Lífið

Síðasti dagur Almars í kassanum

Ruslið í kassanum auðveldar Almari líklega ekki lífið.
Ruslið í kassanum auðveldar Almari líklega ekki lífið.
Verkefni Almars Atlasonar myndlistarnema er senn á enda. Hann fór inn í plastkassann síðastliðinn mánudagsmorgunn með það fyrir augum að dvelja þar í eina viku og er hans þar af leiðandi að vænta úr kassanum á morgun.

Almar hefur þurft að breyta sínum lífsvenjum umtalsvert síðustu daga en hann hefur ekki mátt tala og ekki getað staðið uppréttur. Verkefnið er hluti af námskeiði sem hann sækir í Listaháskóla Íslands, en sitt sýnist hverjum um tilgang þess.

Uppátæki hans hefur notið gríðarlegra vinsælda hér á landi og erlendis enda getur hver sem er fylgst með honum í beinni útsendingu á Youtube. Þá hafa miklar umræður skapast á Twitter, líkt og sjá má hér fyrir neðan.

Bein útsending

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×