Lífið

Jóladagatal Skoppu og Skrítlu á Stöð 2

Skoppa og Skrítla.
Skoppa og Skrítla. vísir
Jóladagatal Skoppu og Skrítlu verður sýnt á Stöð 2 í desember. Fyrstu fjórir þættirnir verða sýndir næstkomandi föstudag og eftir það verður sýndur einn þáttur á dag fram að jólum.

Þær stöllur munu draga úr dagatalinu eitt orð á dag, en hvert orð tekur á sig ýmsar myndir og tóna. Orðin eiga það öll sameiginlegt að vera notuð í aðdraganda jóla en börnin vantar gjarnan að vita hvað þau í raun og veru þýða.

Jón Gnarr, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365, segir að um sé að ræða endursýnt efni frá árinu 2012. „Við erum svolítið að endurskipuleggja hugmyndafræðina á bak við dagskrána og auka vægi íslensks efnis í dagskránni. Það gerum við aðallega með þeirri hugmyndafræði að búa til meira íslenskt en líka að endursýna og nota það efni sem við eigum,“ segir hann og bætir við að ljóst sé að mikil eftirspurn sé eftir íslensku efni.

„Við höfum velt fyrir okkur jóladagatali og langað að gera það en við náðum því ekki. Þegar þessi umræða um jóladagatal kemur upp þá sjáum við það skýrt að fólki finnst mikilvægt að vera með íslenskt jóladagatal. Þá var þessi ákvörðun um að endursýna það sem við eigum, Skoppu og Skrítlu. Þannig erum við að mæta kröfu áhorfenda um að fá íslenskt efni.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×