Tímanum er úthlutað af fullkomnu jafnrétti Rikka skrifar 27. nóvember 2015 14:00 visir/haraldurgudjons Nýlega kom út bókin Gleðilegt uppeldi - góðir foreldrar - eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur sem margir þekkja og kenna við Hjallastefnuna. Margrét hefur að baki fjörtíu ára reynslu í uppeldis- og skólamálum og fannst henni því kjörið að koma þeirri reynslu fyrir í bókinni. „Mig langaði einfaldlega að hjálpa fjölskyldum og barnafólki með því að miðla einföldum uppeldisaðferðum og vekja til umhugsunar á eins aðgengilegan og áhugaverðan hátt og hægt væri. Ég hef verið í svo mikilli nálægð við fjölskyldur og tel mig vita hvað fólk er að klást við í dag,” segir Margrét og bætir við að nútímafjölskyldur eigi það sameiginlegt að berjast við tímaskort á hverjum degi. „Tíminn okkar er dýrmætur og mér finnst stundum eins og hann sé hið nýja gull á Vesturlöndum. Allir vilja eiga tíma okkar og við öll berjumst um tíma og athygli hvers annars. Samt er tíminn líklega það eina sem við okkur er úthlutað af fullkomnu jafnrétti.” Bókin er einstaklega aðgengileg og segir Margrét hugmyndina að uppsetningunni sótta í matreiðslubækur. „Matreiðslubækur eru settar upp á einfaldan máta, þær kalla á mann og eru oft á tíðum myndrænar. Það er líka hægt að lesa eina og eina uppskrift í einu, loka aftur og grípa í þegar tími gefst,” segir Margrét Pála.Snarráð fyrir umgengni og tiltekt Takið saman leikföng, bækur og dvd diska sem henta barninu ekki lengur. Fjarlægið skrautmuni og aukadót sem taka pláss og andrými út úr herberginu. Fjarlægið og litlu fötin og ónotuðu fötin, bæði úr herberginu og úr útifataskáp. Gefið, hendið eða seljið eftir aðstæðum eða pakkið í lokaða og merkta kassa í geymslu. Flokkið allt sem á að vera í herberginu og setjið í körfur og box sem er auðvelt að taka fram í leik. Flokkið fatnaðinn líka nákvæmlega. Merkið dótakörfur með innihaldi sínu, mynd eða letri og merkið hvar í hillur eða borði þær eiga að standa. Merkið líka utan á skúffum og skápum hvaða föt eru hvar, þ.e. þau föt sem eiga að vera aðgengileg fyrir barnið. Setjið nokkra snaga í barnahæð í forstofuna og barnaherbergið og útskýrið hvað á að vera þar; skólataska, yfirhafnir, íþróttaföt eða föt sem má nota aftur daginn eftir. Fylgið frágangi eftir af mikilli alvöru fyrstu dagana og gefið ykkur tíma til að verkstýra fremur en að vinna verkið fyrir barnið. Hvetjið þau áfram en nöldrið ekki því þið berið á byrgð á verkstjórn, ekki barnið. Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira
Nýlega kom út bókin Gleðilegt uppeldi - góðir foreldrar - eftir Margréti Pálu Ólafsdóttur sem margir þekkja og kenna við Hjallastefnuna. Margrét hefur að baki fjörtíu ára reynslu í uppeldis- og skólamálum og fannst henni því kjörið að koma þeirri reynslu fyrir í bókinni. „Mig langaði einfaldlega að hjálpa fjölskyldum og barnafólki með því að miðla einföldum uppeldisaðferðum og vekja til umhugsunar á eins aðgengilegan og áhugaverðan hátt og hægt væri. Ég hef verið í svo mikilli nálægð við fjölskyldur og tel mig vita hvað fólk er að klást við í dag,” segir Margrét og bætir við að nútímafjölskyldur eigi það sameiginlegt að berjast við tímaskort á hverjum degi. „Tíminn okkar er dýrmætur og mér finnst stundum eins og hann sé hið nýja gull á Vesturlöndum. Allir vilja eiga tíma okkar og við öll berjumst um tíma og athygli hvers annars. Samt er tíminn líklega það eina sem við okkur er úthlutað af fullkomnu jafnrétti.” Bókin er einstaklega aðgengileg og segir Margrét hugmyndina að uppsetningunni sótta í matreiðslubækur. „Matreiðslubækur eru settar upp á einfaldan máta, þær kalla á mann og eru oft á tíðum myndrænar. Það er líka hægt að lesa eina og eina uppskrift í einu, loka aftur og grípa í þegar tími gefst,” segir Margrét Pála.Snarráð fyrir umgengni og tiltekt Takið saman leikföng, bækur og dvd diska sem henta barninu ekki lengur. Fjarlægið skrautmuni og aukadót sem taka pláss og andrými út úr herberginu. Fjarlægið og litlu fötin og ónotuðu fötin, bæði úr herberginu og úr útifataskáp. Gefið, hendið eða seljið eftir aðstæðum eða pakkið í lokaða og merkta kassa í geymslu. Flokkið allt sem á að vera í herberginu og setjið í körfur og box sem er auðvelt að taka fram í leik. Flokkið fatnaðinn líka nákvæmlega. Merkið dótakörfur með innihaldi sínu, mynd eða letri og merkið hvar í hillur eða borði þær eiga að standa. Merkið líka utan á skúffum og skápum hvaða föt eru hvar, þ.e. þau föt sem eiga að vera aðgengileg fyrir barnið. Setjið nokkra snaga í barnahæð í forstofuna og barnaherbergið og útskýrið hvað á að vera þar; skólataska, yfirhafnir, íþróttaföt eða föt sem má nota aftur daginn eftir. Fylgið frágangi eftir af mikilli alvöru fyrstu dagana og gefið ykkur tíma til að verkstýra fremur en að vinna verkið fyrir barnið. Hvetjið þau áfram en nöldrið ekki því þið berið á byrgð á verkstjórn, ekki barnið.
Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Fleiri fréttir Húðrútína Önnu Guðnýjar Eins og að setja bensín á díselbíl Sjá meira