Lífið

Seinfeld stjörnurnar sendu dauðvona aðdáenda kveðju - Myndbönd

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kveðjurnar hafa vafalaust haft mikla þýðingu fyrir Calder.
Kveðjurnar hafa vafalaust haft mikla þýðingu fyrir Calder.
Jim Calder hefur verið mikill aðdáandi Seinfeld þáttanna, alveg frá því að fyrsti þátturinn var sýndur árið 1989. Nú berst hann fyrir lífi sínu en hann greindist með mjög sjaldgæfa tegund af lungnakrabbameini á dögunum.   

Sonur hans, James, ákvað að koma föður í sínum á óvart einn daginn og fékk hann fólk til að senda honum myndbönd á Facebook á afmælisdaginn hans. Calder var einfaldlega of veikur til að taka á móti gestum og varð þetta því niðurstaðan. 

Það tókst mjög vel til og meðal annars tóku nokkrar Seinfeld stjörnur þátt en myndbönd þeirra má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×