Vilja kaupa Þríhnúka Ingvar Haraldsson skrifar 26. nóvember 2015 09:27 Icelandic Tourism Fund vill gera svæðið aðgengilegt almenningi og ferðamönnum. Vísir/Vilhelm Icelandic Tourism Fund, sjóður sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur, hefur boðið 119 milljónir króna í allt hlutafé í Þríhnúkum ehf., félagi sem staðið hefur að uppbyggingu ferðaþjónustu við Þríhnúkagíg. Helgi Júlíusson, sjóðstjóri hjá Landsbréfum, segir þeim hugnast vel þau áform um uppbyggingu sem kynnt hafi verið á svæðinu. Áætlanirnar byggist á skipulagslýsingu sem nú er til kynningar hjá Kópavogsbæ. Eitt af því sem þar kemur til álita er að gera jarðgöng inn í miðjan gíginn þar sem komið verði fyrir útsýnispalli. „Hugmyndin er að gera þetta þannig úr garði að fleirum verði gert kleift að komast í gíginn og njóta hans,“ segir Helgi. Lítið er um varanleg mannvirki á svæðinu þar sem tekið hefur tíma að fá tilskilin leyfi. Björn Ólafsson, einn stofnenda Þríhnúka og stærsti hluthafi félagsins, sagði við Fréttablaðið í október að mun lengri tíma hefði tekið að fá öll tilskilin leyfi en þau hefðu ætlað í upphafi þar sem svæðið heyrði undir forsætisráðuneytið sem þjóðlenda, Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar sem vatnsverndarsvæði, Kópavogsbæ auk Umhverfisstofnunar. „Þegar við stofnuðum þetta 2004 hélt ég kannski að það yrðu fimm ár, en nú eru að verða komin tólf ár,“ sagði Björn.Helgi Júlíusson.Reykjavíkurborg hefur samþykkt að selja hlut sinn sem nemur 13,9 prósentum. Helgi segist ekki vita til þess að aðrir hluthafar hafi tekið afstöðu til kauptilboðsins. Þeir hafa fram í byrjun desember til að gera það. Björn Ólafsson á 29,1 prósents eignarhlut eftir að hafa keypt 18,6 prósenta hlut Stefnis í október á genginu 86 krónur á hlut. Fyrir hlutinn greiddi Björn 18 milljónir króna. Kauptilboð Icelandic Tourism Fund hljóðar upp á 106 krónur á hlut. Aðrir hluthafar í félaginu eru Kópavogsbær, Icelandair Group, Árni Björn Stefánsson, Einar Kristján Stefánsson og VSÓ ráðgjöf.Eiga íshellinn og hvalasafniðIcelandic Tourism Fund hefur sérhæft sig í að fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu en fjárfestingargeta hans er rúmlega fjórir milljarðar. Sjóðurinn á m.a. nær allt hlutafé í íshellinum á Langjökli og er stór hluthafi í Fákaseli, sem staðið hefur að hestasýningum við Hveragerði. Sjóðurinn á auk þess meirihluta í hvalasafninu við Fiskislóð. Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Sjá meira
Icelandic Tourism Fund, sjóður sem Landsbréf, dótturfélag Landsbankans, rekur, hefur boðið 119 milljónir króna í allt hlutafé í Þríhnúkum ehf., félagi sem staðið hefur að uppbyggingu ferðaþjónustu við Þríhnúkagíg. Helgi Júlíusson, sjóðstjóri hjá Landsbréfum, segir þeim hugnast vel þau áform um uppbyggingu sem kynnt hafi verið á svæðinu. Áætlanirnar byggist á skipulagslýsingu sem nú er til kynningar hjá Kópavogsbæ. Eitt af því sem þar kemur til álita er að gera jarðgöng inn í miðjan gíginn þar sem komið verði fyrir útsýnispalli. „Hugmyndin er að gera þetta þannig úr garði að fleirum verði gert kleift að komast í gíginn og njóta hans,“ segir Helgi. Lítið er um varanleg mannvirki á svæðinu þar sem tekið hefur tíma að fá tilskilin leyfi. Björn Ólafsson, einn stofnenda Þríhnúka og stærsti hluthafi félagsins, sagði við Fréttablaðið í október að mun lengri tíma hefði tekið að fá öll tilskilin leyfi en þau hefðu ætlað í upphafi þar sem svæðið heyrði undir forsætisráðuneytið sem þjóðlenda, Heilbrigðiseftirlit Kópavogs og Hafnarfjarðar sem vatnsverndarsvæði, Kópavogsbæ auk Umhverfisstofnunar. „Þegar við stofnuðum þetta 2004 hélt ég kannski að það yrðu fimm ár, en nú eru að verða komin tólf ár,“ sagði Björn.Helgi Júlíusson.Reykjavíkurborg hefur samþykkt að selja hlut sinn sem nemur 13,9 prósentum. Helgi segist ekki vita til þess að aðrir hluthafar hafi tekið afstöðu til kauptilboðsins. Þeir hafa fram í byrjun desember til að gera það. Björn Ólafsson á 29,1 prósents eignarhlut eftir að hafa keypt 18,6 prósenta hlut Stefnis í október á genginu 86 krónur á hlut. Fyrir hlutinn greiddi Björn 18 milljónir króna. Kauptilboð Icelandic Tourism Fund hljóðar upp á 106 krónur á hlut. Aðrir hluthafar í félaginu eru Kópavogsbær, Icelandair Group, Árni Björn Stefánsson, Einar Kristján Stefánsson og VSÓ ráðgjöf.Eiga íshellinn og hvalasafniðIcelandic Tourism Fund hefur sérhæft sig í að fjárfesta í afþreyingartengdri ferðaþjónustu en fjárfestingargeta hans er rúmlega fjórir milljarðar. Sjóðurinn á m.a. nær allt hlutafé í íshellinum á Langjökli og er stór hluthafi í Fákaseli, sem staðið hefur að hestasýningum við Hveragerði. Sjóðurinn á auk þess meirihluta í hvalasafninu við Fiskislóð.
Mest lesið Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Viðskipti innlent Nebraska heyrir sögunni til Viðskipti innlent Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Viðskipti innlent Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Viðskipti innlent Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Sætanýtingin aldrei verið betri í október Viðskipti innlent Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Viðskipti innlent „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Neytendur Fleiri fréttir Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Sjá meira