Línan er væntanleg í verslanir um allan heim næsta sumar og gengur hún eins og er undir nafninu Parkwood Topshop Athletic.
„Ég hefði ekki getað hugsað mér betri aðila með mér í samstarfið. Það sem hefur alltaf heillað mig við Topshop er orðsporið sem þau hafa í tískuheiminum og framúrstefnulegrar hugsunnar þeirra. Að vinna með þróunarteymi þeirra og að búa til þessa linu hefur verið spennandi og ég hlakka til að vinna enn frekar að þessu samstarfi með þeim“ sagði Beyoncé um samstarfið.
Nú er bara að bíða og vona að línan rati í verslanir á litla Íslandi næsta sumar.
