Myndin birtist í vikulega liðnum „Thank You Notes“. Þá skrifar Fallon bréf og þakkar fyrir eitt og annað. Myndin birtist þegar Fallon þakkar fyrir að eiga fjarskylda frænda og frænkur sem hann þurfi að faðma þótt hann þekki þau ekki neitt.
Innslagið má sjá eftir tæpar tvær mínútur í innslaginu.
Spjallþáttur Jimmy Fallon er afar vinsæll og sýndur á sjónvarpsstöðinni NBC. Of Monsters and Men spiluðu einmitt í þættinum í sumar.