Lífið

Skautasvellið á Ingólfstorgi opnað formlega í dag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ótrúleg jólastemning í miðbænum.
Ótrúleg jólastemning í miðbænum. vísir
Búið að opna tæplega 400 fermetra skautasvell á Ingólfstorgi sem umbreytist í Ingólfssvell í desember.

Nova í samstarfi við Samsung og Reykjavíkurborg eiga hugmyndina að svellinu í tilefni af 8 ára afmæli Nova. Svellið mun svo vera opið frá hádegi og fram á kvöld til og með 23. desember.

Jólaþorp mun rísa í kringum Ingólfssvellið þar sem hægt verður að kaupa drykki, veitingar og útivistarfatnað.

Dagur borgarstjóri tók forskot á sæluna og skellti sér á skauta í vikunni en opnað verður formlega í hádeginu í dag.

Frítt er inn á svellið og hægt að fá leigða skauta. Sérstakar skautagrindur er einnig hægt að leigja. Boðið verður upp á að panta svellið fyrir skólahópa og fyrirtækjahópa.

Kvöldfréttir Stöðvar 2 kíktu á skautasvellið í fyrrakvöld. Hægt er að sjá heimsóknina hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×