Lífið

Bryan Cranston stofnar karlaband

Birgir Olgeirsson skrifar
Leikarinn Bryan Cranston myndaði svokallað karlaband með spjallþáttastjórnandanum James Corden og félaga hans Reggie Watts. Var þessi gjörningur settur á svið í tilefni af því að Cranston var gestur í spjallþætti Cordens í vikunni en bandið fékk nafnið: M3n Not Boyz.

Unnu félagarnir með þá hugmynd hvernig strákabönd líta út þegar þau ná fullorðinsárunum og er útkoman grátbrosleg.

Hver er munurinn á karlaböndum og strákaböndum? Karlar hafa til að mynda ekki trú á emojis og skilja ekki Snapchat, en ólíkt strákum hafa þeir skilning á góðu lánstrausti, vönduðum hjólbörðum og notendavænum símum.

Útkomuna má sjá hér fyrir neðan:








Fleiri fréttir

Sjá meira


×