Lífið

Upplifði martröð vinkvennanna í ræktinni: „Heyrðu hlussa, þú átt ekki heima hér“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nanna Hinriksdóttir reiknar með því að heilsa manninum rekist hún aftur á hann og þakka fyrir síðast.
Nanna Hinriksdóttir reiknar með því að heilsa manninum rekist hún aftur á hann og þakka fyrir síðast.
„Ég var svo fegin að þetta kom fyrir mig en ekki eina af mínum nánustu vinkonum,“ segir Nanna Hinriksdóttir um undarlega og dónalega framkomu karlmanns í ræktinni í gær.

Nanna var í hnébeygju og átti eitt sett eftir þegar maðurinn ætlaði að taka tækið.

„Ég bað hann að bíða af því ég átti eitt sett eftir,“ segir Nanna í samtali við Vísi. Það fór öfugt ofan í manninn sem hreytti út úr sér að þarna ætti Nanna ekki heima.

„Hann gaf í skyn að ég væri það feit að ég ætti ekki heima innan um þetta lið. Ég veit ekki af hverju hann sagði þetta. Er fólk ekki mætt í ræktina til að bæta sig og taka framförum?“ segir Nanna sem kippti sér þó ekki sérstaklega upp við þetta.

Hann hafi haldið áfram að hreyta í hana orðum en hún hætt að sýna honum athygli.

„Ég fór ekki heim og grét úr mér augun,“ segir hún og hlær.


Nanna spyr hvort ræktin sé ekki einmitt staðurinn fyrir fólk sem vill bæta sitt form.Vísir/Getty
Mun örugglega heilsa honum brosandi

Þótt Nanna hafi ekki tekið þetta inn á sig finnst henni mikilvægt að vakið sé athygli á þessari hegðun sem fyrirfinnist ekki bara í líkamsræktarstöðvum heldur einnig í sundlaugum.

Hún viti vel að hún sé ekki í kjörþyngt en engu að síður sátt í sínu skinni. Hins vegar eigi hún fjölmargar vinkonur sem hreinlega hræðast að verða fyrir gagnrýni vegna líkamsþyngdar á stöðum sem þessum.

„Fyrir þær er mesti sigurinn að kaupa kort í ræktina og bara að mæta,“ segir Nanna. Hún minnir á að líkami fólks geti tekið miklum og stöðugum breytingum, ekki síst hjá konum t.d. eftir barnsburð. Það sé ómögulegt að fólk sem vilji koma sér í betra form þori ekki í ræktina af því fólk eigi það til að vera andstyggilegt.

Nanna segist aldrei hafa séð manninn áður í World Class og þekkir ekki til hans. Hún kvíðir því þó alls ekki að hitta hann aftur.

„Ég á örugglega eftir að heilsa honum með bros á vör og þakka fyrir seinast.“ 

Að neðan má sjá færslu sem Nanna setti inn á Facebook í gær þar sem hún sagði sögu sína úr ræktinni.



Til stráksinns sem gekk upp að mér í ræktinni í dag og tilkynnti mér að ég ætti ekki heima hér, mér væri ekki við...

Posted by Nanna Hinriksdóttir on Saturday, December 5, 2015





Fleiri fréttir

Sjá meira


×