BMW kynnir lítinn hugmyndabíl í Kína Finnur Thorlacius skrifar 23. nóvember 2015 09:52 Laglegur smábíll frá BMW. Autoblog Það er ekki algengt að þýskir lúxusbílaframleiðendur kynni nýja bíla sína í Kína en það gerði BMW um helgina í Guangzhou. Þessi bíll er fjögurra dyra en smár bíll sem byggður er á BMW 1- og 2-línunni. Þessi bíll er hugsaður sem samkeppnisbíll Mercedes Benz CLA-Class og Audi A3. Bíllinn er sannarlega með útlitseinkenni annarra BMW-bíla nú, en fremur hár til þaksins. Hjól bílsins eru höfð eins langt til endanna og kostur er til að auka innanrými hans og búa til gott pláss fyrir aftursætisfarþega. Hurðarhúnar bílsins eru vart sýnilegir og spretta fram við snertingu. Engin tilviljun er að BMW kynni þennan bíl í Kína en hann er hugsaður fyrir yngri kynslóð íbúa þar. Innanrými bílsins er hannað utanum ökumanninn, en einnig er vel hugað að rými fyrir aftursætisfarþega þó bíllinn sé ekki stór. Bíllinn er ríkulega búinn og mikið vandað til efnisvals. Nappa leður er í innréttingunni og viður og rispað ál að auki, svo hér er ekki á ferðinni neinn verkamannabíll. Bíllinn er með glerþaki og akstursupplýsingum er varpað uppá framrúðuna, auk þess sem upplýsingaskjár bílsins er óvenju stór, eða 8,8 tommur. Samkvæmt þessari lýsingu á bílnum á hann fullt eins erindi á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu, þó svo honum verði að fyrstu beint að kínverskum kaupendum. Tilraunabíllinn séður frá annarri hlið. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Það er ekki algengt að þýskir lúxusbílaframleiðendur kynni nýja bíla sína í Kína en það gerði BMW um helgina í Guangzhou. Þessi bíll er fjögurra dyra en smár bíll sem byggður er á BMW 1- og 2-línunni. Þessi bíll er hugsaður sem samkeppnisbíll Mercedes Benz CLA-Class og Audi A3. Bíllinn er sannarlega með útlitseinkenni annarra BMW-bíla nú, en fremur hár til þaksins. Hjól bílsins eru höfð eins langt til endanna og kostur er til að auka innanrými hans og búa til gott pláss fyrir aftursætisfarþega. Hurðarhúnar bílsins eru vart sýnilegir og spretta fram við snertingu. Engin tilviljun er að BMW kynni þennan bíl í Kína en hann er hugsaður fyrir yngri kynslóð íbúa þar. Innanrými bílsins er hannað utanum ökumanninn, en einnig er vel hugað að rými fyrir aftursætisfarþega þó bíllinn sé ekki stór. Bíllinn er ríkulega búinn og mikið vandað til efnisvals. Nappa leður er í innréttingunni og viður og rispað ál að auki, svo hér er ekki á ferðinni neinn verkamannabíll. Bíllinn er með glerþaki og akstursupplýsingum er varpað uppá framrúðuna, auk þess sem upplýsingaskjár bílsins er óvenju stór, eða 8,8 tommur. Samkvæmt þessari lýsingu á bílnum á hann fullt eins erindi á markaði í Bandaríkjunum og Evrópu, þó svo honum verði að fyrstu beint að kínverskum kaupendum. Tilraunabíllinn séður frá annarri hlið.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent