Kerfið Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 4. desember 2015 09:00 Innanríkisráðherra hefur ákveðið að setja af stað vinnu með skipun samráðshóps við greiningu á því sem betur má fara við meðferð nauðgunarmála. Greiningin á að taka til meðferðar nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Hlutverk hópsins verður að fara yfir meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu og setja fram tillögur til umbóta. Samráðshópurinn verður skipaður þeim sem koma að meðferð nauðgunarmála í kerfinu, fulltrúum ákæruvalds, lögreglu, dómstóla og verjenda og Landspítala. Hópurinn verður auk þess þverpólitískur, þingflokkum verður gefinn kostur á að tilnefna tengiliði vegna verkefnisins og hafa allir sýnt málinu áhuga. Skipun hópsins er ekki gripin úr lausu lofti. Undanfarið hefur verið, vægt til orða tekið, mikil vakning vegna bágrar stöðu kærenda kynferðisbrota innan kerfisins. Ýmsar herferðir hafa vakið athygli á þessu, Druslugangan, Beauty tips byltingin á Facebook, #ekkimíniralmannahagsmunir á Twitter, mótmæli við lögreglustöðina og svo mætti lengi telja. Auk þess hafa ítrekaðir sýknudómar í þessum málaflokki valdið vonbrigðum og reiði. Fórnarlömb, aðstandendur og hver sá sem lætur sig málefnið varða hafa haft orð á því að kerfinu sé ekki treystandi. Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, að lausnin fælist í breytingum á framkvæmd en ekki lagabreytingum einum saman. Gæta þurfi að því að næg efni og aðstæður séu fyrir þá sem eru að vinna að þessum málum, bæði í rannsóknum, hjá ákæruvaldi og dómstólum. Þá þurfi að endurmennta og símennta dómara og einnig að veita réttargæslumanni meira vægi í dómsal. Hann komi að málflutningi og brotaþolar telji sig frekar hafa rödd innan dómsalarins. Í dag greinir Fréttablaðið frá því að nú verði lögmaður alltaf kallaður til þegar þolandi nauðgunar leitar til neyðarmóttöku beint af vettvangi sem hefur ekki tíðkast áður, þó brotaþola sé bent á það að hann eigi rétt á slíku. Þetta er hluti af breyttu verklagi við rannsókn þessara mála. Lögreglan kalli oftar og fyrr út rannsakara sem kemur þá inn í málið á fyrri stigum. Þessi viðbrögð ráðuneytisins og lögreglu eru af hinu góða. Ljóst er að eitthvað varð að gera, enda með öllu ólíðandi að um helmingur þjóðfélagsins upplifi sig utan kerfis og óöruggan. Vonandi er þetta breytta verklag á neyðarmóttökunni aðeins fyrsta skrefið af mörgum sem tekin verða til að bæta kerfið. Og það er rétt hjá Unni Brá að lagabreytingar einar sér breyta ekki miklu. Dómskerfið er og verður áfram þannig að sanna þarf sekt áður en hægt verður að dæma menn til refsingar fyrir lagabrot. Í þeim málum eru kynferðisbrotin einn allra erfiðasti brotaflokkurinn. Oftar en ekki stendur orð gegn orði og erfitt er að ná fram sakfellingu ef báðir aðilar eru sannfærandi í sínum málflutningi. En það er svo mýmargt annað sem má bæta og verður vonandi gert með þessu framtaki stjórnvalda. Því ber að fagna þegar eitthvað er vel gert og þetta er allt í áttina. Vonandi gerist eitthvað marktækt í framhaldinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fanney Birna Jónsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Innanríkisráðherra hefur ákveðið að setja af stað vinnu með skipun samráðshóps við greiningu á því sem betur má fara við meðferð nauðgunarmála. Greiningin á að taka til meðferðar nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu. Hlutverk hópsins verður að fara yfir meðferð nauðgunarmála í réttarvörslukerfinu og setja fram tillögur til umbóta. Samráðshópurinn verður skipaður þeim sem koma að meðferð nauðgunarmála í kerfinu, fulltrúum ákæruvalds, lögreglu, dómstóla og verjenda og Landspítala. Hópurinn verður auk þess þverpólitískur, þingflokkum verður gefinn kostur á að tilnefna tengiliði vegna verkefnisins og hafa allir sýnt málinu áhuga. Skipun hópsins er ekki gripin úr lausu lofti. Undanfarið hefur verið, vægt til orða tekið, mikil vakning vegna bágrar stöðu kærenda kynferðisbrota innan kerfisins. Ýmsar herferðir hafa vakið athygli á þessu, Druslugangan, Beauty tips byltingin á Facebook, #ekkimíniralmannahagsmunir á Twitter, mótmæli við lögreglustöðina og svo mætti lengi telja. Auk þess hafa ítrekaðir sýknudómar í þessum málaflokki valdið vonbrigðum og reiði. Fórnarlömb, aðstandendur og hver sá sem lætur sig málefnið varða hafa haft orð á því að kerfinu sé ekki treystandi. Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, að lausnin fælist í breytingum á framkvæmd en ekki lagabreytingum einum saman. Gæta þurfi að því að næg efni og aðstæður séu fyrir þá sem eru að vinna að þessum málum, bæði í rannsóknum, hjá ákæruvaldi og dómstólum. Þá þurfi að endurmennta og símennta dómara og einnig að veita réttargæslumanni meira vægi í dómsal. Hann komi að málflutningi og brotaþolar telji sig frekar hafa rödd innan dómsalarins. Í dag greinir Fréttablaðið frá því að nú verði lögmaður alltaf kallaður til þegar þolandi nauðgunar leitar til neyðarmóttöku beint af vettvangi sem hefur ekki tíðkast áður, þó brotaþola sé bent á það að hann eigi rétt á slíku. Þetta er hluti af breyttu verklagi við rannsókn þessara mála. Lögreglan kalli oftar og fyrr út rannsakara sem kemur þá inn í málið á fyrri stigum. Þessi viðbrögð ráðuneytisins og lögreglu eru af hinu góða. Ljóst er að eitthvað varð að gera, enda með öllu ólíðandi að um helmingur þjóðfélagsins upplifi sig utan kerfis og óöruggan. Vonandi er þetta breytta verklag á neyðarmóttökunni aðeins fyrsta skrefið af mörgum sem tekin verða til að bæta kerfið. Og það er rétt hjá Unni Brá að lagabreytingar einar sér breyta ekki miklu. Dómskerfið er og verður áfram þannig að sanna þarf sekt áður en hægt verður að dæma menn til refsingar fyrir lagabrot. Í þeim málum eru kynferðisbrotin einn allra erfiðasti brotaflokkurinn. Oftar en ekki stendur orð gegn orði og erfitt er að ná fram sakfellingu ef báðir aðilar eru sannfærandi í sínum málflutningi. En það er svo mýmargt annað sem má bæta og verður vonandi gert með þessu framtaki stjórnvalda. Því ber að fagna þegar eitthvað er vel gert og þetta er allt í áttina. Vonandi gerist eitthvað marktækt í framhaldinu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun