Jólaskrautið þarf að vekja góðar og hlýjar minningar Lilja Björk Hauksdóttir skrifar 9. desember 2015 11:30 Íris Ásta er mikið jólabarn og skreytir heimilið, og jólatréð, fyrsta sunnudag í aðventu. Vilhelm Allt jólaskraut, meira að segja jólatréð, er komið upp fyrsta sunnudag í aðventu hjá Írisi Á. Pétursdóttur Viborg, verkfræðingi og handknattleikskonu. „Mér finnst ég vera mjög hógvær í skreytingum en ég held að vinkonur mínar séu ekki sammála mér,“ segir Íris og hlær en bætir við að hún sé þó alltaf með seríur í gluggum og kertaljós. Nýjasta föndrið hennar Írisar, rammi, jólasnjór og texti úr einu af uppáhaldsjólalögunum hennar.Íris var dugleg að föndra sem barn og byrjaði á því aftur fyrir um fimm árum. Hún reynir að njóta aðventunnar og jólanna sem mest og vill ekkert stress og óþarfa áhyggjur. „Ég er til dæmis ekki mikið fyrir að fylla heilu kökudunkana en baka tvær til þrjár sortir í takmörkuðu magni. Við vinkonurnar erum svo byrjaðar á því að hittast í lok nóvember eða í byrjun desember til að búa til konfekt og annað gotterí fyrir jólin. Eftir því sem ég eldist og þroskast finnst mér mikilvægara að allir mínir nánustu séu heilbrigðir andlega og líkamlega heldur en gjafir og fallega skreytt heimili.“Aðventukransinn hennar Írisar breytist frá ári til árs. Í ár er rauði liturinn allsráðandi.Hún hefur alltaf verið mikið jólabarn og segist draga vinkonur sínar í Jólahúsið á Akureyri óháð árstíma, byrja að skoða og plana jólaföndrið í september og að jólalögin fari að hljóma hjá henni þriðju vikuna í nóvember. „Fyrir mér eiga jólaskreytingar að vekja upp góðar og hlýjar minningar. Ég til dæmis skreyti jólatréð með fallegum rugguhestum því þeir minna mig á jólatréð hjá ömmu og afa í Þykkvabænum. Ég á Rúdolf og Snæfinn snjókarl sem eiga sína sögu og koma mér alltaf í gott skap. Textarnir í römmunum minna mig á vínyljólaplötu pabba og mömmu. Ef skrautið vekur upp góða minningu, þá vil ég eignast það. Í ár er ég að stimpla texta úr uppáhaldsjólalögunum mínum á rauð og hvít púðaver og vonandi verður útkoman skemmtileg,“ segir Íris og brosir. Jól Jólafréttir Mest lesið Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Hollar og sætar Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Hollt góðgæti fyrir jólin Jól Ljóta jólapeysan á marga aðdáendur Jólin Eldaði jólamatinn tólf ára gamall Jól Engin aðventa Jólin Ferskur kókosdesert Jól Þessar raddir urðu vinir mínir Jólin Jólasaga: Gamla jólatréð Jól
Allt jólaskraut, meira að segja jólatréð, er komið upp fyrsta sunnudag í aðventu hjá Írisi Á. Pétursdóttur Viborg, verkfræðingi og handknattleikskonu. „Mér finnst ég vera mjög hógvær í skreytingum en ég held að vinkonur mínar séu ekki sammála mér,“ segir Íris og hlær en bætir við að hún sé þó alltaf með seríur í gluggum og kertaljós. Nýjasta föndrið hennar Írisar, rammi, jólasnjór og texti úr einu af uppáhaldsjólalögunum hennar.Íris var dugleg að föndra sem barn og byrjaði á því aftur fyrir um fimm árum. Hún reynir að njóta aðventunnar og jólanna sem mest og vill ekkert stress og óþarfa áhyggjur. „Ég er til dæmis ekki mikið fyrir að fylla heilu kökudunkana en baka tvær til þrjár sortir í takmörkuðu magni. Við vinkonurnar erum svo byrjaðar á því að hittast í lok nóvember eða í byrjun desember til að búa til konfekt og annað gotterí fyrir jólin. Eftir því sem ég eldist og þroskast finnst mér mikilvægara að allir mínir nánustu séu heilbrigðir andlega og líkamlega heldur en gjafir og fallega skreytt heimili.“Aðventukransinn hennar Írisar breytist frá ári til árs. Í ár er rauði liturinn allsráðandi.Hún hefur alltaf verið mikið jólabarn og segist draga vinkonur sínar í Jólahúsið á Akureyri óháð árstíma, byrja að skoða og plana jólaföndrið í september og að jólalögin fari að hljóma hjá henni þriðju vikuna í nóvember. „Fyrir mér eiga jólaskreytingar að vekja upp góðar og hlýjar minningar. Ég til dæmis skreyti jólatréð með fallegum rugguhestum því þeir minna mig á jólatréð hjá ömmu og afa í Þykkvabænum. Ég á Rúdolf og Snæfinn snjókarl sem eiga sína sögu og koma mér alltaf í gott skap. Textarnir í römmunum minna mig á vínyljólaplötu pabba og mömmu. Ef skrautið vekur upp góða minningu, þá vil ég eignast það. Í ár er ég að stimpla texta úr uppáhaldsjólalögunum mínum á rauð og hvít púðaver og vonandi verður útkoman skemmtileg,“ segir Íris og brosir.
Jól Jólafréttir Mest lesið Gleðileg jól á hinum ýmsu tungumálum Jól Hollar og sætar Jól Danskar jólahefðir frá ömmu Ellen Jól Hollt góðgæti fyrir jólin Jól Ljóta jólapeysan á marga aðdáendur Jólin Eldaði jólamatinn tólf ára gamall Jól Engin aðventa Jólin Ferskur kókosdesert Jól Þessar raddir urðu vinir mínir Jólin Jólasaga: Gamla jólatréð Jól