Lífið

Twitter fór á hliðina þegar Almar steig út úr kassanum: „Eitt risastökk fyrir mannkynið“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Almar er orðinn að þjóðareign.
Almar er orðinn að þjóðareign. vísir
Eftir vikudvöl nakinn í glerkassa er Almar Atlason kominn út. Myndlistaneminn fór inn í kassann að morgni mánudagsins fyrir viku og var hann þar fastur í eina viku og það í beinni útsendingu á Youtube.

Vísir fylgdist með atburðarrásinni í beinni sjónvarpsútsendingu í morgun og fékk Kjartan Atli Kjartansson þau Berglindi Pétursdóttur og Mikael Torfason í settið til að ræða síðustu viku og þennan gjörning.

Kassamerkið #nakinníkassa hefur verið gríðarlega fyrirferðamikið á Twitter undanfarna viku og í morgun fór Twitter gjörsamlega á hliðina þegar Almar steig út úr kassanum. Mörg þúsund manns fylgdust með beinni útsendingu Vísis frá gjörningnum í morgun.

Íslendingar hafa mikla skoðun á kallinum í kassanum og er virkilega fróðlegt að renna yfir Twitter en hér að neðan má sjá nokkur vel valinn tíst frá því í morgun og síðan er einnig hægt að skoða öll tíst sem hafa komið inn í gegnum umrædd kassamerki.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×