Fjarskyldu frænkurnar og öldruðu frændurnir safnasta saman við matarborðið og deila sinni einstöku sýn á málefni líðandi stundar. Allir virðast vera á öndverðum meiði þó svo að fáir þori að andmæla því sem kann að koma fram í umræðunum milli rétta.
Á svoleiðis stundum er aðeins eitt sem getur komið í veg fyrir að allt springi í loft upp: söngkonan Adele.
Í glettilega góðri flugu úr þættinum Saturday Night Live má einmitt sjá dæmi um slíkt matarboð og hvernig söngkonan góðkunna nær að stýra umræðunum frá flóttamannavandanum og kynþáttahatri.
Þar bregður fyrir stórleikurum á borð við Matthew McConaughey sem lifir sig inn í tónsmíðar Adele rétt eins og aðrir gestir.