Sjö manna Honda CR-V Finnur Thorlacius skrifar 4. desember 2015 10:47 Langur Honda CR-V og líklega 7 manna. Sést hefur til lengri gerðar Honda CR-V sem fyrirtækið er greinilega með í prófunum. Það bendir til þess að á leiðinni sé þriggja sætaraða Honda CR-V. Slíkur bíll gæti orðið í boði með tilkomu næstu kynslóðar Honda CR-V. Eins og á myndinni sést er hér kominn ansi langur CR-V bíll og á henni má greina að afturhurðin er talsvert stærri en í núverandi bíl og það eitt bendir til þess að hann verði með þrjár sætaraðir. Næsta kynslóð Honda CR-V er væntanleg árið 2017, svo ef til vill er ekki langt að bíða þessa bíls. Raddir hafa heyrst um að þessi lengri gerð verði í boði á flestum mörkuðum, en þó ekki í Bandaríkjunum. Svo virðist sem 7 manna jepplingar og jeppar séu alfarið að leysa af hólmi MPV (Multi Purpose Vehicles) bíla, eða strumpastrætóa og virðast kaupendur fráhverfir þeim bílum um þessar mundir. Framleiðslu margra slíkra bíla hefur verið hætt á síðustu misserum þar sem sala þeirra hefur minnkað svo mikið. Ástæðan fyrir því að Honda hyggst ekki bjóða lengdan CR-V í Bandaríkjunum er sú að þar býður Honda Pilot og Odyssey bílana sem báðir eru stærri en CR-V og því vill Honda ekki að lengdur CR-V keppi við hann í Bandaríkjunum. Honda Pilot og Odyssey bílar er óvíða í boði utan Bandaríkjanna. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent
Sést hefur til lengri gerðar Honda CR-V sem fyrirtækið er greinilega með í prófunum. Það bendir til þess að á leiðinni sé þriggja sætaraða Honda CR-V. Slíkur bíll gæti orðið í boði með tilkomu næstu kynslóðar Honda CR-V. Eins og á myndinni sést er hér kominn ansi langur CR-V bíll og á henni má greina að afturhurðin er talsvert stærri en í núverandi bíl og það eitt bendir til þess að hann verði með þrjár sætaraðir. Næsta kynslóð Honda CR-V er væntanleg árið 2017, svo ef til vill er ekki langt að bíða þessa bíls. Raddir hafa heyrst um að þessi lengri gerð verði í boði á flestum mörkuðum, en þó ekki í Bandaríkjunum. Svo virðist sem 7 manna jepplingar og jeppar séu alfarið að leysa af hólmi MPV (Multi Purpose Vehicles) bíla, eða strumpastrætóa og virðast kaupendur fráhverfir þeim bílum um þessar mundir. Framleiðslu margra slíkra bíla hefur verið hætt á síðustu misserum þar sem sala þeirra hefur minnkað svo mikið. Ástæðan fyrir því að Honda hyggst ekki bjóða lengdan CR-V í Bandaríkjunum er sú að þar býður Honda Pilot og Odyssey bílana sem báðir eru stærri en CR-V og því vill Honda ekki að lengdur CR-V keppi við hann í Bandaríkjunum. Honda Pilot og Odyssey bílar er óvíða í boði utan Bandaríkjanna.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent