíðan sé bara aumingjaskapur og að við séum búin að sjúkdómsvæða samfélagið? Vó!!! Nei, við getum alls ekki fullyrt að allir þeir sem finni fyrir þunglyndi eða kvíða séu með nákvæmlega sama styrkleika á tilfinningum. Það er einnig gríðarlegur munur á bakgrunni og baklandi fólks sem auðvitað getur bæði hjálpað eða verið hindrun. En heilt á litið held ég að það sé mikilvægt fyrir okkur foreldra að tala um neikvæðar tilfinningar sem eðlilegan part af lífinu. Kannski ættum við að tala um erfiðar tilfinningar frekar en neikvæðar tilfinningar. Sum börn og sumir fullorðnir eru hreinlega með stærri tilfinningar en aðrir, það þarf minna til að ræsa tilfinningakerfið og það er lengur að ná sér niður aftur. En öll eigum við það sameiginlegt að geta lært að þola tilfinningar okkar.Dæmisaga Stefán og Björg eru bæði 16 ára. Gefum okkur að það séu 100 dagar á ári þar sem þau vakna í vanlíðan, 100 dagar á ári þar sem þau vakna í vellíðan og um 165 dagar á ári þar mitt á milli. Þau eru hins vegar með ólík viðhorf til þess hversu vel manni á að líða og hvernig beri að bregðast við vanlíðan. Stefán telur að hann verði að vera vel stemmdur til að takast á við daginn. Honum finnst mikilvægt að geta verið 100% í starfi og leik. Honum finnst óeðlilegt að líða illa svona marga daga á ári og veltir því fyrir sér hvað sé eiginlega að honum. Hann vill ekki að vinir hans viti hvernig honum líður og sér ekki tilgang með því að fara út ef hann heldur að það verði ekki gaman eða hann verði lélegur félagsskapur. Björg hefur alltaf talið að vanlíðan væri eðlilegt ástand sem allir upplifa. Hún gerir ekki ráð fyrir að lífið eigi að vera sérstaklega auðvelt eða skemmtilegt. Hún lítur á góða frammistöðu sem 70-100% eftir efnum og aðstæðum. Henni finnst einnig í lagi að vera stundum lélegur félagsskapur og meira máli skipta að mæta samt. Hún hefur almennt ekki áhyggjur af því að það sé óeðlilegt að líða illa. Bæði Stefán og Björg eiga erfitt með að fóta sig í menntaskóla. Þegar Stefán vaknar dapur er honum sama um allt og hann langar ekki fram úr rúminu. Hann sér fyrir sér að vera gagnslaus í vinnu eða skóla og lélegur félagsskapur. Hann meldar sig yfirleitt veikan eða skrópar í skólanum og liggur uppi í rúmi eða hangir í tölvunni þegar hann treystir sér ekki í skólann vegna vanlíðanar. Afleiðingin af þessu er að Stefán lendir reglulega í kvíða-depurðarvítahring þar sem nokkrir dagar af skrópi vegna þreytu eða áhugaleysis búa til kvíða við að mæta kennurum, yfirmönnum og samstarfsfólki en þá vill hann enn síður mæta þar sem hann upplifir sig þá orðinn of kvíðinn til að fara í skóla eða vinnu. Björg finnur fyrir sömu tilfinningum og Stefán á fyrsta ári í menntaskóla en hún heldur samt áfram að mæta í skólann og reynir að sinna náminu. Björg bregst við vanlíðan með tvenns konar hætti. Fyrstu viðbrögð hennar eru bara að leyfa sér að líða illa, ekki ofhugsa það og halda sínu striki, þ.e. mæta í skóla eða vinnu, fara í ræktina o.s.frv. þrátt fyrir að líða illa. Reynslan kennir henni að tilfinningar koma og fara og stundum er nætursvefn allt sem þarf. Hún reynir ekki að stjórna tilfinningum eða losna við þær. Þegar þessi aðferð dugar ekki til reynir hún að hugsa um vandann með langtímalausn í huga.Ólíkar lausnir á vanlíðan Skammtímalausn er eitthvað sem við grípum til og slekkur sem fyrst á vanlíðan og framkallar jafnvel skammtíma vellíðan í staðinn. Hér eru nokkur dæmi um skammtímalausnir:- Áfengi og fíkniefni- Sjónvarpsgláp- Tölva og sími- Ekki mæta í skóla eða vinnu- Ekki svara tölvupósti eða í síma- Hætta í tómstundum- Sjálfsskaði- Óhóflegur svefn- Matur eða svelti Skammtímalausnir auka vandann því þær fela ekki í sér að takast á við erfiðleika eða vanlíðan til lengri tíma litið. Langtímalausn snýst um að greina vandann og finna varanlegar lausnir. Ef þú ert að glíma við kvíða eða depurðarvanda er næstum bókað mál að langtímalausnin felur í sér aukna vanlíðan áður en þér fer að líða betur.- Gefðu tilfinningunni nafn.- Reyndu að greina hugsanir eða merkingu á bak við hana.- Finndu langtímalausn og settu hana í gang.- Sættu þig við að langtímalausnin tekur tíma og að á meðan getur vanlíðan aukist. Vanlíðan Bjargar í menntaskóla hefur að gera með það að hún er einmana og feimin. Af því að hún er feimin á hún fáa vini, af því hún á fáa vini er hún einmana og vegna þessa hvors tveggja skammast hún sín fyrir sjálfa sig og upplifir sig skrítna og óáhugaverða. Hún óttast einnig að detta úr framhaldsskóla því henni finnst erfitt að mæta í skólann sökum kvíða og vanmáttar gagnvart náminu. Langtímalausn Bjargar felur í sér að mæta áfram í skólann þrátt fyrir þessa vanlíðan vegna þess að það er erfitt að eignast fleiri vini innilokuð í herberginu eða ná tökum á náminu ef hún liggur sofandi heima. Til þess að líða vel á næsta ári þarf hún að stíga skref í átt að því að kynnast krökkunum og byrja að læra sem verða erfið til að byrja með. Ef þú veist ekki hvaða tilfinningu þú ert að upplifa þá ertu líklegri til að bregðast við vanlíðan með skammtímalausn sem eykur á vandann til lengri tíma litið. Stefán bregst við sömu vanlíðan og Björg er að upplifa með því að forðast allt sem eykur á vanlíðan, þ.e. skólann og krakkana. Í staðinn gerir hann frekar eitthvað sem slekkur á henni sem fyrst. Hann fer að mæta sjaldnar í skólann og er meira heima að hanga í tölvunni. Til að byrja með léttir þetta á kvíða en hægt og rólega fer vanlíðan hans aftur vaxandi þegar hann byrjar að missa tökin á náminu. Á næstu önn gerir hann aðra tilraun en fer fljótt í sama vítahring, þá fer að bætast við skömm gagnvart jafnöldrum og kennurum og hann gefst næstum strax upp á þriðju önn (á sama tíma og Björgu byrjar að líða betur). Eru Stefán og Björg ennþá að glíma við sama tilfinningavanda tíu árum seinna? Á 10 ára endurfundum mæta Stefán og Björg. Þau eiga bæði fjölskyldur en Stefán hefur verið að glíma við þunglyndi undanfarin tíu ár. Hann notar þunglyndis- og kvíðalyf að staðaldri og telur þau hafa hjálpað sér mikið. Hann hefur einnig verið að hitta sálfræðing sem hefur verið að kenna honum hugræna atferlismeðferð. Björgu líður almennt vel, hún er menntuð í því sem hana langaði til að læra og vinnur við það dagsdaglega. Hún á enn þá daga þar sem hún er lélegur vinnukraftur eða félagsskapur en í 85% tilvika mætir hún samt í vinnu eða drífur sig út að hitta fólk frekar en að einangra sig heima þegar henni líður illa. Það merkilega er að það virðist ekki trufla neinn í kringum hana. Hún hefur upplifað vaxandi þakklæti og sátt við líf sitt undanfarin ár.
Heilsa Tengdar fréttir Að setja sér markmið eða ekki? Steinunn skrifar um markmið og gildi og mikilvægi þess að setja stefnuna hátt og hafa draumana litla sem smáa 2. júní 2015 16:00 Stöðvar fullkomnunaráráttan þig? Hér fjallar Steinunn Anna sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni um hversu hamlandi fullkomnunarárátta getur verið 13. apríl 2015 16:00 Depurð er eðlileg tilfinning Þrátt fyrir að við íslendingar erum ein hamingjusamasta þjóðin í heiminum í dag eigum við á sama tíma þann heiður að nota þunglyndislyf mest allra þjóða. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni ræðir við okkur á Heilsuvísi um muninn á þunglyndi og depurð og gefur okkur ráð um hvernig sé best að vinna með þessar tilfinningar. 20. maí 2015 14:00 Ertu það sem þú hugsar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og fjallar hér um ósjálfráðar hugsanir. 13. febrúar 2015 09:00 Vanlíðan Steinunn sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni lýsir kvíðatengdum vanlíðan og hvernig hann birtist sálfræðingum 18. maí 2015 16:00 Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Að setja sér markmið eða ekki? Steinunn skrifar um markmið og gildi og mikilvægi þess að setja stefnuna hátt og hafa draumana litla sem smáa 2. júní 2015 16:00
Stöðvar fullkomnunaráráttan þig? Hér fjallar Steinunn Anna sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni um hversu hamlandi fullkomnunarárátta getur verið 13. apríl 2015 16:00
Depurð er eðlileg tilfinning Þrátt fyrir að við íslendingar erum ein hamingjusamasta þjóðin í heiminum í dag eigum við á sama tíma þann heiður að nota þunglyndislyf mest allra þjóða. Steinunn Anna Sigurjónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni ræðir við okkur á Heilsuvísi um muninn á þunglyndi og depurð og gefur okkur ráð um hvernig sé best að vinna með þessar tilfinningar. 20. maí 2015 14:00
Ertu það sem þú hugsar? Steinunn Anna Sigurjónsdóttir er sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni og fjallar hér um ósjálfráðar hugsanir. 13. febrúar 2015 09:00
Vanlíðan Steinunn sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni lýsir kvíðatengdum vanlíðan og hvernig hann birtist sálfræðingum 18. maí 2015 16:00