Sport

Ítarlegur upphitunarþáttur um bardaga Aldo og McGregor

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það eru aðeins nokkrir dagar í bardaga Jose Aldo og Conor McGregor í Las Vegas og UFC-heimurinn titrar af spennu.

Það er búið að bíða eftir þessum bardaga núna í tæpt ár og ekki annað að sjá en að af honum verði núna.

Aldo dró sig út úr bardaganum síðasta sumar með litlum fyrirvara en hann er nú á leiðinni til Vegas og segist vera tilbúinn.

Upphitunarþátturinn stóri er afar áhugaverður en þar koma einnig við sögu Gunnar Nelson og þjálfari hans og Conor, John Kavanagh.

Horfa má á þáttinn hér að ofan.

Bardagakvöldið stóra verður í beinni á Stöð 2 Sport um næstu helgi. Hægt er að kaupa áskrift á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir

Ég mun rota Jose Aldo

Það styttist í UFC 194 og Conor McGregor-sýningin er farin á fullt.

Aldo ætlar að svæfa Conor

Conor McGregor hefur hingað til séð um yfirlýsingarnar í aðdraganda bardaga hans og Jose Aldo. Nú er Brasilíumaðurinn farinn að svara fyrir sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×