Lífið

Friðrik Dór og Lísa selja íbúð sína á tæplega fjörutíu milljónir

Stefán Árni Pálsson skrifar
Glæsileg íbúð.
Glæsileg íbúð. vísir
Söngvarinn Friðrik Dór og kærastan hans Lísa Hafliðadóttir hafa sett íbúð sína í Eskihlíðinni á sölu.

Þau hafa búið þar ásamt dóttur þeirra en ásett verð er 39 milljónir.

Um er að ræða glæsilega 100 fermetra fjögurra herbergja íbúð á 1. hæð. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð og er í góðu standi.

Komið er inn í hol með parketi á gólfi og innbyggðum skáp. Eldhúsið er með parketi á gólfi, glæsilegum innréttingum og var allt endurnýjað 2008.

Öll tæki í eldhúsi eru ný, ísskápur er innbyggður í innréttingu og halógen lýsing í lofti. Gengið er út á suð-vestur svalir úr eldhúsinu. Stofa er inn af eldhúsi með rennihurð á milli og er parket á gólfi. Í íbúðinni er rúmgott hjónaherbergi og tvö barnaherberg og hafa þau parket á gólfi og gott skápapláss.

Baðherbergi er með baðkari með sturtu yfir, flísum úr náttúrustein á gólfi, veggir eru flísalagðir og halógen lýsing er í lofti. Hér að neðan má sjá myndir innan úr íbúðinni. 

Ástkæra íbúðin okkar Lísu(Lísa) í Eskihlíðinni, þar sem okkur hefur liðið svo ótrúlega vel undanfarin ár, er komin á sölu. Opið hús á fimmtudaginn, bolla í boði.

Posted by Friðrik Dór Jónsson on 17. nóvember 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×