Sport

Ég mun rota Jose Aldo

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Það verður eitthvað er þessir tveir mætast loks í búrinu.
Það verður eitthvað er þessir tveir mætast loks í búrinu. vísir/getty
Það styttist í UFC 194 og Conor McGregor-sýningin er farin á fullt.

Sem fyrr er vélbyssukjafturinn frá Írlandi ekki að spara stóru orðin en hann getur hreinlega ekki beðið eftir því að fá að taka á Brasilíumanninum Jose Aldo í heimsmeistarabardaga í fjaðurvigt.

„Ég mun rota Jose Aldo," sagði MgGregor borubrattur á blaðamannafundi í gær en hann ætlar svo að færa sig upp í léttvigtina og taka beltið þar líka.

„Ég mun mæta þeim sem verður með beltið þar á eftir Aldo. Þannig að eftir nokkra bardaga verð ég kominn með tvö belti."

Það er gríðarleg eftirvænting fyrir bardaga McGregor og Aldo en þeir áttu að berjast síðasta sumar en þá dró Aldo sig úr bardaganum vegna meiðsla.

„Ég lofaði honum því að snerta ekki á honum rifin ef hann myndi þora að koma. Ég myndi aðeins berja hann í andlitið. Hann þorði samt ekki að koma."

Sjálfur var Conor að glíma við erfið hnémeiðsli síðasta sumar en datt ekki í hug að hætta við bardagann. Hann barðist því við Chad Mendes og rotaði hann.

„Ég er skrímsli. Ekkert getur bugað mig. Það er ekkert að fara að stöðva þessa lest á leið sinni að beltinu."

Bardagakvöldið stóra verður í beinni á Stöð 2 Sport þann 12. desember. Hægt er að panta áskrift á 365.is.

MMA

Tengdar fréttir

Conor er skítsama um Donald Trump

Írinn málglaði, Conor McGregor, var nýlentur í Bandaríkjunum er hann lét forsetaframbjóðandann Donald Trump fá það óþvegið.

Conor: Ég er UFC

Írinn hógvær að vanda fyrir bardaga sinn gegn Jose Aldo í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×