Sunna Rannveig með tárin í augunum: „Ótrúlegt að fá stelpuna mína í fangið“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2015 20:30 Tekið var á móti nýkrýndum Evrópumeisturum áhugamanna í MMA; Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur og Bjarka Þór Pálssyni, með pomp og prakt þegar þau lentu í Leifsstöð í dag. Þau stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum flokkum á þessu fyrsta Evrópumóti áhugamanna sem fram fór á Englandi, en þar voru 130 keppendur frá 30 löndum mættir til leiks. Eins og Sunna Rannveig greindi frá í viðtali við Fréttablaðið í morgun hefur það fyrir sið að hringja í ellefu ára gamla dóttur sína fyrir hvern einasta bardaga. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar mæðgurnar voru sameinaðar á ný í Leifsstöð í dag. „Þetta er alveg magnað, ég bjóst ekki við þessum móttökum. Að fá stelpuna mína í fangið er ótrúlegt. Það er gott að hafa svona gott fólk í kringum sig og finna stuðninginn,“ sagði Sunna Rannveig við íþróttadeild, en bjóst hún við að vinna mótið? „Í rauninni ekki, ég ætlaði bara að gera mitt besta. Ég á mér stóra drauma. Þeir eru miklu stærri en þetta þannig þessi sigur er bara byrjunin. Ég stefni alla leið á stóra sviðið í Las Vegas,“ sagði Sunna Rannveig Davíðsdóttir. Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan. MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig Evrópumeistari Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. 22. nóvember 2015 12:55 Bjarki Þór Evrópumeistari Bjarki Þór Pálsson var rétt í þessu að verða Evrópumeistari í MMA. Bjarki sigraði Búlgara eftir einróma dómaraákvörðun. 22. nóvember 2015 15:12 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira
Tekið var á móti nýkrýndum Evrópumeisturum áhugamanna í MMA; Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur og Bjarka Þór Pálssyni, með pomp og prakt þegar þau lentu í Leifsstöð í dag. Þau stóðu uppi sem sigurvegarar í sínum flokkum á þessu fyrsta Evrópumóti áhugamanna sem fram fór á Englandi, en þar voru 130 keppendur frá 30 löndum mættir til leiks. Eins og Sunna Rannveig greindi frá í viðtali við Fréttablaðið í morgun hefur það fyrir sið að hringja í ellefu ára gamla dóttur sína fyrir hvern einasta bardaga. Það var því tilfinningaþrungin stund þegar mæðgurnar voru sameinaðar á ný í Leifsstöð í dag. „Þetta er alveg magnað, ég bjóst ekki við þessum móttökum. Að fá stelpuna mína í fangið er ótrúlegt. Það er gott að hafa svona gott fólk í kringum sig og finna stuðninginn,“ sagði Sunna Rannveig við íþróttadeild, en bjóst hún við að vinna mótið? „Í rauninni ekki, ég ætlaði bara að gera mitt besta. Ég á mér stóra drauma. Þeir eru miklu stærri en þetta þannig þessi sigur er bara byrjunin. Ég stefni alla leið á stóra sviðið í Las Vegas,“ sagði Sunna Rannveig Davíðsdóttir. Allt innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá í spilaranum hér að ofan.
MMA Tengdar fréttir Sunna Rannveig Evrópumeistari Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. 22. nóvember 2015 12:55 Bjarki Þór Evrópumeistari Bjarki Þór Pálsson var rétt í þessu að verða Evrópumeistari í MMA. Bjarki sigraði Búlgara eftir einróma dómaraákvörðun. 22. nóvember 2015 15:12 Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Sjá meira
Sunna Rannveig Evrópumeistari Sunna Rannveig Davíðsdóttir bar sigur úr býtum á Evrópumeistaramóti áhugamanna í MMA. 22. nóvember 2015 12:55
Bjarki Þór Evrópumeistari Bjarki Þór Pálsson var rétt í þessu að verða Evrópumeistari í MMA. Bjarki sigraði Búlgara eftir einróma dómaraákvörðun. 22. nóvember 2015 15:12