Lífið

Bein útsending: Gummi Ben og félagar fylgjast með lokaspretti Almars

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það er komið að því. Eftir vikudvöl nakinn í glerkassa ætlar Almar Atlason að koma út. Myndlistaneminn fór inn í kassann að morgni mánudagsins fyrir viku og hefur verið í beinni útsendingu á netinu síðan.

Vísir mun fylgjast vel með Almari síðasta hálftímann af veru hans í skápnum. Bein útsending á Vísi hefst klukkan 8:30 þar sem listagagnrýnandinn Berglind Pétursdóttir og rithöfundurinn Mikael Torfason ræða viku Almars í kassanum í myndveri í Skaftahlíð. Kjartan Atli Kjartansson, umsjónarmaður Körfuboltakvölda, stýrir umræðunni.

Knattspyrnulýsendurnir Gummi Ben og Rikki Gje munu svo lýsa því sem fyrir augu ber lokamínúturnar. Gummi Ben lýsir síðustu mínútum Almars í kassanum og Rikki Gje verður í Listaháskóla Íslands og tekur fyrsta viðtalið við Almar þegar hann yfirgefur kassann.

Uppfært klukkan 9:15

Almar er kominn úr kassanum. Útsendingin er aðgengileg í glugganum að ofan.


 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×