Steindauður blaðamannafundur hjá UFC Henry Birgir Gunnarsson í Las Vegas skrifar 9. desember 2015 23:30 Aldo og McGregor eftir fundinn í kvöld. Vísir/Getty Það var talsvert mikil spenna fyrir blaðamannafundi UFC í kvöld þegar fjórar stærstu stjörnurnar á UFC 194 mættu og svöruðu blaðamönnum. Meira að segja vélbyssukjafturinn Conor McGregor var rólegur. Blaðamannafundurinn var haldinn í MGM Grand Garden Arena þar sem bardagakvöldið mun fara fram. Pláss fyrir allt að 10 þúsund manns og UFC var vongott um að mætingin yrði frábær. Skemmst er frá því að segja að hún var mjög léleg þó svo frítt hafi verið inn. Aðeins örfáir Írar eru komnir til Las Vegas og þeir létu í sér heyra. Það var þó aðeins hjóm miðað við stemninguna síðasta sumar. Í raun var stemningin vandræðalega léleg. McGregor er búinn að eyða heilu ári í að urða yfir Jose Aldo og æsa hann upp. Í dag sat hann silkislakur í stól sínum og sleppti öllum persónulegum svívirðingum. Talaði aðeins um hvernig hann myndi vinna bardagann og eftir það yrði hann orðinn besti bardagakappinn í UFC. Aldo var einnig mjög rólegur eins og venjulega. Conor virtist vera kominn inn í hausinn á honum síðasta sumar en það virðist vera búið. Conor nær ekkert að róa Aldo lengur sem virkar afar einbeittur og meira en til í að lúskra á Íranum kjaftfora. McGregor setti sig í smá stellingar er þeir mættust í lok fundar og var það hápunkturinn á afar óeftirminnilegum blaðamannafundi. Á því átti engin von miðað við það sem á undan er gengið. MMA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira
Það var talsvert mikil spenna fyrir blaðamannafundi UFC í kvöld þegar fjórar stærstu stjörnurnar á UFC 194 mættu og svöruðu blaðamönnum. Meira að segja vélbyssukjafturinn Conor McGregor var rólegur. Blaðamannafundurinn var haldinn í MGM Grand Garden Arena þar sem bardagakvöldið mun fara fram. Pláss fyrir allt að 10 þúsund manns og UFC var vongott um að mætingin yrði frábær. Skemmst er frá því að segja að hún var mjög léleg þó svo frítt hafi verið inn. Aðeins örfáir Írar eru komnir til Las Vegas og þeir létu í sér heyra. Það var þó aðeins hjóm miðað við stemninguna síðasta sumar. Í raun var stemningin vandræðalega léleg. McGregor er búinn að eyða heilu ári í að urða yfir Jose Aldo og æsa hann upp. Í dag sat hann silkislakur í stól sínum og sleppti öllum persónulegum svívirðingum. Talaði aðeins um hvernig hann myndi vinna bardagann og eftir það yrði hann orðinn besti bardagakappinn í UFC. Aldo var einnig mjög rólegur eins og venjulega. Conor virtist vera kominn inn í hausinn á honum síðasta sumar en það virðist vera búið. Conor nær ekkert að róa Aldo lengur sem virkar afar einbeittur og meira en til í að lúskra á Íranum kjaftfora. McGregor setti sig í smá stellingar er þeir mættust í lok fundar og var það hápunkturinn á afar óeftirminnilegum blaðamannafundi. Á því átti engin von miðað við það sem á undan er gengið.
MMA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Fleiri fréttir Í beinni: Fiorentina - Udinese | Bove fylgist með Alberti og félögum Fasistakveðjur til ungs Mussolini vekja athygli Hrasaði viljandi og sló alla út af laginu Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Sjá meira