Lífið

Dunkin-röðin endurgerð fyrir áramótaskaupið

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Laugaveginum í dag þar sem tökur á áramótaskaupinu fóru fram.
Frá Laugaveginum í dag þar sem tökur á áramótaskaupinu fóru fram. Vísir
Vegfarendur sem áttu leið um Laugaveg í dag ráku upp stór augu þegar þeir sáu langa röð fyrir utan kaffihúsið Dunkin´s Dontus í dag. Kom þetta einhverjum spánskt fyrir sjónir þar sem töluvert er síðan hleypt var inn í hollum inn á staðinn frá því seint í sumar og ekki verið svo löng röð fyrir utan staðinn frá því Dunkin´-æðið stóð sem hæst fyrr í ár.

Við nánari skoðun mátti sjá tökubíl frá Ríkisútvarpinu nærri staðnum og þá steig leikarinn Guðjón Davíð Karlsson, betur þekktur sem Gói, fram sem fréttamaður Sjónvarpsins og var þá augljóst að verið var að taka upp atriði fyrir áramótaskaupið þar sem sjá mátti fólkið í röðinni hlaupa inn á staðinn í sæluvímu.

Leikstjóri skaupsins í ár er Kristófer Dignus en hann var einnig í leikstjórastólnum árið 2013. Handritshöfundar verða fyrrnefndur Guðjón Davíð Karlsson, Katla Margrét Þorsteinsdóttirleikkona, Atli Fannar Bjarkason ritstjóri Nútímans og grínistinn Steinþór Steinþórsson, betur þekktur sem Steindi Jr.

Þá var jafnframt skipað nokkurs konar grínfagráð karla og kvenna úr skemmtana-og grínbransanum sem var handritshöfundum til aðstoðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.