Óttaviðbrögð Óli Kristján Ármannsson skrifar 24. nóvember 2015 07:00 Ekki þarf mikið til að æra óstöðuga og kemur ekki á óvart að í ákveðnum hópum hér á landi hafi forsprökkum hryðjuverkaárásanna í París tekist að æsa upp fordóma og hatur á öðru fólki. Í slíku andrúmslofti er sérstaklega mikilvægt að sæmilega hugsandi fólk gæti að því að bæta ekki olíu á eld sundrungar og ótta. Fyrir utan sóðaorðræðu brenglaðs fólks á netinu eru nærtæk úr fréttum síðustu daga tvö dæmi um aukna fordóma. Einstæð móðir í húsnæðisvanda fékk þau svör hjá leigusala í Reykjavík að hann vildi ekki leigja henni vegna þess að hún væri múslimi. Konan er flóttamaður frá Gaza í Palestínu. Þá kom upp í gær að skemmdarverk hefðu verið unnin á Menningarsetri múslima í Reykjavík. Krotað hafði verið á dyr, glugga og á þak. Og þótt Ahmad Seddeeq, imam í Menningarsetrinu, segist ekki búast við viðlíka hatursglæpum hér á landi og komið hafa upp í nágrannalöndunum, þar sem moskur hafa verið brenndar, er ástæða til að hafa vara á. „Hér ættum við að sameinast um að vera í friði og ekki láta afvegaleiðast af vanþekkingu eða dreifa hatri og fordómum,“ sagði Seddeeq í fréttum Bylgjunnar í gær og óhætt að taka undir með honum þar. „Við í Menningarsetrinu erum þeirrar skoðunar að sá eða þeir sem gerðu þetta séu ekki fulltrúar almennings á Íslandi,“ sagði hann líka. Og það er líka rétt. Þetta eru fávitar. Öll trúarbrögð eiga sína öfgahópa og sjálfsagt að berjast gegn áhrifum þeirra. Í þeirri baráttu á allur meginþorri fólks, sama hverrar trúar hann er. Þess vegna er ástæðulaust að beina sjónum sérstaklega að einhverjum einum trúarbrögðum. Orsaka ofbeldisins er enda að leita annars staðar en í trúarbrögðunum sjálfum, þótt þau kunni að þykja hentug til réttlætingar. Ræturnar liggja í misskiptingu og óréttlæti, bæði milli landa og þjóðfélagshópa. Ofbeldisverkin eru líka vatn á myllu einangrunarsinna og annarra sem vilja ala á og nýta sér ótta fólks. Það er hins vegar ekki félegt samfélag manna þar sem ótti og fáfræði ráða för. Sem betur fer á sér stað opinská umræða um þessi mál, sér í lagi þar sem málsmetandi fólk þykir hafa farið út af sporinu í viðbrögðum við ódæðisverkunum í París. Þannig hefur Baldur Þórhallsson prófessor gagnrýnt Ólaf Ragnar Grímsson forseta fyrir að beina sjónum sínum sérstaklega að múslimum í umræðu um atburðina, vara við tilraunum Sádi-Araba til að styrkja félög múslima hér á landi og fyrir að velta upp spurningum um úrgöngu úr Schengen-landamæraeftirlitinu. „Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar,“ segir Baldur. Forsetinn er nefnilega forseti allra Íslendinga, líka múslima. Velta má því fyrir sér hvort ótti við einstök trúarbrögð, erlent fjármagn (olíuauð og peninga kínverskra fjárfesta) eða samstarf fullvalda ríkja endurspegli vantrú á innviðum samfélagsins, lagaumhverfi og getunni til að taka á hvers konar glæpum. Leiðin áfram hlýtur að snúast um að bæta úr þar sem úrbóta er þörf, heima og á heimsvísu, en láta ekki óttann ráða för. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óli Kr. Ármannsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ekki þarf mikið til að æra óstöðuga og kemur ekki á óvart að í ákveðnum hópum hér á landi hafi forsprökkum hryðjuverkaárásanna í París tekist að æsa upp fordóma og hatur á öðru fólki. Í slíku andrúmslofti er sérstaklega mikilvægt að sæmilega hugsandi fólk gæti að því að bæta ekki olíu á eld sundrungar og ótta. Fyrir utan sóðaorðræðu brenglaðs fólks á netinu eru nærtæk úr fréttum síðustu daga tvö dæmi um aukna fordóma. Einstæð móðir í húsnæðisvanda fékk þau svör hjá leigusala í Reykjavík að hann vildi ekki leigja henni vegna þess að hún væri múslimi. Konan er flóttamaður frá Gaza í Palestínu. Þá kom upp í gær að skemmdarverk hefðu verið unnin á Menningarsetri múslima í Reykjavík. Krotað hafði verið á dyr, glugga og á þak. Og þótt Ahmad Seddeeq, imam í Menningarsetrinu, segist ekki búast við viðlíka hatursglæpum hér á landi og komið hafa upp í nágrannalöndunum, þar sem moskur hafa verið brenndar, er ástæða til að hafa vara á. „Hér ættum við að sameinast um að vera í friði og ekki láta afvegaleiðast af vanþekkingu eða dreifa hatri og fordómum,“ sagði Seddeeq í fréttum Bylgjunnar í gær og óhætt að taka undir með honum þar. „Við í Menningarsetrinu erum þeirrar skoðunar að sá eða þeir sem gerðu þetta séu ekki fulltrúar almennings á Íslandi,“ sagði hann líka. Og það er líka rétt. Þetta eru fávitar. Öll trúarbrögð eiga sína öfgahópa og sjálfsagt að berjast gegn áhrifum þeirra. Í þeirri baráttu á allur meginþorri fólks, sama hverrar trúar hann er. Þess vegna er ástæðulaust að beina sjónum sérstaklega að einhverjum einum trúarbrögðum. Orsaka ofbeldisins er enda að leita annars staðar en í trúarbrögðunum sjálfum, þótt þau kunni að þykja hentug til réttlætingar. Ræturnar liggja í misskiptingu og óréttlæti, bæði milli landa og þjóðfélagshópa. Ofbeldisverkin eru líka vatn á myllu einangrunarsinna og annarra sem vilja ala á og nýta sér ótta fólks. Það er hins vegar ekki félegt samfélag manna þar sem ótti og fáfræði ráða för. Sem betur fer á sér stað opinská umræða um þessi mál, sér í lagi þar sem málsmetandi fólk þykir hafa farið út af sporinu í viðbrögðum við ódæðisverkunum í París. Þannig hefur Baldur Þórhallsson prófessor gagnrýnt Ólaf Ragnar Grímsson forseta fyrir að beina sjónum sínum sérstaklega að múslimum í umræðu um atburðina, vara við tilraunum Sádi-Araba til að styrkja félög múslima hér á landi og fyrir að velta upp spurningum um úrgöngu úr Schengen-landamæraeftirlitinu. „Það er nokkuð ljóst að forseti Íslands hefur hagað orðum sínum með þeim hætti að þau hafa frekar leitt til sundrungar í samfélaginu heldur en sameiningar,“ segir Baldur. Forsetinn er nefnilega forseti allra Íslendinga, líka múslima. Velta má því fyrir sér hvort ótti við einstök trúarbrögð, erlent fjármagn (olíuauð og peninga kínverskra fjárfesta) eða samstarf fullvalda ríkja endurspegli vantrú á innviðum samfélagsins, lagaumhverfi og getunni til að taka á hvers konar glæpum. Leiðin áfram hlýtur að snúast um að bæta úr þar sem úrbóta er þörf, heima og á heimsvísu, en láta ekki óttann ráða för.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun