Aldrei spurður út í söluna á hlutabréfunum í Exista og Kaupþingi tæpri viku fyrir fall bankans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. desember 2015 20:47 Halldór Bjarkar Lúðvígsson. vísir/gva Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fyrrverandi viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings, hefur aldrei verið spurður af sérstökum saksóknara út í sölu sína á hlutabréfum í Kaupþingi og Exista þann 3. október 2008 en það var seinasti dagurinn sem viðskipti voru með bréfin á markaði. Tæpri viku síðar tók Fjármálaeftirlitið Kaupþing yfir. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykajvíkur í dag þegar Halldór Bjarkar bar vitni í CLN-máli sérstaks saksóknara gegn þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg.Hreiðar sakaði Halldór um innherjasvikÍ gær úrskurðaði Hæstiréttur að verjendur í málinu skyldu fá afhenta tölvupósta sem sérstakur saksóknari lagði hald á við rannsókn málsins en voru ekki lögð fram sem gögn í málinu. Er að finna í þeim gögnum tölvupósta frá Halldóri Bjarkari þar sem hann óskar eftir heimild til að selja bréfin, fær hana og þau eru seld. Hreiðar Már gerði þessi viðskipti Halldórs að umtalsefni þegar hann gaf skýrslu á mánudag og sakaði hann um innherjasvik. Halldór hafi verið viðskiptastjóri í stærsta banka landsins og auk þess viðskiptastjóri Exista. Hann hefði því búið yfir meiri upplýsingum um félögin en aðrir fjárfestar á markaði. Samt hefði hann ekki verið ákærður fyrir söluna á hlutabréfunum. Ýjaði Hreiðar svo að því að Halldór Bjarkar hefði samið sig frá ákæru með því að bera vitni gegn honum.„Dylgjur og aðdróttanir“Öllu þessu hafnaði Halldór Bjarkar alfarið þegar Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, spurði hann út í hlutabréfasöluna og hvort að hann hefði einhvern tímann verið spurður út í hana af embætti sérstaks saksóknara. „Nú hef ég ítrekað þurft að sitja undir dylgjum og aðdróttunum af hálfu Hreiðars og af hálfu þinni...“ sagði Halldór Bjarkar en Hörður greip fram í fyrir honum og sagðist aðeins vera að spyrja um það hvort hann hefði verið spurður út í viðskiptin af sérstökum saksóknara. Svaraði Halldór því neitandi.Enginn samningur við sérstakanHann svaraði svo játandi þegar Hörður spurði hvort hann hefði séð bréf Hreiðars Más til embættis sérstaks saksóknara sem hann sendi árið 2011 en í því er vakin athygli á sölu Halldórs Bjarkars á hlutabréfunum. Halldór þvertók síðan fyrir það að hafa samið sig frá því að vera saksóttur en hann var ekki aðeins lykilvitni í CLN-málinu heldur einnig Al Thani-málinu. Í lögum um sérstakan saksóknara er veitt heimild til að semja um sakaruppgjöf við menn sem búa yfir mikilvægum upplýsingum. „Það hefur aldrei nokkurn tímann komið til tals á milli mín og embættis sérstaks saksóknara að samið yrði við mig um að sleppa við ákæru í einhverjum málum. Þvert á móti hefur það ítrekað komið fram hjá sérstökum saksóknara að enginn slíkur samningur var gerður við mig. Þannig að þetta er bara partur af þeim dylgjum sem ég hef þurft að sitja undir af ykkar hálfu í gegnum allt þetta ferli,“ sagði Halldór Bjarkar. Tengdar fréttir „Ég held að þetta þoli ekkert óskaplega mikið dagsljós“ Lögfræðingi hjá Kaupþingi í Lúxemborg leist ekkert á lánveitingar bankans til eignalítilla eignarhaldsfélaga í byrjun ágúst 2008 og taldi viðskiptin sem þær tengdust ekki "eðlilegan bankabusiness.“ 8. desember 2015 20:15 Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Halldór Bjarkar um Hreiðar Má: „Mér datt ekki í hug að hann myndi hlaupast svona undan ábyrgð“ Lykilvitni ákæruvaldsins í CLN-málinu bar vitni í héraðsdómi í dag. 9. desember 2015 18:58 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Halldór Bjarkar Lúðvígsson, fyrrverandi viðskiptastjóri á útlánasviði Kaupþings, hefur aldrei verið spurður af sérstökum saksóknara út í sölu sína á hlutabréfum í Kaupþingi og Exista þann 3. október 2008 en það var seinasti dagurinn sem viðskipti voru með bréfin á markaði. Tæpri viku síðar tók Fjármálaeftirlitið Kaupþing yfir. Þetta kom fram í Héraðsdómi Reykajvíkur í dag þegar Halldór Bjarkar bar vitni í CLN-máli sérstaks saksóknara gegn þeim Hreiðari Má Sigurðssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, Sigurði Einarssyni, fyrrverandi stjórnarformanni bankans, og Magnúsi Guðmundssyni, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg.Hreiðar sakaði Halldór um innherjasvikÍ gær úrskurðaði Hæstiréttur að verjendur í málinu skyldu fá afhenta tölvupósta sem sérstakur saksóknari lagði hald á við rannsókn málsins en voru ekki lögð fram sem gögn í málinu. Er að finna í þeim gögnum tölvupósta frá Halldóri Bjarkari þar sem hann óskar eftir heimild til að selja bréfin, fær hana og þau eru seld. Hreiðar Már gerði þessi viðskipti Halldórs að umtalsefni þegar hann gaf skýrslu á mánudag og sakaði hann um innherjasvik. Halldór hafi verið viðskiptastjóri í stærsta banka landsins og auk þess viðskiptastjóri Exista. Hann hefði því búið yfir meiri upplýsingum um félögin en aðrir fjárfestar á markaði. Samt hefði hann ekki verið ákærður fyrir söluna á hlutabréfunum. Ýjaði Hreiðar svo að því að Halldór Bjarkar hefði samið sig frá ákæru með því að bera vitni gegn honum.„Dylgjur og aðdróttanir“Öllu þessu hafnaði Halldór Bjarkar alfarið þegar Hörður Felix Harðarson, verjandi Hreiðars Más, spurði hann út í hlutabréfasöluna og hvort að hann hefði einhvern tímann verið spurður út í hana af embætti sérstaks saksóknara. „Nú hef ég ítrekað þurft að sitja undir dylgjum og aðdróttunum af hálfu Hreiðars og af hálfu þinni...“ sagði Halldór Bjarkar en Hörður greip fram í fyrir honum og sagðist aðeins vera að spyrja um það hvort hann hefði verið spurður út í viðskiptin af sérstökum saksóknara. Svaraði Halldór því neitandi.Enginn samningur við sérstakanHann svaraði svo játandi þegar Hörður spurði hvort hann hefði séð bréf Hreiðars Más til embættis sérstaks saksóknara sem hann sendi árið 2011 en í því er vakin athygli á sölu Halldórs Bjarkars á hlutabréfunum. Halldór þvertók síðan fyrir það að hafa samið sig frá því að vera saksóttur en hann var ekki aðeins lykilvitni í CLN-málinu heldur einnig Al Thani-málinu. Í lögum um sérstakan saksóknara er veitt heimild til að semja um sakaruppgjöf við menn sem búa yfir mikilvægum upplýsingum. „Það hefur aldrei nokkurn tímann komið til tals á milli mín og embættis sérstaks saksóknara að samið yrði við mig um að sleppa við ákæru í einhverjum málum. Þvert á móti hefur það ítrekað komið fram hjá sérstökum saksóknara að enginn slíkur samningur var gerður við mig. Þannig að þetta er bara partur af þeim dylgjum sem ég hef þurft að sitja undir af ykkar hálfu í gegnum allt þetta ferli,“ sagði Halldór Bjarkar.
Tengdar fréttir „Ég held að þetta þoli ekkert óskaplega mikið dagsljós“ Lögfræðingi hjá Kaupþingi í Lúxemborg leist ekkert á lánveitingar bankans til eignalítilla eignarhaldsfélaga í byrjun ágúst 2008 og taldi viðskiptin sem þær tengdust ekki "eðlilegan bankabusiness.“ 8. desember 2015 20:15 Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49 Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20 „Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35 Halldór Bjarkar um Hreiðar Má: „Mér datt ekki í hug að hann myndi hlaupast svona undan ábyrgð“ Lykilvitni ákæruvaldsins í CLN-málinu bar vitni í héraðsdómi í dag. 9. desember 2015 18:58 Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
„Ég held að þetta þoli ekkert óskaplega mikið dagsljós“ Lögfræðingi hjá Kaupþingi í Lúxemborg leist ekkert á lánveitingar bankans til eignalítilla eignarhaldsfélaga í byrjun ágúst 2008 og taldi viðskiptin sem þær tengdust ekki "eðlilegan bankabusiness.“ 8. desember 2015 20:15
Hreiðar Már og saksóknari tókust harkalega á í héraðsdómi "Ég tók ábyrgð mína sem forstjóri Kaupþings mjög alvarlega og ég helgaði líf mitt velgengni Kaupþings,” sagði Hreiðar Már Sigurðsson. 7. desember 2015 11:49
Hreiðar Már: „Hann er að ljúga þessu upp á mig“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, þvertók fyrir það fyrir dómi í morgun að hafa gefið fyrirmæli um 130 milljóna evra peningamarkaðslán. 7. desember 2015 14:20
„Ef þetta er ekki versta ákvörðun sem íslenska ríkið hefur tekið þá veit ég ekki hvað“ Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, segir þjóðnýtingu Glitnis hafa verið skelfilega ákvörðun sem varð þess valdandi að Kaupþing féll 10 dögum síðar. 7. desember 2015 16:35
Halldór Bjarkar um Hreiðar Má: „Mér datt ekki í hug að hann myndi hlaupast svona undan ábyrgð“ Lykilvitni ákæruvaldsins í CLN-málinu bar vitni í héraðsdómi í dag. 9. desember 2015 18:58